Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 27.02.1986, Qupperneq 39

Vikan - 27.02.1986, Qupperneq 39
í*1' TIIGlIFðlII þín eru engum öðrum lík Hefur þú einhvern tíma horft á leynilögregluþætti í sjónvarpinu eða lesið leynilögreglusögur? Þá veistu líka að ein af aðferðum lög- reglunnar til að leysa gátuna hverju sinni er sú að finna fingra- förin sem glæpamaðurinn hefur skilið eftir sig. Segj um sem svo að það hafi verið brotist inn í hús að nóttu til. Lög- reglan kemur á staðinn til að rannsaka málið og finnur greinileg fingraför á borðstofuborðinu. Lög- reglan notar sérstakt púður og ýmsan annan útbúnað til að búa til nákvæma eftirlíkingu af fingra- förunum. Síðan getur hún borið þessi fingraför saman við eftirlík- ingar ijölda annarra fingrafara sem geymd eru inni í tölvu. Segjum að fingraförin, sem fundust í húsinu, séu nákvæmlega eins og ein þeirra fingrafara sem geymd eru í minni tölvunnar. Glæpamaðurinn hefur þá áður komist í kast við lögregl- una og þá hefur verið tekin ,,mynd“ af fingraförum hans. Og nú veit lögreglan að hverj um hún leitar. Þessa aðferð er hægt að nota því fingraför hvers og eins eru einstök. Engin tvenn fingraför eru eins. Engar tvær manneskjur hafa sama munstur lína og boga á fingurgóm- unum. Meira að segja eineggja tvíburar hafa ólík fingraför. Um það bil fimm eða sex mánuð- um áður en þú fæðist er fingrafara- munstrið komið á sinn stað. Það helst síðan eins og breytist ekkert meðan þú lifir. Jafnvel þó að þú brennir þig á fingrunum vex nýtt skinn á fingurgómana og fingraför- in eru þau sömu og fyrir slysið. Þegar þú ert lítið fóstur í móður- kviði og ert að vaxa og þroskast fer sá vöxtur og þroski eftir sérstakri „forskrift“ sem er í frumum þínum. Þessa forskrift hefur þú fengið frá foreldrum þínum eða réttara sagt frá þeim hluta frumna þeirra sem nefnast gen og litningar. Genin og litningarnir ákveða til dæmis hvernig hárið á þér verður á litinn, hvernig eyrun á þér verða í laginu og hvort þú verður strákur eða stelpa. Þau ákveða líka munstrið í fingraförum þínum. Þegar þú ert í maganum á mömmu þinni hefur umhverfið líka áhrif á það hvernig þú þroskast. Kannski varð breyting á blóð- streyminu til þín eða þú ýttir þér utan í vegginn á litla húsinu þínu í þann mund sem fingraförin voru að myndast. Þessar breytingar gætu hafa orðið til þess að línurnar í fingraförunum bognuðu lítið eitt meira til vinstri. Allar þessar smá- breytingar nægja til þess að gera fingraför þín sérstök og auðþekkj- anleg. Veistu af hverju við skiljum alltaf eftir fingraför á þeim hlutum sem við snertum, jafnvel þó að hendurn- ar séu alveg hreinar? Það er vegna þess að í fingurgómunum eru örsmáir svitakirtlar sem framleiða stöðugt svita eða raka. Rakinn nægir til þess að skilja eftir fingra- för á öllu sem við tökum á. Pabbi þinn og mamma eru kannski oft ekkert hrifin af að sjá fingraför á nýþveginni ísskápshurðinni, ég tala nú ekki um ef það eru klístruð sultufingraför eða blekfingraför, en það getur stundum verið okkur í hag að fingraförin okkar eru ein- stök og auðþekkt frá fingraförum annarra. Detta þér í hug einhver tilvik þegar það getur komið sér vel, já, eða illa fyrir þig að hægt hm er að þekkj a þig á fingraförunum? ■ Vikan 9. tbl. 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.