Vikan


Vikan - 29.05.1986, Page 20

Vikan - 29.05.1986, Page 20
) UMSJÚN: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR 1 'A bolli hveiti l'A bolli sykur /2 bolli kakó 1 'A tsk. matarsóti 1 tsk. salt 2A bolli smjörlíki 1 bolli súrmjólk 1 tsk. vanilla 2 egg Ofninn hitaður í 175°. Tvö kringlótt köku- form smurð. Þurrefnin sigtuð saman. Smjörlík- ið bitað út í, síðan er mjólk og vanilla sett í. Hrært vel saman. Eggjunum bætt í og þeytt vel. Sett í formin og bakað í 30-40 mínútur. Kökurnar kældar í 10-15 mínútur áður en þær eru teknar út formunum. BOLLUKREM 2 eggjahvítur II/2 bolli sykur 'A bolli vatn 2 tsk. ljóst síróp 1 tsk. vanilla salt Pottur er hálffylltur af vatni sem látið .er sjóða. í skál, sem passar ofan á pottinn, er allt sett nema vanilla. Þeytt í um það bil 1 mínútu eða þar til allt er vel blandað. Síðan er skálin sett yfir pottinn með sjóðandi vatninu. Blandan þeytt áfram á mesta hraða i 7 mínútur eða þar til kremið myndar stífan topp þegar þeytarinn er ijarlægður. Gætið þess að kremið, sem er í köntunum, blandist vel með. Skálin tekin af pottinum og vanillu bætt i og þeytt áfram þar til kremið er hæfilega þykkt til að smyrja með. Það tekur 1-2 mínútur. SÚKKULAÐIHJÚPUR 100 g suðusúkkulaði 2 tsk. smjör Súkkulaði og smjör brætt yfir vatnsbaði og hrært stöðugt í á meðan. Þegar það er bráðið er súkkulaðiblandan sett yfir hvíta kremið með teskeið hér og þar og blandað með því að draga hníf yfir þannig að marmaramupstur myndast. Að lokum var kakan skreytt með Hershey’s súkkulaðikossum, svona til að setja sætan punkt yfir i-ið. 20 VIKAN 22 TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.