Vikan - 27.02.1986, Síða 56
J
Ridgeway. Þú virðist telja að erfðaskrá frú
Harter heitinnar sé í okkar vörslu?" Charles
starði á hann ...
„En það - ég hef að minnsta kosti heyrt
frænku mína nefna það.“
„Ó! Einmitt, einmitt! Hún var í okkar
vörslu.“
„Var?“
„Eg sagði það. Frú Harter skrifaði okkur og
bað um að sér yrði send hún síðasta þriðjudag."
Charles tók að líða ónotalega. Hann fann
fjarlægan fyrirboða um óþægindi.
„Eflaust kemur hún í ljós innan um skjölin
hennar," hélt lögfræðingurinn mjúkmáli áfram.
Charles sagði ekkert. Hann þorði ekki að
treysta tungunni. Hann var þegar búinn að
fara töluvert rækilega í gegnum skjöl frú Hart-
er, nægilega vel til að vera viss um að þar
væri engin erfðaskrá. Eftir fáein andartök sagði
hann það, þegar hann hafði endurheimt sjálfs-
stjórnina. Honum fannst sjálfum rödd sín
óraunveruleg og hann hafði það á tilfinning-
unni að kalt vatn seytlaði niður bakið á honum.
„Er einhver búinn að fara yfir persónulegar
eigurhennar?" spurði lögfræðingurinn.
Charles svaraði að þernan hennar, hún Eliza-
beth, hefði gert það. Hopkinson lagði til að
sent væri eftir Elizabeth. Hún kom strax, þung-
búin en keik, og svaraði spurningunum sem
fyrir hana voru lagðar.
Hún hafði farið yfir föt húsmóður sinnar og
persónulegar eigur. Hún var alveg viss um að
engin lagaleg plögg á borð við erfðaskrá hefðu
verið þar á meðal. Hún vissi hvernig erfðaskrá
leit út - veslings húsmóðir hennar hafði haldið
á henni sama morgun og hún dó.
„Ertu viss um það?“ spurði lögfræðingurinn
hvasst.
„Já, herra minn. Hún sagði mér það. Og hún
lét mig taka við fimmtíu pundum í seðlum.
Erfðaskráin var í löngu, bláu umslagi.“
„Það er alveg rétt,“ sagði Hopkinson.
„Nú, þegar ég fer að hugsa um það,“ hélt
Elizabeth áfram, „lá sama bláa umslagið á
borðinu þarna morguninn eftir - en það var
tómt. Eg lagði það á skrifborðið.“
„Ég man eftir að hafa séð það þar,“ sagði
Charles.
Hann stóð upp og gekk að skrifborðinu. Eftir
fáein andartök sneri hann sér við með umslag
í hendinni og rétti Hopkinson það. Sá síðar-
nefndi skoðaði það og kinkaði kolli.
„Þetta er umslagið sem ég setti erfðaskrána
í síðasta þriðjudag."
Báðir mennirnir litu hvasst á Elizabeth.
„Var það eitthvað fleira, herrar mínir?“
spurði hún auðmjúk.
„Ekki þessa stundina, þakka þér fyrir.“
Elizabeth gekk til dyra.
„Andartak," sagði lögfræðingurinn. „Var
eldur í arninum þetta kvöld?”
„Já, herra, það er alltaf eldur þar.“
Elizabeth fór út. Charles hallaði sér fram,
hvíldi skjálfandi hönd á borðinu.
„Hvað heldurðu? Hvað ertu að gefa í skyn?“
Hopkinson hristi höfuðið.
„Við verðum að vona áfram að erfðaskráin
komi í ljós. Ef ekki..
„Jæja, hvað ef hún gerir það ekki?“
„Ég er hræddur um að það sé aðeins hægt
að draga eina ályktun. Frænka þín sendi eftir
erfðaskránni til að eyðileggja hana. Hún vildi
ekki að Elizabeth tapaði á því svo að hún lét
hana hafa sinn skerf í reiðufé."
„En af hverju?“ hrópaði Charles tryllings-
lega. „Afhverju?"
Hopkinson hóstaði, þurrum hósta.
„Þú hefur ekki - hm - lent í deilu við frænku
þína, Ridgeway?" tautaði hann.
Charles saup hveljur.
„Nei, alls ekki,“ hrópaði hann heitur. „Sam-
Loksins eru
UNO-spilin
komin.
Verö kr. 425,-
Sendum í póstkröfu.
Hiá Magna
Laugavegi15
Símt23011
Opið
laugardaga 9—12
komulag okkar var einlægt og ástúðlegt alveg
til hins síðasta."
„Ah!“ sagði Hopkinson og leit ekki á hann.
Charles brá í brún er það rann upp fyrir
honum að lögfræðingurinn trúði honum ekki.
Hver gat vitað hvað þessi uppþornaði kurfur
hafði heyrt. Orðrómur um athæfi Charles gat
hafa borist honum til eyrna. Hvað var eðlilegra
en að hann byggist við að orðrómur af svipuðu
tagi hefði borist til frú Harter og að komið
hefði til orðasennu milli frænkunnar og Charles
afþví tilefni?
En því var ekki þannig varið! Charles upp-
lifði eitt beiskasta andartak á ævi sinni. Lygum
hans hafði verið trúað. Nú, þegar hann sagði
sannleikann, var honum ekki trúað. Hvílík
kaldhæðni!
Auðvitað hafði frænka hans ekki brennt
erfðaskrána! Auðvitað!
Allt í einu staldraði hann við í huganum.
Hvaða mynd var þetta sem reis fyrir augum
hans? Gömul kona með aðra hönd á hjarta ...
eitthvað féll... blað ... sem datt í rauðglóandi
arininn...
Charles varð blóðrauður í framan. Hann
heyrði hása rödd - sína rödd - spyrja:
„Ef erfðaskráin fmnst ekki... ?“
„Það er til gömul erfðaskrá frú Harter, dag-
sett í september 1920. í henni arfleiðir frú
Harter frænku sína, Miriam Harter, nú Miriam
Robinson, að öllu.“
Hvað var gamla fíflið að segja? Miriam?
Miriam með leiðinlega manninn og vælandi
krakkaormana fjóra? Öll kænska hans - fyrir
Miriam!
Síminn hringdi hvellt við olnboga hans.
Hann tók upp tólið. Þetta var rödd læknisíns,
hressileg og góðleg.
„Ert þetta þú, Ridgeway? Hélt að þú vildir
vita það. Það er komin niðurstaða úr krufning-
unni. Dánarorsökin er sú sem ég hélt. En raun-
ar var hjartveikin meiri en mig grunaði meðan
hún var á lífi. Með ýtrustu varkárni hefði hún
ekki getað lifað lengur en í hæsta lagi tvo
mánuði. Hélt að þú vildir vita það. Það gæti
huggað þig að einhverju leyti."
„Afsakaðu," sagði Charles, „viltu vera svo
vænn að segja þetta aftur?“
„Hún hefði ekki getað lifað lengur en tvo
mánuði,“ sagði læknirinn heldur hærra. Þetta
kemur allt út á besta veg, kæri vinur ..
En Charles var búinn að skella á. Hann tók
eftir að lögfræðingurinn talaði til hans eins og
úr mikillifjarlægð.
„Drottinn minn, Ridgeway, ertu veikur?"
Fjárinn hafi þau öll! Sjálfumglaða lögfræð-
inginn! Þann baneitraða asna, Meynell! Það
var engin von framundan - bara skugginn af
fangelsisveggnum...
Honum fannst einhver hafa verið að leika
sér að honum - leika sér að honum eins og
köttur að mús. Einhver hlaut að vera að
hlæja...
56 Vikan9. tbl.