Vikan

Útgáva

Vikan - 27.02.1986, Síða 18

Vikan - 27.02.1986, Síða 18
■ „Og það var mark!“ Áhorfendur risu á fætur, klöppuðu saman lófunum og fögnuðu innilega. Ráðherrarnir, borg- arstjórarnir og forstjórarnir í heiðurssætunum tóku meira að segja þátt í gleðinni, skelltu sér á lær og hnipptu kumpánlega hver í annan: „Nú er bara að fylgja þessu eftir.“ íslenska handknattleikslandsliðið hafði náð eins marks forystu. Svo var baulað og stappað, flautað og klappað. Það var magnað andrúmsloft í Laugardalshöllinni um miðbik síðari hálfleiksins í úrslitaleik alþjóðlega Flugleiðamótsins í handknattleik sem haldið var í Reykjavík um síðustu mánaðamót. íslenska landsliðið bjó sig af kappi undir heimsmeistarakeppnina sem háð er í Sviss um þessar mundir og af því tilefni höfðu landslið Póllands, Bandaríkjanna og Frakklands verið fengin til leikja hér heima. Ekki er ætlunin að rekja nákvæmlega framgang leikjanna enda var það gert í dagblöðunum á sínum tíma með ítarlegum frásögnum, talnadálkum og fleygum setn- ingum eins og: „Guðmundur Guðmundsson stóð lengi vel upp úr í ís- verið að ræða. Smám saman fjölgaði þó á pöllunum og leiddist fólki litið. Allavega bað enginn áhorfenda um leik lúðrasveitarinnar í stað landsliðanna eins og gerðist þegar 11 mínútur og 23 sekúndur voru eftir af leik Bandaríkjamanna og Pólverja tveimur dögum áður, enda munaði litlu að leikurinn yrði spennandi. Frakkarnir höfðu að vísu yfirhöndina allan leikinn en undir lokin skildu aðeins tvö mörk. Með smáheppni, betri markatölu og hliðstæðum dómurum hefðu þeir banda- rísku máske getað sigrað. Það hefði verið að skapi áhorfenda sem flest- ir voru á þeirra bandi, líklega af mannlegri samúð með lítilmagnanum en eins og kunnugt er hafa Bandaríkin aflað sér frægðar fyrir ýmislegt annað en snilldartakta í handknattleik, til dæmis grillsósur. Haft var á orði að Bandaríkjamenn væru nokkurs konar Færeyingar í þessari íþrótt. Það var samt mál manna að liðinu hefði farið mikið fram og væri blessunarlega laust við ýmsa þá körfuknattleikstakta sem hafa einkennt það löngum þótt augljóst væri að sumir leikmanna hefðu einhvern tíma snert á stóra, appelsínugula knettinum. Þeir voru slána- lenska liðinu.“ En þar sem almenningur verður að láta sér nægja að fylgjast með baráttunni í Sviss fyrir tilstilli sjónvarpsins þykir tilvalið að rifja upp ýmsa þætti sem snerta handbolta lítið en voru samt mikil- vægir við framköllun ánægjuhrollsins sem heltók áhorfendurna á Flugleiðamótinu. Með fullri virðingu fyrir gæðum þeirra mynda sem Bjarni Fel. hefur vélað um langan veg heim í viðtæki okkar Islendinga þá finnst manni til dæmis mjög ólíklegt að nokkur taki upp á því að kasta poppkorni eða pappírsskutlum í skjáinn sinn. Á hinn bóginn sveif mörg leikskráin tignarlega yfir höfðum áhorfenda í Höllinni þetta kvöld þegar íslendingar og Pólverjar áttust við í úrslitaleiknum - og eins margt poppkomið. Annars hófst þetta allt með leik Frakka og Bandaríkjamanna um þriðja sæti keppninnar nokkru fyrr um daginn. Þegar sá leíkur hófst voru áhorfendur tiltölulega fáir. Þarna var líka aðeins um annars eða þriðja flokks handknattleik að ræða, „óttalegt busl“, eins og fréttamenn hefðu orðað það ef um sundknattleik hefði legir og áttu til að vippa frekar en að skjóta á markið. Því má heldur ekki gleyma í þessari umræðu að liðið hafði staðið í hetjunum okkar íslensku daginn áður, þó að sjálfsagt sé að gleyma hinni ægilegu helgi i Milwaukee þegar við vorum sigruð í tvígang, 1976. Meðan á leiknum stóð sáust íslensku leikmennirnir á vappi i bláu úlpunum sínum. Þeir vöktu athygli smápeyjanna sem gerðust sumir svo djarfir að biðja um eiginhandaráritanir, smápeyjar sem flestir ala von í brjósti um að einn góðan veðurdag spásseri þeir sjálfir um í bláum úlpum og gefi eiginhandaráritanir. Annars, ef út í það | er farið, þá hafa lífsskilyrði smápeyjanna í Laugardals- ■ höllinni versnað á undanförnum árum. Nú er farið að pí selja gosið þar í plastglösum þannig að tekjumöguleiki j - þeirra sem flöskusafnara er úr sögunni. Einstaka smápeyi B sást að vísu fara i sjoppuna með fangið fullt af plastglösum en án teljandi árangurs. 18 Vikan 9. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.