Vikan

Útgáva

Vikan - 27.02.1986, Síða 33

Vikan - 27.02.1986, Síða 33
um 1500 konur til að leika aðal- hlutverkið í mynd hans, Crazy from the Heat. Roth til aðstoðar var félagi hans og samsærismaður, Pete Angelus, sem unnið hafði með honum að myndböndunum góðu. Þeir félagar kalla sig í daglegu tali Picasso-bræðurna. David Lee: „Picasso tengist list, gæðalist, og bræður er svona eins og heimsend- ingarþjónusta með pitsur, list okk- ar er þarna einhvers staðar mitt á milli.“ Aiex, Sammy Hagar. Eddie og MichaelAnthony. Picasso-bræðumir: Pete Angelus ogD.L R. sveitarinnar. Hann vildi strax fara út í að gera kvikmynd eftir hljóm- leikaferðalagið en það vildu hinir ekki, vildu heldur taka það rólega og hljóðrita plötu á löngum tíma og þá kannski halda nokkra stóra útitónleika fyrir 70-80 þúsund manns. Þetta þótti hinum fram- takssama og fjöruga David Lee Roth heldur þunnur þrettándi og hann vatt sér í upptöku á EP-plötu með fjórum lögum og lét ekki þar við sitja heldur tók upp myndband við öll lögin og varð eitt þeirra geysilega vinsælt á síðasta ári, Just á Gigalo/Aint Got Nobody. Þegar öllu þessu var lokið og hann fór enn á ný til fundar við félaga sína til að athuga hvernig málin stæðu kom í Ijós að viðhorf þeirra var óbreytt þannig að það var aðeins eitt að gera, hætta, enda vil ég meina að Roth sé orðinn það stórt nafn að hann þurfi hinna ekki við flengur. Eins og Roth segir eru til milljónir sem kunna að semja tón- listogflytjahana. Þegar þessi orð eru rituð hefur Van Halen lokið við upptökur á nýrri plötu sem væntanlega verður gefín út innan skamms. Þeir láta ákaflega vel af því efni sem þeir hafa hljóðritað og segir Eddie að þetta sé hans besta hingað til, hann hafi meira að segja samið ballöðu sem sé hans besta lag fyrr og síðar. LEEROTHOG FRAMTÍÐIN En það er öruggt mál að þeim verður róðurinn örðugur því það má segja að hljómsveitin hafi misst andlit sitt. Það er líka víst að ekki hafa margir rokkarar aðra eiris sviðsframkomu og „sjarma“ og David Lee Roth. En það getur allt gerst í þessum bransa og ég hef sjálfur trú á að Van Halen muni standast brimið og halda velli. En þá er það David Lee Roth og framtíð hans. Fyrr í vetur hélt Roth opið hús i Palladium hljómleikahöllinni í Hollywood þar sem prófaðar voru Það fer engum sögum af því hvort þeir félagar fengu réttan kvenmann en svo mikið er víst að upptökur myndarinnar eru nú um það bil að hefjast og mun þeim ekki ljúka fyrr en um mitt sumar. Þá tekur við hljómleikaferðalag sem Roth segir að muni standa yfir í heilt ár eða lengur og einhvern tíma, meðan á upptöku myndarinn- ar stendur, mun hann taka upp breiðskífu sem út mun koma um líkt leyti og hljómleikaferðalagið hefst. ENGINN LEIKARI Hvað segir Roth um þá fullyrð- ingu Eddie Van Halen að hann (Roth) vilji bara verða kvikmynda- stjarna? „Ég er enginn leikari og ég er fyrsti maðurinn sem viðurkennir það. Ég er bara að leika sjálfan mig í þessari mynd, þetta er bara ég og liðið í kringum mig og það sem gerist í kringum það. Málið er það að ég er að taka mér nokk- urra mánaða hvíld frá músíkinni til að gera kvikmynd. Engar áhyggjur, ég kem aftur.“ Því má búast við að mikið verði að gerast á báðum vígstöðvum - hjá Van Halen annars vegar og David Lee Roth hins vegar - of munum við að sjálfsögðu fylgjasi með framgangi mála og láta vita. SKÍTKAST En nú er að verða ár liðið síðan David Lee yfirgaf Van Halen eftir fjórtán ára samstarf og hefur verið heldur leiðinlegt skítkast í hann frá hans gömlu félögum síðan. Hefur Eddie verið sérstaklega ið- inn við að hreyta í Roth ónotum og kallað hann öllum illum nöfn- um, hefur meðal annars sagt að hann hafi aldrei getað samið al- mennilega hugljúfa tónlist vegna þess að Roth hafi aldrei getað sungið og þar fram eftir götunum. Söngvarinn, sem kom í staðinn fyrir Roth, heitir Sammy Hagar og hefur verið virtur sólóisti um langt skeið og gefið út fjöldann allan af hljómplötum í eigin nafni, auk þess að vera vel liðtækur söngvari. Þá þykir hann gítarleikari vel í meðal- lagi en þó mun hann líklega ekki spila mikið á það hljóðfæri með Van Halen. Ein aðalástæðan fyrir úrsögn Roths mun vera sú að hann var ekki ánægður með virkni hljóm- Vikan 9. tbl. 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.