Vikan

Tölublað

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 14

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 14
unið þið eftir Línu, litla greppitrýninu sem bjó ein á Sjónarhóli ásamt doppóttum hesti og apa, henni sem tókst að vekja kuldahroll hjá for- eldrum um heim allan? Saga Astrid Lindgren um Línu stendur á fertugu. Og nú hefur leikstjórinn Garrison True ákveðið að festa hana á filmu. Leitin að Línu tók nokkurn tíma en loks var það ellefu ára Flórídamær, Tami Erin Klicman, sem hreppti hnossið. True segir að Tami sé rétta manneskjan til að vinna hug og hjarta áhorfenda. Eflaust reynist hann sannspár. Kappinn er sjóaður á sínu sviði og þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann uppgötvar barna- stjörnu. Litla krullan Aileen Quinn, sú sem lék Annie, á True frægð sína að þakka. Veist þú hvað Rudy litla í Fyrir- myndarföðurnum hræðist mest? Jú, krílinu rennur kalt vatn milli skinns og hörunds ef svo mikið sem minnst er á mýs, kóngulær eða önnur slík dáfög- ur dýr. ,,Ef ég sæi mús yrði ég bara voða mikið veik og lægi í rúminu í marga, marga daga,“ sagði hún Rudy litla. ,,0g það væri hræðilegt því þá missti ég af upptökum á Fyrirmynd- arföðurnum, Rudy litla, sem heitir í rauninni Keshia Knight Pulliam, er ekki nema sex ára gömul. Þættirnir um fyrirmyndarföðurinn hafa aflað henni heimsfrægðar. Það er svo sem ekki skrýtið. Kornið hefur þótt standa sig frábærlega og tekist að bræða freðin hjörtu vítt og breitt. Phylicia Rashad, sú sem leikur Clair í Fyrirmyndarföðurnum, tók ellefu ára þátt í tónlistar- hátíð í Houston í Texas. Þá ákvað hún að verða leikkona. „Pabbi og mamma voru svakalega flott par og bróðir minn óð í kven- mönnum en ég var bara lítil og skrýtin. En þetta kvöld í Houston, þegar ég var böðuð í sviðsljósi, fannst mér ég vera fallegasta og frá- bærasta manneskja í öllum heimin- um. Það var hrein unun að að upplifa sviðið á þennan hátt. Og ég var ekki lengur í vafa. Sviðið, það yrði mitt.“ piNSILVj ATHiETl 1 i' j i \ \ S i J , j' 1 14 VIKAN 23. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.