Vikan

Tölublað

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 12

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 12
Fyrir skömmu var fjallað hér í blaðinu nokkuð um hnefaleika hér á landi og endalok þeirra. Er ekki úr vegi að fara nokkrum orðum um upphaf þessarar íþróttar á íslandi. Hnefaleikar hafa verið stundaðir í einhverri mynd í heiminum í árþúsundir. Fundist hafa úthöggnar myndir af hnefaleikamönnum á Krit og eru þær taldar 3500-4000 ára gamlar. Heim- ildir um hnefaleika í þeirri mynd sem nútíma- menn þekkja þá eru frá 1681 í Englandi og þaðan barst íþróttin til Bandaríkjanna og um heim allan. Saga hnefaleika á íslandi varð ekki löng því eins og kunnugt er voru hnefaleikar bannaðir hérlendis árið 1956. En fyrsti vísir að íþróttinni á íslandi var sá að Vilhelm Jackobson hraðrit- ari kynntist hnefaleikum í Danmörku á fyrri stríðsárunum. Hann kom heim til íslands 1916 og tók þegar að veita ungum mönnum tilsögn í íþróttinni í leikfimisal Landakotsskóla. Sú kennsla stóð þó aðeins í einn vetur en árið eft- ir héldu nokkrir af nemendum Vilhelms áfram æfingum undir forystu Eiríks Bech. Eiríkur fór til Danmerkur 1918 og æfði hnefaleika með íþróttafélögum í Kaupmannahöfn. Arið eftir kom hann aftur heim og kenndi skátum og KR-ingum um skeið. Um 1923-24 lögðust æfing- ar af og áhuginn datt niður um hríð. Árið 1926 lifnar aftur yfir hnefaleikunum. Þá kom til landsins Færeyingurinn Peter Wige- lund skipasmíðameistari. Wigelund er fæddur árið 1899. Hann lærði skipasmíðar í Danmörku og æfði þar og keppti í hnefaleikum. Árið 1920 vann hann Norðurlandamót í léttþungavigt og hefði tekið þátt í ólympíuleikunum í Antwerpen það ár ef hann hefði ekki veikst. Peter Wigelund var kennari hjá Armanni, en Ármenningar voru mjög atkvæðamiklir í hnefaleikum alla tíð. Fyrsta hnefaleikasýning, sem haldin var hér á landi, var á vegum Ár- manns í Iðnó árið 1926. Þar sýndu Peter Wigelund, Sveinn G. Sveinsson, Ólafur Pálsson og Lárus Jónsson. Tæpu hálfu ári síðar héldu KR-ingar sína fyrstu hnefaleikasýningu í Iðnó. Síðan voru haldnar fleiri sýningar á vegum Ármanns og fyrsta hnefaleikamótið var haldið á vegum þess félags 1928. Keppt var í fimm þyngdarflokkum sem kallaðir voru dvergþyngd, hvatþyngd, veltiþyngd, meðalþyngd og garps- þyngd. Ahugi almennings á þessum sýningum og mótum var mjög mikill og alltaf húsfyllir. Iþróttin var þó nokkuð gagnrýnd þar sem ein- hverjum þóttu hnefaleikarnir líkari slagsmál- um en íþrótt. Hnefaleikamenn og áhugamenn um íþróttina hérlendis hafa ávallt svarað þess- ari gagnrýni með því að benda á að íþróttin sé stunduð eftir stífum reglum og jafnvígir vel þjálfaðir keppendur geti ekki skaðast af hnefa- leikum neitt frekar en í öðrum íþróttum þar sem óhöpp geta orðið. Gamlir hnefaleikakappar benda og á að þau átök, sem sjást í Rocky- myndunum í nafni hnefaleika, eigi lítið skylt við þá íþrótt eins og hún sé iðkuð af þeim sem kunna og stunda hana af alvöru. Peter Wigelund telst ótvírætt helsti upp- hafsmaður hnefaleika á Islandi. Hann kenndi þeim Ármenningum íþróttina sem síðar tóku við kennslu og þjálfun og var hvatamaður þess að fyrsta mótið var haldið. Árið 1930 fluttist Peter Wigelund til Keflavíkur og vann þar við bátasmíði. Var þá enginn til að taka við kennsl- unni af honum hjá Ármanni og hnefaleikar lögðust af um tíma. Keppni og sýningar höfðu þó vakið það mikinn áhuga á íþróttinni að þó æfingar legðust niður um hríð kom að því að ÍSÍ tók hnefaleika á stefnuskrá sína. Það var 1933. Kjartan Þorvarðarson, sem síðar varð forstjóri Sundhallarinnar, þýddi hnefaleika- reglur alþjóðasambandsins 1934. Upp úr því hófust æfingar aftur hjá Ánnanni. Þar kenndi norskur kennari, Rögnvald Kjellevold, klæð- skeri hjá Álafossi. Um þetta leyti var áhuginn á hnefaleikum orðinn mjög mikill. Keppt var og æft í öllum þyngdarflokkum og áhorfendur létu sig ekki vanta á sýningar eða þegar keppni var. Fyrsta íslandsmeistaramótið var haldið 1936 á upphækkuðum palli á Melavellinum. Keppendur voru 12, frá Ármanni, KR og einn frá Fram. Eftir þetta fyrsta mót má segja að aðeins hafi dofnað yfir hnefaleikunum um skeið en telja má að þriðja gróskutímabilidð hafi hafist um 1939 og staðið þar til íþróttin var bönnuð með lögum frá Alþingi 1956. Margir góðir hnefaleikamenn komu við sögu og of langt mál að telja þá alla upp. Oft var fjörugt í íþróttahús- inu Hálogalandi og jafnan fjölmennt. Helsti kennari Ármenninga var Guðmundur Arason. Þorsteinn Gíslason kenndi hjá KR og síðan hjá ÍR og var auk þess með eigin hnefaleikaskóla. Peter Wigelund var ósjaldan dómari og hring- dómari en árið 1945 voru 15 hnefaleikadómarar löggiltir þannig að sjá má að mikið hefur verið um að vera í íþróttinni. Stundum var keppt við liðsmenn úr breska og siðar bandaríska setulið- inu og öðru hverju komu hingað kunnir erlendir hnefaleikakappar og kepptu við íslend- inga. Þegar hnefaleikar voru bannaðir 1956 kom það illa við marga góða íþróttamenn. En þeir voru ekki spurðir álits og eftir það urðu Islend- ingar að láta sér nægja að fylgjast með íþrótt- inni utan úr heimi. 12 VIKAN 23. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.