Vikan

Tölublað

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 22

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 22
UMSJÓN: HILMAR KARLSSON OOSKAHS- VERÐLAUM ISLENSKUR TEXTI >hn Book. Það hefði mátt telja örugga fjárfestingu að fá Dudley Moore og Eddie Murphy saman í kvikmynd. Og undir eðlilegum kringumstæðum ætti sú formúla að stand- ast. Þrátt fyrir þetta örugga dæmi er Best Defence misheppnuð gamanmynd sem aðalleikaramir vilja sjálfsagt gleyma sem fyrst. Dudley Moore leikur misheppnaðan eðlisfræðing sem vinnur að því að hanna hinn fullkomna skriðdreka. Honum er í raun nákvæmlega sama hvort tekst að fullgera hann eða ekki. Aftur á móti kemst hann óvænt yfir formúlu sem virðist leysa öll vandamálin. Allir samstarfsmennirnir halda að hann hafi af snilld sinni sjálfur fundið upp formúluna og Dudley karlinn er ekkert að fiýta sér að leiðrétta þennan misskilning. Hann hefur nefnilega haft áhuga á íturvaxinni samstarfskonu sinni sem hingað til hefur ekki virt hann við- lits. Nú breytist viðmót hennar heldur betur svo Dudley á fullt í fángi með að verjast. Upp komast svik um síðir en Dudley karlinn á samt dálítið í pokahorninu sem á eftir að koma á óvart. Inn í þennan söguþráð fiéttast svo atriði þar sem þessi fullkomni skriðdreki er prófaður í fyrsta skipti fyrir alvöru. Og þar sem stjórn skriðdrekans er í höndum Eddie Murphy fer allt úrskeiðis eins og við er að búast. Helsti galli Best Defence er að hand- ritið er að mestu leyti laust við að vera fyndið og ærslin í aðalleikurunum tveimur bæta lítið. Úr verður kvikmynd þar sem allt er reynt til að fá áhorfandann til að hlæja, en í besta falli brosir hann út í ann- að. OFURHUGAR HÁLOFTANNA ★★ THE AVIATOR Lcikstjóri: George Miller. Aðalleikarar: Christopher Recve, Rosanna Arquette og Jack Warden. Sýningartími 93 min. Christopher Reeve hefur hvað eftir annað reynt að losna við Superman- imyndina. Hefur hann leikið ungan rit- höfund, prest sem verður kardínáli og núna siðast flugmann úr fyrri heimsstyrj- öldinni í The Aviator. Þar leikur hann Edgar Ascompe sem sér ásamt félaga sin- um um póstflug. Þetta gerist fyrir daga farþegafiutninganna og er hann því lítt hrifinn þegar honum er skipað að taka einn farþega með sér. Farþeginn kallar sig Tillie og er sautján ára dóttir stærsta eig- anda fyrirtækisins sem hann vinnur hjá. Samband þeirra er mjög stirt til að byrja með. Vegna mistaka missir vélin olíu yfir háum Ijallgarði og þau verða að nauðlenda. Bæði sleppa heil á húfi cn kenna hvort öðru um óhappið í byrjun. í raun telur Edgar sig vera óheillamann i fiuginu því þctta er ekki í fyrsta sinn sem hann þarf að nauðlenda. Þetta gerist um vetur og það er ekki aðeins kuldinn sem sækir að jveim. Hungr- aðir úlfar eru á næstu grösum og ná þeir að særa Edgar alvarlega. Edgar og Tillie eru nú farin að meta hvort annað og Tillie viðurkennir meira að segja að hún sé orðin ástfangin af honum. Eftir mikla hrakninga ná þau loks til byggða og er bjargað. Leikstjóri The Aviator er Ástralíumað- urinn George Miller sem á að baki hina ágætu mynd The Man from Snowy River, mynd sem magnaðar náttúrulífssenur gera að stórvirki. Það eru því mikil vonbrigði hversu allar náttúrulífssenur eru kauðaleg- ar í The Aviator þegar haft er í huga hver leikstjórinn er. Aðalleikararnir bæta ekki ástandið. Christopher Reeve og Rosanna Arquette eru lítt sannfærandi. Þó er hægt að mæla með myndinni við þá sem vilja sjá gamaldags rómantik og er myndin þrátt fyrir ýmsa galla aldrei leiðinleg. ERFIÐ LÍFSBARÁTTA ★★★ PLACES IN THE HEART Leikstjóri: Robert Benton. Aðallcikarar: Sally Field, Ed Harris, Danny Glovcr og Lindsay Crouse. Sýningartimi: 109 min. í fyrra hlaut Sally Field óskarsverðlaun i annað skiptið, að þessu sinni fyrir leik sinn í Places in the Heart. Er hún vel að þcint verðlaunum komin. Hún sýnir góð- an leik í myndinni, leik sem er langt frá því að vera yfirborðskenndur heldur sýnir hún okkur á nærfærinn hátt konu sem stendur á tímamótum í lífi sínu. Þegar eiginmaður Ednu Spalding, sem er lögreglustjóri í smábæ í Texas, er drep- inn verður Edna að horfast í augu við þá staðreynd að hún verður að sjá fyrir sér og börnum sínum. Hún er í byrjun alveg hjálparvana, kann ekki einu sinni að fylla út ávísun. Eljótlega er henni tilkynnt að hún skuldi mikla Ijárupphæð í húsinu sinu og best sé fyrir hana að selja. Negri einn, sem hefur viðdvöl hjá henni, segir henni að jörð hennar henti vel fyrir bómullarræktun. Negrinn hverfur á braut cn kemur aftur i fylgd lögreglu. Hann hafði sem sagt rænt Ednu. Hún segir hann saklausan og ræður hann í vinnu við að rækta bómull. Einnig tekur hún leigjanda, ungan mann sem er blind- ur. Þetta er svo sannarlcga skrýtinn hópur, en saman tekst þeim að komst yfir margs konar crfiðleika sem verða á vegi þeirra. Takmarkið er að verða fyrst til að tína bómullina og fá fyrir það verðlaun sem gætu bjargað Ednu frá að selja hús sitt. Places in the Heart er vel gerð kvik- mynd sem lýsir á raunsæjan hátt lífi smábænda á kreppuárunum í Bandaríkj- unum. Óveðursatriði er þar vcl gcrt og áhrifamikið. Áður hcfur verið minnst á leik Sally Field. Ekki er hægt að yfirgefa myndina án þess að minnast á leik John Malkovivich í hlutverki blinda mannsins. Þessi ungi leikari, sem vakið hefur mikla athygli undanfarið, er sérlega sannfærandi og sýnir mikinn tilfinningahita í leik sin- um. GÓÐIR GAMANLEIKARAR I MISLUKKAÐRI MYND ★ BEST DEFENCE Leikstjóri: Williard Huyck. Aðalleikarar: Dudley Moore, Eddie Murp- hy og Kate Capshaw. Sýningartími: 93 mín. ^TheAvíator^a Ihlrd Arttsts fo-s « MAÆ NDJFHD rmsro, *-■■■■• suns, CHRUTOPHER REEVE • ROWNÍtt ARQUfTTE • JACK VrARDEÁ • TYNE MLY "THF. AVUTOR" «. * D0MLN1C FROfíTlERE w, t, MARC NORMAN iKHniihiti ERNE5T GANN * MAŒ NEUFELD THOMAS H. BROOX tiMM t, CEORGE MIU£R GERAST EKKI BETRI ★★★★ VITNIÐ (WITNESS) Lcikstjóri: Peter Weir. Aðalleikarar: Harrison Ford, Kelly McGilIis og Alexander Goudunov. Sýningartími: 108 mín. Vitnið er sakamálamynd um leið og hún lýsir einhverju sérkennilegasta fólki sem byggir Bandaríkin, Amish-fólkinu, sem býr í hópumn, oft nálægt stórborgum, en lifir samt einangruðu lífi sem ekki hef- ur tekið breytingum frá því það kom til Vesturheims fyrir um það bil tvö hundruð árum. Söguþráðurinn er á þá leið að ung ekkja úr Amish-trúflokknum fer með son sinn í ferðalag. Á salemi á járnbrautarstöð verður drengurinn vitni að morði. I ljós kemur að það er lögreglumaður sem myrt- ur hefur verið. Rannsókn málsins er í höndum John Book (Harrison Ford). Fljótt kemur í ljós að Book er í jafn- mikilli hættu fyrir morðingjunum og drengurinn sem er vitnið. Book tekur það til bragðs að flýja stór- borgina og leita á náðir Amish-fólksins meðan hann er að ná sér eftir skotsár er hann hlaut. Hann kynnist venjum og sið- um hins sérstaka trúflokks og þrátt fyrir undrun sína hrífst hann af hinu einfalda lífi sem fólkið lifir. Lögreglumaðurinn og móðir drengsins hrífast hvort af öðru. Verður það til þess að tortryggni Amish- fólksins gagnvart honum vex. Morðingj- arnir eru ekki á því að láta Book né drenginn sleppa og uppgjör er óhjákvæmi- legt í lokin. Peter Weir og handritshöfundum hefur sannarlega tekist að skapa hér stórbrotna kvikmynd. Morðið, sem allt gengur út á í byrjun, verður að aukaatriði þegar kom- ið er út í sveitina. Lausnin á morðinu er komin fljótlega og spurningin er hvenær morðingjunum tekst að hafa uppi á vitn- inu. Lögð er áhersla á að koma til skila hinu sérstaka andrúmslofti sem skapast meðal fólks sem lifir samkvæmt venjum frá sextándu öld og eru gjörólíkar þeim lífsvenjum sem viðgangast nú til dags. Harrison Ford hefur, þrátt fyrir að hann sé einhver eftirsóttasti leikarinn í dag, ekki fengið að sýna hvað í honum býr. Allar hans helstu myndir hafa verið hasarmyndir, þar sem tækniundur kvik- myndanna hafa nýst betur en leikhæfileik- ar. Hann sýnir hér næman og vandaðan leik og tvímælalaust hefur Vitnið aukið álit manna á honum. When man first took to the skies, íí anewkindofhero t wasbom.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.