Vikan


Vikan - 27.02.1986, Page 19

Vikan - 27.02.1986, Page 19
skrár í skutlur en áhorfendur verið samtaka um að breiða popppoka, súkkulaðibréf og gosglös um gervöll áhorfendastæðin. Blaðamennirnir höfðu haldið bókhald sitt, ljósmyndararnir eytt filmum í metratali og íþróttafréttamenn Ríkisútvarpins brúkað orð eins og „bláhorn" og „darraðardans". Hins vegar höfðu þeir, andstætt venjunni, ekki fengið tækifæri til að segja „nei, sko Steinar, gamla brýnið, þetta gat hann“, en það virðist alltaf koma jafnmikið á óvart þegar hann læðir inn mörkum. Kannski stafar þessi vantrú af því hvað Steinar er óhand- knattleiksmannslegur í útliti. Hann er öllu líkari lögreglumanni, merki- legt nokk. Eftir leikinn fylgdist sá hluti áhorfenda, sem ekki var á hraðferð heim, með verðlaunaafhendingunni. Hún kom á óvart fyrir það að í stað þjóðbúningadúkkna í fullri stærð sáu einhverjir jakkaklæddir herramenn um að bera verðlaunapeningana fram á silfurbökkum. Úrslit mótsins komu hins vegar engum á óvart. íslendingar hrepptu gullið, Pólverjar silfrið og Frakkar bronsið. Dómararnir fengu líka einhverja verðlaunapeninga og Bandaríkjamenn uppörvandi lófatak frá áhorfendum. Leikmenn íslenska landsliðsins tíndust síðan í sturtu. Já, þeir höfðu það og nú er bara að vona að þeir hafi það í Sviss. Almenningur gerir miklar kröfur til þessa liðs þó að það etji kappi við milljónaþjóðir. Ólympíuslagorðin, sem ítreka að aðalat- riði sé þátttaka en ekki sigur, er ekki lengur tekið gott og gilt. Það er vissulega staðreynd að liðið hefur burði til mikilla afreka en það hefur margoft sýnt sig að bil góðs gengis og slæms er mjótt. Það kom á daginn eftir Flugleiðamótið þegar íslenska liðið tapaði leik gegn því pólska með átta marka mun. Það var síðan klukkan 18.15 þennan sunnudag að flaut- að var til úrslitaleiksins. Áhorfendabekkirnir voru tiltölu- lega þétt setnir, sem og sætin í blaðamannastúkunni. Við þau endamörk vallarins þar sem pólska markið var sátu ljósmyndarar í röðum með myndavélar fyrir augunum en meðfram annarri hliðarlínunni lágu smápeyjar og pæjur. í litlum kofa ofan við áhorfendur höfðu sjónvarpsmenn komið sér fyrir. Þar sat Bjarni Fel. og lýsti atburðum og það sama gerði Samúel Örn Erlingsson, íþróttafréttamaður útvarpsins, líka, bara frá öðru sjónar- horni. Hann sat við borð við hliðarlínuna ásamt tæknimanni sínum, tímavörðum og kynni kvöldsins. Ahorfendur klöppuðu og bauluðu og klöppuðu og hvöttu til skiptis og þess á milli fögnuðu þeir hressilega eða andvörpuðu þunglega, hvort tveggja jafnoft fram til þeirrar stundar sem lýst er í upphafi þessarar greinar. I millitíðinni fóru þeir að dæmi leikmannanna og tóku sér hlé, brugðu sér í greiðasöluna, reyktu, spjölluðu eða gengu örna sinna. Á karlaklósettinu var mikið fjölmenni og höfðu einhverjir orð á því að það væri skammarlegt að hafa þar 30 þvagskálar og 20 klósett en aðeins tvö blásturstæki fyrir menn að þurrka sér eftir handþvott. Þó eru hendur manna helmingi fleiri en aðrir líkamshlutar sem eiga þarna hlut að máli. Myndaðist löng biðröð við tækin auk þess sem margir hundsuðu handþvottinn með öllu sem er vissulega óheppilegt. Eins og áður sagði hljóp hitinn fram í kinnarnar á mönnum þegar íslenska liðið náði yfirhöndinni í seinni hálfleik. Upp frá því gekk ekkert á afturfótunum hjá liðinu nema leikmennirnir og áður en yfir lauk höfðu þeir tryggt sér þriggja marka sigur, þann fyrsta yfir Pólverj- um í níu ár. Smápeyjarnir höfðu þá ummyndað allar finnanlegar leik-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.