Vikan

Tölublað

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 37

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 37
lage. Hann spilaði á gítar og munnhörpu, gamla mótmælasöngva sem Gurthie og Pete Seeger höfðu gert fræga, en einnig eigin lög. Þegar fyrsta plata Dylans kom út, LP-platan BOB DYLAN, 1962, voru á henni tvö lög eftir hann sjálfan, Song for Woody og Talkin’ New York. Arið eftir kom sú plata út sem markar tíma- mót á ferli Dylans, FREEWEELIN’ BOB DYLAN. Á henni var lagið sem enn er talið vinsælast allra hans laga, Blowin’ in the wind. Þessi plata hitti amerískan æskulýð í hjarta- stað og ekki leið á löngu þar til Dylan var orðinn umtalaður á Islandi líka, samnefnari tíma sem í vændum voru. Hann var dubbaður upp í goð og var ásamt Joan Baez, sem brátt er væntanleg til Islands, framvörður mót- mælasöngva og baráttugleði í tíu ár. SVIPTÓTTUR FERILL - FRÆGÐ OG FRAMI Það var á mikilli útihátíð í Newport í Banda- ríkjunum í júlí 1963 að Dylan sló í gegn. Hann söng þar í hópi með Pete Seeger og Joan Baez og kom síðan fram á tónleikum með þeirri síðar- nefndu það sem eftir lifði sumars. Það sem einkum þótti kostur Dylans var textagerð hans. Hann var naskur á að finna rétta tóninn á réttum tíma og þó hann verði seint talinn til stórsöngvara á borð við Pava- rotti hafa þúsundir um allan heim stælt söngstíl hans í meira en tuttugu ár, meðvitað og ómeð- vitað. Yfirleitt er platan BLONDE ON BLONDE, sem út kom 1966, talin marka há- punkt ferils Dylans. Sjálfum fmnst honum HIGHWAY 61REVISITED betri. En 1966 varð örlagaár Dylans í fleiri en ein- um skilningi. 29. júlí það ár hálsbrotnaði hann í mótorhjólaslysi og ferillinn framundan var tvísýnn. Þegar Dylan fór aftur að syngja var allt ger- breytt, nýr tónn, gerólíkur þeim fyrri. Hann naut fyrri virðingar en flestir eru á einu máli um að hann háfi þá átt bestu árin að baki. Hann reyndi fyrir sér í kúrekastíl og eitt af þeim lögum, sem náðu vinsældum í þeim dúr, var John Wesley Harding. Samstarf hans við hljómsveitina THE BAND var á margan hátt heilladrjúgt en hún varð jafnvinsæl Dylan- laus og í samstarfi við hann. Hann gerðist ákaflega kristinn um hríð og það tímabil í lífi hans hef- ur verið umdeilt. En frægðina varðveitti hann fyrst og fremst út á fyrri verk og þau eru það sem eftar lifir ferils hans nú. Fáir telja að hann eigi eftir að koma með krafti aftur á sjónarsvið- ið þó hann væri talinn í fullu fjöri er hann sýndi á sér lífsmark fyrir liðlega ári. Ýmis hlið- arspor á ferli Dylans eru nú gleymd, svo sem bókin hans, TARANTULA, sem fékk háðulega útreið og smávegis af lofi er hún kom út 1966. Bókin er sundurlaus og fráhrindandi lesning, full af frösum og nöfnum: „Prince hamlet - he’s somewhere on the totem pole - he hums a shallow tune ’oh killing me by the grave’ - aretha - lady godiva of the migrants - she sings too,“ segir á blaðsíðu 122 í útgáfu frá 1972 á þessu umdeilda verki og dæmi hver fyrir sig. Dylan-dillan er kannski um garð gengin en áhrifa hennar gætir enn. Sumir hættu að hlusta á tónlist hvort eð var 1966 og halda að ekkert hafi gerst síðan. En enn í dag er verið að kenna menn við Dylan ef þeir hafa ráma og veikburða rödd, það segir kannski svolítið um áhrif fall- innar stórstjörnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.