Vikan


Vikan - 27.02.1986, Page 29

Vikan - 27.02.1986, Page 29
 . jgsgipP “ ’ * Vikan hefur fengið til liðs við sig sex mjög hæfa lækna sem ætla að taka að sér að svara spurningum les- enda um læknisfræði og heilbrigði. Til þess að allt gangi hratt og vel bjóðum við lesendum bæði að senda okkur bréf með vandamálum sínum og að hringja. Við tökum við símtölum á þriðjudags- og miðvikudagsmorgnum frá klukkan 9 til 12. Síminn er 91-27022 og biðja þarf um Vikuna. Bréfin, sem við fáum, verða að vera stutt, skýr og málefnaleg. Við birtum þau gjarnan undir dulnefni en nafn og heimilis- fang verður að fylgja. Utanáskriftin er: Læknisvitjun Vikan Frjáls fjölmiðlun hf. Pósthólf 5380 125 Reykjavík Amyndinni eru, efst til vinstri: Óttar Guð- mundsson. Sérgrein hans er almennar lyflækningar og aðaláhugasvið ávana- og fíkniefni og áfengis- mál. Þá Sigurður Guðmunds- son. Sérgrein almennar lyf- lækningar og smitsjúkdómar, rannsóknir fyrst og fremst á sviði sýklalyfja, verkana og notkunar þeirra. Lengst til hægri í efri röð er Jóhann Ágúst Sigurðsson með heimilislækn- ingar sem sérgrein. Áhugasvið hanseru hóprannsóknir. Lengst til vinstri í neðri röð er Gestur Þorgeirsson með almennar lyf- lækningar og hjartasjúkdóma sem sérgrein. Aðaláhugasvið eru kransæðasjúkdómar og verkun lyfja á hjartað. Fyrir miðju í neðri röð er Leifur Bárð- arson. Sérgrein hans er barna- skurðlækningar. Hann hefur stundað rannsóknir á fæðing- argöllum á börnum. Lengst til hægri í neðri röð er Helgi Krist- bjarnarson. Sérgrein hans er lífeðlisfræði og aðaláhugasvið geðlæknisfræði og svefnrann- sóknir. Vikan 9. tbl. 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.