Vikan

Tölublað

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 4

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 4
ví er stundum haldið fram að ilmur sé persónubundinn, margar konur geti borið á sig sama ilmvatnið og engar tvær lykti eins eftir á. En hvað um það, öll viljum við ilma vel og vera vel snyrt. Ilmvötn og snyrtivörur eru hluti af daglegu lífi flestra kvenna - og karla - í dag og því er ekki úr vegi að líta dálítið nánar á sögu þessara mjög svo nauð- synlegu og, að því er okkur nútímafólki fmnst, sjálfsögðu hluta. Ilmur, smyrsl og farði hafa fylgt mannin- um frá ómunatíð. Allt frá upphafi tengdust ilmefni trúarathöfnum og tilbeiðslu manns- ins og í Austurlöndum, þar sem prestar brenndu reykelsi og mirru við trúarathafnir, voru þau meðal annars notuð sem fórnar- gjafir. Frá Austurlöndum bárust ilm- og kryddjurtir fyrst til Grikklands og þaðan til Ítalíu og meginlands Evrópu. Þegar vitring- arnir þrír leituðu Jesúbamsins, hins ný- fædda konungs, fluttu þeir með sér þær gjafir sem hæfa þóttu konungi, gull, reykelsi og mirru. Grikkir notuðu sér lækningamátt jurt- anna en þeir notuðu einnig ilmefnin, sem úr þeim fengust, til að bera á líkamann. En notkun ilmvatns eða ilmsmyrsla, eins og við þekkjum hana, getum við rakið aftur til róm- versku keisaranna enda er orðið „parfume", sem er hið alþjóðlega orð fyrir ilmvatn, kom- ið úr latínu og þýðir „í gegnum reyk“. Stærstu þáttaskilin í sögu ilmvatnsins urðu þegar arabar fundu upp eimingaraðferðina sem enn þann dag í dag er notuð til að vinna ilmefni úr blómum. Önnur þáttaskil urðu þegar krossfarar miðaldanna tóku að streyma heim frá landinu helga og Austur- löndum nær og fluttu með sér nýja menning- arstrauma og siði. Eitt af því sem þeir fluttu með sér voru krydd- og ilmjurtir og sú menn- ing sem um árþúsundir hafði myndast um notkun þeirra. Feneyjar og Flórens urðu höfuðborgir verslunarinnar við Austurlönd og uppistaðan í þeirri verslun var munaðar- vara á borð við silki, krydd og ilmefni. Notkun þessarar munaðarvöru var að sjálf- sögðu einungis á færi aðalsins í löndum Evrópu. Þegar á sautjándu öld hafði Frakk- land tekið þann sess sem það skipar enn í dag sem höfuðvígi ilmvatnsframleiðslunnar. í byrjun átjándu aldar kom Jean Marie Far- ian fram með hið fræga kölnarvatn eða „Eau de Cologne" og í lok þeirrar aldar var Grasse-hérað í Frakklandi orðið heimahérað ilmvatnsins og er það enn í dag. Nöfn eins og til dæmis Guerlain, sem enn í dag eru sveipuð frægðarljóma, voru komin fram á sjónarsviðið þegar um aldamótin 1800. Þriðju og ef til vill stærstu þáttaskilin í framleiðslu ilmvatnsins urðu þó á fyrstu áratugum þessarar aldar þegar efnafræðing- um tókst að framleiða á rannsóknarstofum þau kemísku efni sem áður þurfti að sækja til náttúrunnar. Þar með var ilmvatn og snyrtivörur orðið að verslunarvöru sem al- menningur átti aðgang að. Þar með var líka vakinn áhugi tískuhúsanna. Arið 1925 kom Coco Chanel fram með sitt fræga Chanel no. 5. Nafn sitt fékk ilmvatnið vegna þess að það var í flösku númer fimm af mörgum pruf- um sem Coco Chanel þurfti að velja á milli. I dag hafa flestöll hinna stóru tískuhúsa í heiminum sett sínar eigin línur í ilmvötnum og snyrtivörum á markaðinn. Nægir þar að nefna nöfn eins og Yves St. Laurent, Dior, Nina Ricci, Paco Rabanne, Pierre Cardin og svo framvegis. En það var ekki einungis ilmvatnið sem varð almenn verslunarvara. Hið sama gilti um snyrtivörur almennt. Frumkvöðlarnir í þeirri grein, eins og Helena Rubinstein og Elizabeth Arden, eru enn í dag meðal þeirra stærstu og virtustu í heimi snyrtivaranna. Eins og Coco Chanel hefur verið nefnd drottning tískunnar og skapari hins fræga Chanel no. 5 má með sanni segja að Helena Rubinstein sé hin ókrýnda drottning snyrti- varanna. Hún hóf að byggja upp veldi sitt í byrjun þessarar aldar og sjálf segir hún frá því í endurminningum sínum hvernig móðir hennar var vön að koma inn til hennar og systur hennar þegar þær voru háttaðar á kvöldin og bera smyrsl á andlit þeirra og hendur. „Þetta gerir ykkur fallegar þegar þið verðið stórar," á hún að hafa sagt við dætur sínar. Smyrslin hafði hún fengið frá móður sinni og höfðu þau gengið frá móður til dóttur í marga ættliði. Helena fór korn- ung að heiman, staðráðin í að brjótast áfram. í veganesti hafði hún eina krukku af smyrsl- unum góðu, sem svo urðu grundvöllurinn að því stórveldi sem hún byggði upp. Það voru konur eins og Helena Rubin- stein og Elizabeth Arden sem gerðu snyrti- vörur að markaðsvöru og sameign allra kvenna. I dag er úrvalið á markaðnum slíkt að oft er vandkvæðum bundið að velja. Á hverju ári setja stóru framleiðendurnir fram nýjungar í lykt og litum. Við hér á Vikunni brugðum okkur í nokkrar snyrtivöruversl- anir og kynntum okkur Joað nýjasta í ilmvötnum og snyrtivörum. Árangurinn sjá- ið þið hér á næstu síðum. Snyrtivöruverslunin Hygea. Austur- stræti 16 (fíeykjavíkurapótek). er líklega elsta snyrtivöruverslun I fíeykjavík. Verslunin hefurfrá upp- hafi sérhæft sig I vörum frá Helena fíubenstein. Snyrtivörurnar á mynd- inni hérað ofan eru fengnar þar. Nýja ilmvatnið frá Helenu fíubinstein heitir Barynia og kom á markaðinn í vetur. Nýja sumarlínan Isnyrtivörun- um heitir Gallerie. Litirniríaugn- skuggunum og naglalakkinu eru annars vegar rautt út I bleiktog hins vegar Ijósappelsínurautt úti brons.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.