Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 20
- í Bandaríkjunum hefur enginn sýkst af
eyðni á annan hátt en áður er lýst, það er við
samfarir eða með blóði.
Fylgst hefur verið vandlega með 14 þúsund
sjúklingum og allar upplýsingar skráðar.
HTLV-3 veiran (eyðniveiran) er afar viðkvæm.
Talið er að hún drepist innan örfárra mínútna
utan líkamans. Hún drepst í klórvatni. Getnað-
arvarnahlaup og froður, sem innihalda nonox-
ynol-8, drepa hana tafarlaust, að sögn Mathilde
Krim sem er einn helsti sérfræðingur um veiru-
lyf í heiminum. Allar venjulegar sótthreinsun-
araðferðir drepa veiruna. I hjúkrunarfólki og
öðrum starfsmönnum í heilbrigðiskerfinu, sem
hafa stungið sig grunnt með sprautunálum úr
eyðnisjúklingum og meira að segja hellt lausn,
sem innihélt eyðniveiruna, í opið sár, hefur
aðeins mælst mótefni í blóði örfárra og enginn
þeirra hefur veikst.
Enginn ættingi eyðnisjúklings eða aðstand-
andi, sem ekki hefur haft kynmök við hann eða
notað sömu sprautunál og hann, hefur fengið
eyðni eða myndað mótefni gegn HTLV-3 veir-
unni svo vitað sé. Það sama gildir um fóstur-
mæður sem annast sjúk börn svo og foreldra
þeirra barna sem smitast hafa við blóðgjöf.
Stöku fregnir um að einhver starfsmaður
heilbrigðisstofnana hafi sýkst af eyðni í starfi
hafa ávallt reynst úr lausu lofti gripnar. Við-
komandi hefur annaðhvort alls ekki verið
smitaður eða tilheyrt einhverjum áðurnefndra
áhættuhópa.
Veiran hefur fundist í örlitlum mæli í munn-
vatni. Æsifregnir blaðanna um að leikkonan
Linda Evans eigi að hafa fyllst skelfingu við
tilhugsunina um að hafa kysst Rock Hudson í
Dynasty-þætti eiga ekki við nein rök að styðj-
ast. Að sögn dr. Krim þarf fjöldi eyðniveiranna
í líkamsvessum að vera miklu meiri en mælst
hefur í munnvatni til að smita, en þannig er
það í blóði og sæði.
- Eyðni er veirusýking á háu stigi. Veiran
hefur þegar fundist og verið einangruð.
Veiran ræðst á þær frumur líkamans sem
setja ónæmiskerfið í gang þegar óvelkomnar
frumur ráðast inn í líkamann. Smám saman
drepur veiran allar þessar varnarfrumur og
sjúklingurinn verður mjög næmur fyrir hvers
kyns sjúkdómum sem áður hefðu ekki hrinið á
honum. Talið er að veiran ráðist einnig inn í
aðrar frumur líkamans og því sé skammstöfun-
in AIDS, sem þýðir áunnin ónæmistæring,
ónákvæm og betra væri að kalla sjúkdóminn
HTLV-3 veirusýkingu.
Læknar á rannsóknarstofu í New York hafa
komist að þvi að í sumum eyðnisjúklingum
virðist veiran ráðast beint á heilafrumur líkt
og í altzheimersjúklingum, þó ekki sömu frum-
ur og einkennin eru ekki alveg þau sömu.
Vísindamenn hafa nú einnig áhyggjur af ein-
kennum sem geta komið fram hjá smituðum
þó lömun ónæmiskerfisins eigi sér ekki stað.
Það eru einkum bólgnir eitlar í nára, hálsi og
handarkrikum, óvænt þyngdartap, ofþreyta,
hvítir blettir í munni og á tungu. Þessi ein-
kenni gætu verið vísbending. Sumir sem hafa
þessi einkenni fá síðar eyðni en aðrir ekki.
Þessi einkenni ein og sér eru ekki banvæn en
sá sem þau hefur getur smitað aðra. Talið er
að sjúklingar, sem hafa þessi einkenni án þess
að hafa eyðni á háu stigi, geti smitað enn frek-
ar en sjúklingur með eyðni á hæsta stigi þar
sem mun meira af eyðniveirum sé í blóði þeirra
fyrmefndu. Talið er að á milli 100 og 500 þús-
und manns í Bandaríkjunum séu með þessi
einkenni.
Læknum er einnig mikið áhyggjuefni að
fjöldi einstaklinga er með HTLV-3 veiruna í
blóðinu án þess að hafa nokkur einkenni. Flest-
ir þeirra tilheyra áðurnefndum áhættuhópum
og þeir geta smitað. Ómögulegt er að áætla hve
þannig er ástatt um marga því fæstir leita lækn-
is og veirusýkingin uppgötvast einungis við
blóðrannsókn fyrir tilviljun.
Af þessum sökum er allur ótti við smit frá
eyðnisjúklingi í skóla ástæðulaus. Talið er að
unglingur í skóla, sem neytir eiturlyfja, stundar
kynlíf og er með eyðniveiruna í blóðinu án
þess að hafa einkenni, sé miklum mun hættu-
legri skólafélögum sínum en unglingur með
eyðnieinkenni.
Eyðni er ekki bráðsmitandi eins og kvef en
ef eyðniveira kemst í miklu magni inn í blóðrás
einstaklings er mjög sennilegt að hann fái eyðni
eða eyðnieinkenni. Enn sem komið er er yfir-
gnæfandi fjöldi homma eða tvíkynhneigðra
karlmanna meðal eyðnisjúklinga um heim all-
an. En öðrum karlmönnum, konum og börnum
fer ört fjölgandi. Flestir þessara eru eiturlyfja-
neytendur sem hafa sprautað sig í æð, sjúkling-
ar sem fengið hafa lyf eða blóð og blóðvökva
í æð, makar eða rekkjunautar smitaðra eða
börn sem sýkst hafa í móðurkviði. Margir sér-
fræðingar óttast að sjúkdómurinn eigi eftir að
breiðast út meðal almennings.
Vandinn er sá að einn einstaklingur, sem
smitaður er af veirunni, getur smitað §ölda
fólks. Því er meðal annars farið fram á það við
karlmenn sem hafa haft mök við aðra karlmenn
einhvern tíma síðustu átta ár að þeir gefi ekki
blóð nema í rannsóknarskyni.
Annað vandamál er að menn vita ekki hve
langt líður frá því að sjúklingur smitast þar til
einkenni koma í ljós. Margir sérfræðingar telja
að veiran sé hægfara og geti legið marga mán-
uði og jafnvel ár í dvala áður en hún sýnir sig.
Mesta hættan, sem almenningi er búin í
þessu sambandi, er að heilbrigðir einstaklingar
sængi hjá öðrum sem þeir þekkja lítt til og
hafa engin eyðnieinkenni, en bera engu að síð-
ur smit. Konur hafa smitast við samfarir við
karlmenn sem ekki höfðu nein einkenni og
fengið sjálfar eyðni á háu stigi.
Flestir sérfræðingar telja að eyðni sé upp-
runnin í Afríku. í Zaire er fjöldi kvenna og
karla með eyðni svipaður. Með rannsóknum
hefur fundist veira sem er náskyld HTLV-3
veirunni i blóði apategundar nokkurrar, en
veiran virðist ekki gera neinn óskunda. Senni-
legt er að veira þessi hafi borist í blóðrás manna
með biti og að veiran hafi tekið stökkbreytingu.
Stundum mælist mótefiii ranglega í blóði
fólks, einkum kvenna sem tekið hafa pilluna
eða oft gengið með börn. Það er vegna þess að
mælingaraðferðirnar eru ekki nægilega ná-
kvæmar. Því gangast allir, sem mótefni finnst
hjá, undir fleiri en eina mismunandi mælingu
og nákvæma læknisrannsókn.
Á síðustu mánuðum hafa vísindamenn, sem
stunda rannsóknir á eyðni, náð mikilsverðum
árangri. Margir, einkum forsvarsmenn homma,
hafa kvartað sáran yfir því að heilbrigðisyfir-
völd hafi í fyrstu sýnt eyðni ákaflega lítinn
áhuga og litlum fjármunum varið til rann-
sókna. En síðan hefur það breyst mjög til
batnaðar, ekki síst fyrir tilstuðlan ýmissa hópa
almennings. Veiran var nær samtímis einangr-
uð í Bandaríkjunum og Frakklandi. Með því
var hægt að þróa aðferð við að sía blóð og sjá
til þess að nóg væri til af blóði sem ekki væri
veirumengað. Það var einnig fyrsta skrefið í
þá átt að finna lyf sem gæti stöðvað framgöngu
sjúkdómsins og til framleiðslu á bóluefni.
Það lyf, sem mest hefur verið fjallað um,
hefur verið notað í tilraunaskyni í Pasteur-
stofnuninni í París. Það hefur verið kallað
HPA-23 og virðist hindra fjölgun HTLV-3 veir-
unnar í tilaunaglösum. í mönnum virðist lyfið
stöðva eða hægja á endurmyndun veirunnar í
frumum líkamans á meðan það er gefið. Tölu-
verðar vonir eru bundnar við þetta lyf. Lyf
þetta kemur þeim ekki að gagni sem þegar
hafa mjög lamað ónæmiskerfi og því þarf að
nota önnur lyf samhliða. Ýmis önnur lyf og
náttúrleg efni eru nú á tilraunastigi í Evrópu
og Bandaríkjunum og hafa verið notuð til að
meðhöndla aðra sjúkdóma auk eyðni. Meðal
þeirra er efnið alfa-interferon, efni sem mynd-
ast í líkamanum sem viðbragð við sýkingu og
hægt er að framleiða með erfðatækni á til-
raunastofum. Efnið hefur verið notað við
krabbameini og sumir sérfræðingar hafa trú á
því gegn eyðni þegar það er gefið í langan tíma.
Önnur lyf eru til að mynda suramin (lyf sem
notað hefur verið við sveíhsýki), ribavirin (not-
að við veirusjúkdómi sem algengur er í Afríku)
og í Svíþjóð hefur verið notað lyfið foscarnet
(sem notað er við herpes á kynfærum). Seint á
síðasta ári kölluðu þrír franskir læknar saman
blaðamannafund til að tilkynna að þeir hefðu
gefið sex sjúklingum lyfið cyclosporin-A, lyf
sem notað er til að bæla ónæmiskerfið við líf-
færaflutninga, í eina viku og í tveimur þeirra
hefði T-frumunum, sem eyðniveiran eyðileggur,
fjölgað mjög. Flestum vísindamönnum, sem fást
við eyðni, þótti þessi tilkynning ótímabær og
ófullnægjandi.
Dr. Mathilde Krim segir: „Við erum að fást
við sjúkdóm sem leggst miskunnarlaust á heil-
brigða unga einstaklinga. Enn getum við ekki
bólusett gegn honum eða meðhöndlað hann á
nokkum viðhlítandi hátt. En við getum komið
í veg fyrir að hann breiðist út með því að upp-
lýsa alla, ekki aðeins þá sem tilheyra svokölluð-
um áhættuhópum, um hvernig hann breiðist
út, það er við kynmök og með því að skipast á
sprautunálum. Við eigum að segja unga fólkinu
að lauslæti og að sprauta eiturlyfjum í æð geti
orðið þess bani. Þetta eru engar siðapredikan-
ir... þetta eru sóttvarnir. Einhverjir geta orðið
að gjalda kæruleysið með lífi sínu.“
Komið hefur til tals að láta gera fræðslu-
myndbönd um eyðni í Bandaríkjunum og sýna
í það minnsta einu sinni í mánuði í hverjum
skóla eða á öðrum samkomustöðum unglinga.
Læknar telja að það ætti að sýna hve skelfilega
eyðniveiran getur skaðað mannslíkamann áður
en hún dregur menn til dauða.
Hommasamtök hafa gert mikið átak í að
fræða félagsmenn sína en aðrir hópar almenn-
ings vita sáralítið um sjúkdóminn. ítarleg og
stöðug fræðsla getur komið í veg fyrir að þessi
sjúkdómur breiðist út. Ef hún er ekki fyrir
hendi margfaldast hættan á að eyðni verði að
farsótt.
Allir sérfræðingar óttast ofsóknir á hendur
eyðnisjúklingum og þeim sem hugsanlega gætu
haft sjúkdóminn, eins og galdraofsóknirnar fyrr
á öldum. Þær gætu haft hræðilegar afleiðing-
ar. Ekki einungis væru slíkar ofsóknir grimm-
úðlegar gagnvart sjúklingunum heldur gætu
þær komið í veg fyrir að þeir sem hefðu grun
um að vera með sjúkdóminn segðu frá því. Ef
menn eiga á hættu að missa vinnu, sjúkratrygg-
ingu, íbúð og jafnvel vini og fjölskyldu vegna
veikinda sinna reyna þeir að halda þeim leynd-
um í lengstu lög. Það er mjög áríðandi að þessi
sjúkdómur verði ekki feimnismál. Það er nauð-
synlegt að upplýsa menn um hvað stuðlar að
smiti OG HVAÐ EKKI. Ef almenningur veit
staðreyndir málsins er hægt að gera margt til
að hindra útbreiðslu sjúkdómsins og jafnframt
til að sefa óttann við hann. ■