Vikan

Tölublað

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 54

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 54
kvaðst hafa skjölin undir höndum og þar að auki vera reiðubúinn að selja þau en hann sagð- ist aðeins vilja eiga viðskipti við yfirstjórnend- ur fyrirtækisins. Það varð að lokum að samkomulagi að hann kæmi til Englands til viðræðna og hitti forstjóra fyrirtækisins að máli. Wu Ling kom til Englands með farþegaskip- inu SS Assunta. Skipið lagðist að í Southamp- ton einn kaldan nóvembermorgun þegar þoka lá yfir öllu. Einn af forstjórum fyrirtækisins, Pearson, fór til að taka á móti honum en þar sem þokan tafði lestina seinkaði honum og þegar hann kom til Southampton hafði Wu Ling haldið af stað til London með sérstakri lest. Pearson var því í vondu skapi þegar hann kom aftur til London þar sem hann hafði ekki hugmynd um hvar Kínverjinn ætlaði að dvelj- ast. Síðar um daginn barst skrifstofu fyrirtækis- ins tilkynning þess efnis að Wu Ling dveldist á hótelinu við Russeltorg. Honum leið eitthvað illa eftir ferðalagið en kvaðst myndu hitta stjórn fyrirtækisins daginn eftir. Stjórnarfundur hafði verið ákveðinn klukk- an ellefu daginn eftir en þegar klukkan var orðin hálftólf og Wu Ling ekki enn farinn að láta sjá sig hringdi ritari stjórnarinnar á hótel- ið og spurðist fyrir um Kínverjann. Þar var honum tilkynnt að Kínverjinn hefði farið af hótelinu um klukkan hálfellefu ásamt kunn- ingja sínum. Það var því ljóst að hann hafði lagt af stað á fundinn en morguninn leið án þess að hann léti sjá sig. Sá möguleiki var auð- vitað fyrir hendi að hann hefði hreinlega villst í stórborginni þar sem hann var ókunnugur. Þegar hann hafði hins vegar ekki skilað sér heim á hótelið seint um kvöldið kallaði Pearson lögregluna til því að hann var orðinn skelkað- ur. Það var ekki fyrr en að kvöldi þriðja dags að loks spurðist til mannsins en þá fannst lík hans í Thames. Af skjölunum, sem hann hafði meðferðis, fannst hvorki tangur né tetur, hvorki á líkinu né á hótelinu. Þegar hér var komið sögu leitaði Pearson eftir aðstoð minni. Lát Kínverjans hafði að sjálfsögðu orðið honum mikið áfall en það voru nú samt sem áður skjölin varðandi námuna sem honum var mest í mun að ná í. Lögreglan lagði hins vegar megináherslu á að handsama morð- ingjann en endurheimt skjalanna var látin sitja á hakanum. Pearson vildi að ég hefði samstarf við lög- regluna sem hagsmunagæslumaður fyrir fyrir- tækið. Ég tók þessari beiðni fegins hendi. Ég gerði mér strax ljóst að ég þurfti að rannsaka tvo hópa, annars vegar þá starfsmenn fyrirtækisins sem vissu um Kínverjann og erindi hans og svo hins vegar farþegana á skipinu, það er að segja ef einhver þeirra skyldi hafa komist að erindi hans. Ég ræddi þetta mál við Miller lögreglufor- ingja en hann hafði rannsókn málsins með höndum. Miller þessi var bæði dónalegur og hinn mesti þverhaus, allsólíkur Japp vini okk- ar. Við töluðum við yfirmennina á skipinu en þeir kváðu Wu Ling lítið hafa blandað geði við aðra farþega á skipinu. Hann hafði að vísu umgengist tvo menn, náunga að nafni Dyer, Evrópumann með vafasama fortíð, og svo bankastarfsmann sem hét Charles Lester en hann var á heimleið frá Hong Kong. Okkur tókst að hafa uppi á myndum af báðum þessum mönnum. í fyrstu leit út fyrir að Dyer væri sá sem við leituðum að. Það kom sem sé í ljós að hann var í slagtogi með kínverskum glæpa- flokki. Næst fórum við til hótelsins við Russeltorg. Starfsfólkið þar þekkti Wu Ling strax af mynd en þegar við sýndum því mynd af Dyer þekkti það hann ekki og kvað hann alls ekki hafa komið á hótelið hinn örlagaríka morgun. Fyrir hreina tilviljun sýndi ég líka myndina af Lester og við urðum heldur en ekki undrandi þegar starfsfólkið bar kennsl á hann og sagði hann vera manninn sem sótti Wu Ling um morgun- inn. „Já, herra minn, þetta er maðurinn sem spurði um Wu Ling klukkan hálfellefu og fór út með honum skömmu síðar.“ Það var að komast skriður á málið. Næst heimsóttum við Charles Lester. Hann lofaði að aðstoða okkur eftir bestu getu enda eyðilagður yfir illum örlögum Kinverjans. Eftir því sem hann sagði hafði hann mælt sér mót við Wu Ling klukkan hálfellefu. Þegar á hótelið kom var Wu Ling ekki þar en þjónn hans kom og sagðist myndu vísa honum til húsbónda síns. Lester sagði sig ekki hafa grunað neitt og því samþykkt þessa tilhögun mála. Kínverjinn sótti þá leigubíl og óku þeir í honum í átt til hafnar- svæðisins og skipasmíðastöðvanna. Þegar þangað kom fóru hins vegar að vakna ýmsar grunsemdir hjá Lester svo að hann stöðvaði leigubílinn og stökk út þrátt fyrir hávær mót- mæli þjónsins. Hann fullvissaði okkur um að þetta væri allt sem hann vissi um málið. Við þökkuðum honum aðstoðina og kvödd- um. Það leið hins vegar ekki á löngu þar til í ljós kom að frásögn hans var ónákvæm svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Fyrir það fyrsta hafði Wu Ling engan þjón með sér til Englands og í öðru lagi gaf leigubifreiðarstjórinn, sem ók honum um morguninn, sig fram. Hann sagði að Lester hefði alls ekki yfirgefið bifreiðina á leiðinni heldur hefði hann ekið ásamt Kín- verjanum að illræmdri ópíumbúllu rétt hjá Limehouse í miðju Kínahverfinu. Þeir höfðu farið inn í krána saman og um klukkustund síðar kom Englendingurinn einn út aftur. Hann var fölur í andliti og greinilega veikur. Hann skipaði leigubifreiðarstjóranum að aka sér til næstu neðanjarðarstöðvar. Leigubifreiðar- stjórinn þekkti hann strax af ljósmyndinni. Við athugun á högum Charles Lester kom í ljós að þótt hann væri vel látinn var hann skuldum vafinn og þar á ofan ástríðufullur fjár- hættuspilari. Þrátt fyrir þetta gleymdum við ekki að gera ráð fyrir Dyer. Það var talið hugs- anlegt að hann hefði tekið á sig gervi Lesters. Það kom þó í ljós að það var fjarri öllu lagi því að hann hafði pottþétta fjarvistarsönnun. Eigandi ópíumbúllunnar harðneitaði að sjálf- sögðu öllu. Hann sagðist aldrei hafa séð Charles Lester né heldur hefðu tveir menn komið í hús hans um morguninn. Þar fyrir utan væri veitingahús hans engin ópíumbúlla. Ekki hjálpaði þetta þó Charles Lester mikið því hann var handtekinn og ákærður fyrir morðið á Wu Ling. Ekki fundust skjölin varð- andi námuna f fórum hans, þrátt fyrir leit. Eigandi ópíumbúllunnar var einnig handtekinn en ekkert fannst heldur þar við nákvæma leit lögreglunnar. Meðan á öllu þessu stóð var Pearson í öngum sínum. Hann þrammaði fram og aftur í her- berginu mínu og kveinkaði sér mjög. „En þér hljótið að hafa einhverjar hug- myndir, Poirot," stundi hann. „Að sjálfsögðu hef ég hugmyndir," sagði ég varlega, „vandamálið er bara það að ég hef alltof margar hugmyndir og þær ganga þvert hver á aðra“ „Til dæmis...“ sagði hann. „Til dæmis leigubifreiðarstjórinn. Við höfum ekki neitt í höndunum sem styður framburð hans. Ennfremur þetta: Fóru þeir raunverulega í ópíumbúlluna eða löbbuðu þeir bara í gegnum húsið, út um bakdymar og eitthvað aflt ann- að?“ Þessi hugmynd varð að þráhyggju hjá Pear- son. „Já, en þér gerið ekki annað en að sitja og hugsa. Getum við ekki gert eitthvað?" Pear- son var meira en lítið óþolinmóður. „Herra minn,“ sagði ég með myndugleika í röddinni, „Hercule Poirot hleypur ekki fram og aftur um illa þefjandi götur í hafnarhverfum eins og illa vaninn hundur. Haldið þér ró yðar, mínir menn eru að störfum." Daginn eftir gat ég fært honum fréttir. Menn- irnir tveir höfðu reyndar farið út um bakdyrnar á ópíumbúllunni og á lítið veitingahús rétt hjá Thames. Þeir fóru saman þar inn en aðeins annar þeirra, Lester, kom út. En hvað heldur þú að Pearson hafi dottið í hug, Hastings? Hann heimtaði að við færum sjálfir á þetta veitingahús og gerðum vettvangs- könnun. Ég grátbændi hann, reifst við hann og hótaði honum en allt kom fyrir ekki. Hann vildi líka dulbúast og krafðist þess jafnvel að ég - ég get varla sagt frá þessu - að ég rakaði af mér yfirskeggið. Ég benti honum á það eins kurteislega og mér var unnt að hugmyndin væri fyrir neðan allar hellur. Fagra hluti eyði- leggur maður ekki að óþörfu. Og hvers vegna skyldi ekki Belgi með yfirskegg fara út á lífið og reykja ópíum rétt eins og Belgi án yfir- skeggs? Nú, ég fékk hann ofan af þessari hugmynd en hann krafðist þess áfram að við færum í njósnaleiðangurinn. Þetta sama kvöld kom hann til mín í dulbúningi, þvílíkt og annað eins. Hann var í mittisjakka, órakaður, skítugur og með klút um hálsinn. Og hvað heldurðu? Hann skemmti sér konunglega! Englendingar eru svo sannarlega geggjuð þjóð. Ég gaf honum leyfi til að dulbúa mig að nokkru - það þýðir ekki að deila við brjálæðing - og síðan héldum við af stað. Ekki gat ég látið hann fara einan í þessum grímubúningi." „Nei, auðvitað ekki,“ sagði ég. „Nú, við komum í ópíumbúlluna. Pearson talaði hina undarlegust mállýsku og þóttist vera sjómaður. Hann blaðraði í öðru hverju orði um landkrabba, kjölsvín, lykilinn að tog- klukkunni og margt fleira sem ég skildi ekki. Lágt var undir loft í veitingahúsinu og það var fullt af Kínverjum. Okkur var borinn vægast sagt undarlegur matur." Poirot greip um mag- ann við tilhugsunina. „Því næst kom veitinga- maðurinn til okkar og sagði um leið og hann glotti illmannlega: „Líkar herrunum ekki mat- urinn? Þeir vilja kannski eitthvað betra, eitthvað í pípum? Pearson sparkaði í löppina á mér undir borð- inu og sagði: „Já, þakka yður fyrir, það skulum við endilega reyna, Jón.“ Kínverjinn brosti og vísaði okkur leið, inn um dyr og niður í kjallara, þar inn í herbergi ^ með þægilegum dýnum og púðum. Við lögð- y 54 VIKAN 23. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.