Vikan


Vikan - 27.02.1986, Page 5

Vikan - 27.02.1986, Page 5
 EFTIR KATRÍNU PÁLSDÚTTUR Vikan leitar nú að stúlkum í fyrirsætukeppni Ford Models. Úrslitakeppnin hér á landi verður í júní. Ford Models er stærsta og virtasta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum og á þess vegum starfa allar bestu fyrirsætur í heimi. Tvær íslenskar stúlkur, sem hafa sigrað í Ford- keppninni hér á landi, starfa nú sem fyrirsæt- ur erlendis. Það eru þær Lilja Pálmadóttir og Flelga Melsteð. Lilja var fulltrúi íslands í úrslitakeppninni sem fram fór í Bandaríkj- unum fyrir stuttu. Keppnin var haldin í Los Angeles og sigurvegarinn, kanadísk stúlka, fékk sem svarar 10 milljónum íslenskra króna í verðlaun. Flún á eftir að sjást á forsíðum allra virtustu tískublaða heims, eins og Reneé Simonsen, danska stúlkan sem sigr- aði í Ford- keppninni 1982. Þærstúlkur, sem hafa áhuga á því að taka þátt í keppninni hér. sendi nöfn sín og mynd til Vikunnar, Þverholti 11, fyrir marslok. Myndirnar hér á opnunni voru teknar af Lilju Pálmadóttur í New York fyrir skömmu þegar hún tók þátt í Ford-keppninni. Lilja starfar nú sem fyrir- sæta í milljónaborginni. Eileen Ford, eigandi Ford Models, hefur oft verið kölluð guðmóðir tískuheimsins. Flún hefur uppgötvað allar bestu fyrirsætur í heimi, eins og Jern/ Hall, Christie Brinkley og Chen/I Tiegs. Þær íslensku stúlkur, sem hafa náð lengst í þessu starfi, þær Anna Björnsdóttir og María Guðmundsdóttir, störfuðu fyrir Eileen Ford. Það er dóttir hennar, Lacey Ford, sem hefur komið hingað til lands og valið fulltrúa íslands í Ford- keppnina og hún kemureinnig nú í sumar. Myndirnar á síðunum tóku Donald Geelis og Robert Markof.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.