Vikan

Eksemplar

Vikan - 27.02.1986, Side 7

Vikan - 27.02.1986, Side 7
Eitt er það tímabil í íslenskri bílasögu sem kannski mætti kalla trukkatímann. Deila má um hverjir hafi verið hinir raunverulegu frum- herjar - en ætli nokkur hrökkvi við þó ég nefni Pál Arason, Guðmund Jónasson og Bjarna í Túni? Og þá býður mönnum trúlega í grun hvaða tímabil ég hef i huga: sem sé það tímabil sem íslenskar óbyggðaferðir voru sannkallaðar svaðilferðir, farnar um ótroðna stigu og óbrú- aðar ár sem ekki einu sinni voru til vöð á, á bílum sem ökuþórarnir sjálfir höfðu smíðað frá grunni að kalla og voru raunar að smíða meira og minna alla ferðina á enda, karlar sem voru í bílnum, undir honum eða ofan í honum allan sinn vökutíma og dreymdi um hanh meðan þeir sváfu. En um miðjan sjötta áratuginn eða svo komst þessi ferðamáti í algleyming og nú kemst ég ekki hjá að nefna fleiri aðila: Ulfar Jacobsen, Gísla Eiríksson, Ingimarsbræður - og þá sem kannski var hvað mestur sjarminn yfir: Soffíu. Nú vill svo til að Soffía - eða Soffiurnar ef við viljum heldur hafa það svo - átti 30 ára afinæli á liðnu hausti - og á annað 30 ára afmæli i vor. Því í nóvember og desember árið 1955, á bak einu mesta óþurrkasumri sem komið hefur sunnanlands, fóru tveir ungir menn vest- ur í bæ að dunda við að smíða sér stóran og góðan magasleða svo þeir ættu virkilega erindi út úr bænum. Sleðanum luku þeir og fóru með hann upp á Hellisheiði og fengu sér ærlega bunu. Nafn hlaut þetta íjögra manna far að fá. Soffi'a skyldi gripurinn heita og búið til spjald, sitt á hvora hlið, með stöfunum haglega dregn- um. Þar með var komið fyrsta Soffíufarartækið. - Hét Soffía eftir einhverri sameiginlegri vinkonu ykkar? „Það er von að þú spyrjir og svo hafa fleiri spurt,“ segir Guðni Sigurjónsson, annar tveggja Soffíueigenda frá upphafi. „En það er ekki svo vel. Nafnið var bara gripið eins og hvert annað nafn - þá var ekki einu sinni Soffi'a frænka komin til sögu.“ En ungum mönnum, sem tolla illa innan borgarmarka Reykjavíkur, dugar ekki sleði, jafnvel þó hann taki fjóra með góðu móti. Um vorið keyptu þeir bíl af Bjarna í Túni, af þeirri gerðinni sem Bjarni þekkti svo vel og gerði sjálfur út á: Bedford QL vörubíl, breskan herbíl af árgerð 1939 með 87 ha sex strokka bensínvél, drifi á öllum hjólum og vel hátt undir. Félagi- Guðna í þessum kaupum var Guðmundur Kjer- úlf sem átt hefur með honum Soffíurnar alla tíð. Þriðji maðurinn þarna í upphafinu var Andrés Pétursson (Arena), en þeir félagar Þetta er Soffía fyrsta eins og hún var fyrsta sumarið. Sleðinn er uppi á stýrishúsinu, 8 manna boddýið á pallinum, en þar fyrir aftan far- angurskassi með loki. - Fyrir kom að einhvern langaði að segja sögu sem ekki var við allra hæfi. Þá fóru tveir eða þrír, sem þoldu að hlusta, aftur á kassann, þó svo að bíllinn væri á ferð, og þarna á kassanum voru svo sagðar„pallsögur". Guðni og Guðmundur keyptu fljótlega hans hlut. Guðni, Guðmundur og Andrés settu átta manna boddý á pallinn og settu sleðann góða þversum upp á stýrishúsið. Þá sneri annað Soffíuskiltið fram, hitt aftur. Þar með var komið nafnið á bílnum: Soffía. Svo var farið að ferð- ast. Fyrsta ferðin var í Dráttinn, en svo heitir þar sem templarar fóru, líklega af tepruskap, að kalla Galtalækjarskóg þegar þeir byrjuðu að halda sumarhátíðir sínar í Drættinum. Guðni segir mér að Úlfar Jacobsen hafi orðið æfur þegar hann heyrði fyrst þetta templara- nafn á Drættinum, kallað upp Gufunes og heimtað leiðréttingu á þessu ónefni. En fyrsta verulega langferðin var yfir Kjöl, inn í Kerling- aríjöll, inn Holuhraun allt inn í Blautukvísl. Ætlunin var að fara alla leið í Arnarfell en tíðin var rysjótt og gekk á með rigningu svo þeir sneru í þveröfuga átt og keyrðu niður með Þjórsá allri allt niður í Þjórsárdal, loks um Fjallabaksleið og síðan þjóðveginn til baka til Reykjavíkur. Veturinn eftir var pallinum fórnað af Soffíu og smíðað 20 sæta boddý á grindina aftan við ekilshúsið í staðinn. Enn var þetta skemmti- ferðabíll fyrir vini og kunningja, og það var ekki fyrr en vorið 1959 að fengin voru hóp- ferðaréttindi. Fyrsta selda ferðin var sannköll- uð fjallæ og ævintýraferð með hóp sem kallaði sig Maríumenn, og það var alveg með eindæm- um hve vel Maríu og Soffíu kom vel saman. „Marga góða ferðina hef ég farið um dagana á Soffi'unum og öðrum bílum,“ segir Guðni. „En í mínum huga er engin sem stendur framar þessari einstöku ferð með Maríumenn. Ég vona bara að strákarnir fari að íhuga að skrifa sögu þeirrarferðar." Nú voru þeir félagar búsettir uppi í Reyk- holtsdal. Guðmundur er Borgfirðingur að uppr- una og kunningi Guðna, Pétur Haraldsson, fékk það verkefni að setja upp verkstæði fyrir búnaðarfélagið í Bæjarsveitinni og bað Guðna að koma að hjálpa sér í tvo mánuði að koma því á laggirnar, en Guðni er bæði bifvélavirki og bílasmiður. Þessir tveir mánuðir í Borgar- firðinum urðu að tuttugu og fimm árum því frá Bæ flutti Guðni að Reykholti og í framhaldi af 20 manna boddýinu á Soffíu fóru þeir félagar að byggja yfir bíla í Litla-Hvammi, og er margur kjörgripurinn undan höndunum á þeim. Soffíu númer eitt var fargað árið 1961. „Það var asnaskapur,“ segir Guðni. „Við gátum mjög auðveldlega haldið þessum bíl í góðu standi og hann hefði átt það skilið. En það er oft svo að menn sjá ekki hlutina fyrr en eftir á og á þessum tíma fannst okkur ekki þess virði að halda bílnum við. En nú sjáum við eftir því. Auðvitað áttum við að varðveita hann.“ En þarna endaði hann sem sagt ævi sína. Grindin með afturhásingu og fjöðrum fór undir heyvagn vestur í Dölum og mun langlíf sem slík og haldin var virðuleg bálför að boddýinu sem var timburgrind með timbur'clæðningu innan á en stáli að utan. Svo var hún jörðuð með viðhöfn, söng og teiti, og þar með var Soffía númer eitt dáin og grafin. Ekki var öll sagan sögð þar með. Austan úr Fljótsdal keyptu þeir Soffíufóstrar annan Bed- ford QL árg. ’39. „Það var mikill öndvegisbíll," segir Guðni, „mjög vel með farinn og engu verið misþyrmt. Hann var með allar sínar Bretaluktir og meira að segja vírhengjurnar undir hásing- arnar.“ „Drottinn“ hét þessi bíll, hvorki meira né minna. Sagan segir að í Fljótsdalnum hafi verið til tveir svona bílar, hét annar „Satan" en hinn „Drottinn“. Segja má að bíllinn hafi sett nokkuð ofan við að skipta um nafn en í staðinn fékk hann fallegt rútuhús, smíðað af natni í Litla-Hvammi og hans fyrsta alvöruferð með nýju húsi og nýju nafni var nokkuð sér- stök. Það er ekki oft 16° frost í Reykjavík en svo var þegar Soffía númer tvö fór sína fyrstu Öræfaferð - og norðaustan hríð að auki. Þetta var á skírdag 1963 og ferðinni heitið í Öræfa- sveit. Þangað fór Soffía 17 ferðir í allt á 16 árum, áður en sandarnir voru brúaðir og úti ævintýri. Árið 1974, þjóðhátiðarárið, má segja að hafi verið Bedfordum og öðrum öndvegisbílum af heimsstyrjaldarkynslóðinni mikið örlagaár. Þá var farin mikil herferð gegn öllu því sem sumir kalla „rusl“, og þá var mörgum góðum gripnum og varahlutnum komið endanlega fyrir kattar- nef. Þá varð til dæmis stirt um alla varahluti í Bedford QL árg. 39-45, það sem til var af þeim hér og þar um landið var hreinlega urðað í misráðnu hreinlætisæði. („Þó kann að vera til allþokkalegt hræ á Króki í Meðallandi," segir Guðni.) Þar með var úti um Bedforda i ómeng- aðri mynd. Soffía númer tvö varð þó ekki „civ- il“ - hún er með hásingar undan kanadískum letta frá stríðsárunum (sjá Vikuna, 7. tbl. 1986), en flestir tröllatrukkar Úlfars Jacobsen eru einmitt byggðir á undirvagna undan kanad- ískum lettum. Enda voru það sérstakir krafta- jötnar. Árið 1972 kom Soffía þrjú til skjalanna. Þá var haldið fram hjá og keyptur Marcedes Benz. Soffíurnar eitt og tvö héldu svo uppi merkinu allt fram á þennan dag, öræfaferðir á sumrin en skólaakstur á veturna, en nú er Soffía númer Soffía fyrsta með góðan hóp í Öræfasveit. f*?V

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.