Vikan


Vikan - 27.02.1986, Page 25

Vikan - 27.02.1986, Page 25
Júlíus Brjánsson varð heimsfrægur á íslandi á sínum tíma fyrir að drekka kaffi með Gísla Rúnari Jónssyni. Þeir kaffibrúsakarlar voru vinsælustu skemmtikraftar á landinu í nokkur misseri en síðan hefur ekki borið ýkja mikið á Júlíusi. Hann hefur skotið upp kollinum hér og þar en alltaf staðið fremur stutt við í sviðsljósinu. Nú í vetur hefur hann þó látið nokkuð að sér kveða - hann lék stórt hlutverk í sjónvarpsþáttunum Fastir liðir „eins og venjulega" og hann treður nú upp ásamt Eddu Björgvinsdóttur í Þórscafé. Því var Júlíus beðinn um viðtal og tók hann því vel enda þótt hann segðist óvanur því að hafa sig í frammi á þann hátt. „Það eru ekki nema örfáir menn," sagði hann, „sem kunna almennilega að láta bera á sér." Og bætti svo við: „Ég er til dæmis EFTIRILLUGA JÖKULSSON ekki einn Þeirra." RAGNARTH. TÓKMYNDIRNAR Vikan 9. tbl. 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.