Vikan


Vikan - 27.02.1986, Page 16

Vikan - 27.02.1986, Page 16
ISAMKEPPNIALAFOSS OG VIKUNNAR Fyrir skömmu voru afhent verðlaun í peysuhönnunarsamkeppni Ála- foss og Vikunnar, „Peysulaus“. Dóra Diego, verslunarstjóri í Ála- fossbúðinni, afhenti vinningshöfunum verðlaunin við hátíðlega athöfn í verslun- inni. Eftir mikið og vandasamt verk dóm- nefndar féllu úrslit þannig að Marta'Árna- dóttir hlaut fyrstu verðlaun, 15.000 krónur, fyrir röndótta og mynstraða kvenpeysu, og er mynd af henni og uppskrift hér aftar í blaðinu. Önnur verðlaun, 10.000 krónur, hlaut Guðný Ingimarsdóttir fyrir hvíta stelpupeysu með slaufu, en uppskrift að henni mun birtast í næsta blaði. Þriðju verðlaun, 5000 krónur, komu í hlut Öldu Sigurðardóttur fyrir svarta og mynstraða kvenpeysu, en uppskrift að þeirri peysu birtist væntanlega í blaðinu eftir hálfan mánuð. Sigurvegari keppninnar, MARTA ÁRNADÓTTIR, er 22 ára viðskiptafræði- nemi í Reykjavík. Marta er mikil prjóna- kona og yfirleitt með eitthvað á prjónun- um. Hún segist reyndar prjóna í skorpum og taka sér frí á milli. Marta segist aldrei prjóna eftir uppskrift og hannar yfirleitt peysurnar sínar sjálf. Hún fylgist mikið með tískunni, skoðar prjónablöð og fær oft hugmyndir þaðan, en vinnur úr hugmynd- unum og útfærir þær á eigin hátt. GUÐNÝ INGIMARSDÓTTIR er 22 ára og vinnur í Búnaðarbankanum í Reykja- vík. Hún er vitanlega einnig mikil prjóna- kona og prjónaði verðlaunapeysu sína einungis fyrir keppnina. Hún hannar sömuleiðis allar peysur sjálf sem hún prjónar en fær líkt og Marta hugmyndir víða að. Oft byrjar hún á peysu með óljósar hugmyndir um hvernig hún eigi að vera og prjónar bókstaflega af fmgrum fram. Utkoman verður þá oft á tíðum allt önnur en í upphafi var ætlað. En það er einmitt það sem meðal annars gerir hönnun og prjónaskap að svo spennandi tómstunda- gamni. ALDA SIGURÐARDÓTTIR er 26 ára hjúkrunarfræðingur. Hún sendi upphaf- lega inn til keppninnar mjög fallegar teikn- ingar og kom í ljós að hún lærði tískuteikn- un í eitt ár í Parísarborg. Alda lærði prjónaskap af ömmu sinni og mömmu og prjónaði fyrstu peysuna þegar hún var 4 ára. Það var lítil dúkkupeysa sem hún geymir enn. Að líkindum munu myndir og uppskriftir að fleiri peysum_ úr keppninni birtast í Vikunni síðar. Álafoss og Vikan þakka öllum þeim sem þátt tóku í samkeppninni kærlega fyrir þátttökuna. 16 Vikan 9. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.