Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 16
LÆKNISVITJUN
Hér á síðunni birtast svor læknanna Gests Þorgeirssonar, Helga Krist-
bjarnarsonar, Jóhanns Ágústs Sigurðssonar, Leifs Bárðarsonar, Óttars
Guðmundssonar og Sigurðar Guðmundssonar við spurningum lesenda.
Nú eru liðnar nokkrar vikur síðan við hófum þetta nýmæli og hefur
það mælst afar vel fyrir. Við biðjum fólk að vera þolinmótt þó að svör
við spurningum þess birtist ekki strax. Við reynum að sinna öllum.
Við bjóðum lesendum bæði að senda bréf með vandamálum sinum
og hringja. Hringja má á þriðjudags- og miðvikudagsmorgnum frá níu
til tólf. Bréfin, sem við fáum, verða að vera stutt, skýr og málefnaleg.
Við birtum þau gjarnan undir dulnefni en nafn og heimilisfang verður
að fylgja.
Utanáskriftin er:
Læknisvitjun
Vikan
Frjáls fjölmiðlun hf.
Pósthólf 5380
125 Reykjavík
DROPIÚR
BRJÓSTI
SPURNING:
Kæru læknar. Mig langar til að
fá svar við spurningu sem hefur
leitað á mig í nokkurn tíma. Þann-
ig er að úr vinstra brjóstinu á mér
kemur örlítill hvítglær dropi þegar
ég kreisti það, örsjaldan úr því
hægra. Ég hélt fyrst að þetta staf-
aði af því að ég væri ófrísk en er
viss um að svo er ekki vegna eðli-
legra blæðinga. Ég hef ekki tekið
pilluna í nokkra mánuði. Ég ertil-
tölulega nýbúin að fara í krabba-
meinsskoðun og þar virtist allt
eðlilegt. Er þetta eitthvað sem ég
þarf að hafa áhyggjur af og hvað
er það þá? Hvert á ég að leita?
Með von um góð svör og með
fyrirfram þökk.
SVAR:
Eins og öllum er kunnugt er
mjólkurmyndun I brjóstum
kvenna eðlileg afleiðing þungunL
ar. i þínu tilviki er greinilega ekki
um þungun að ræða en þessi
glæri eða hvíti vökvi, sem þú lýs-
ir, jafngildir þó trúlega lítilli
mjólkurmyndun. Ýmsar ástæður
geta verið fyrir mjólkurmyndun I
litlum mæli eins og hjá þér, til
dæmis mikið álag eða streita. Þá
geta ýmiss konar lyf haft áhrif á
hormónamyndun i líkamanum
þannig að mjólkurmyndun örvist.
í flestum tilvikum er ráðlegt að
útiloka að um óeðl/lega hormóna-
myndun sé að ræða. Þvi ráðleggj-
um við þér eindregið að leita til
læknis sem hefur hormóna- og
efnaskiptasjúkdóma sem sérsvið.
BEYGLAÐAR
TÆR
SPURNING:
Mig langar til að spyrja einnar
spurningar: Er hægt að rétta
beyglaðar tær án þess að fara í
skurðaðgerð?
SVAR:
Af spurningu þinni er ekki hægt
að ráða hvort þú spyrjir vegna
þess að þú hafir óþægindi frá
þessu eða hvort um sé að ræða
útlitslegt atriði. Ef um er að ræða
hið fyrrnefnda, það er að segja að
þú hafir einhver óþægindi frá fót-
um, ættir þú endilega að fara til
læknis þvi að oft má hjálpa upp
á sakirnar með tiltölulega einföld-
um innleggjum í skó eða jafnvel
sérsmíðuðum skóm. Ef þú ert á
hinn bóginn að hugsa um útlits-
legan þátt er ekki hægt að rétta
þetta varanlega á annan hátt en
með skurðaðgerð. Það er þó úti-
lokað að dæma endanlega um
þetta án þess að fá að skoða mis-
smíðina.
MEGRUN
SPURNING:
Ég er þrítug kona, 1,60 á hæð
og 105 kg. Ég hef reynt ótal megr-
unarkúra en ávallt mistekist og
þyngist frekar en hitt. Maðurinn
minn hótar að skilja við mig ef ég
léttist ekki. Eru til einhver lyf sem
hægt er að nota?
SVAR:
Fyrir nokkrum árum voru á
markaðinum ýmiss konar megr-
unarlyf, svo sem ritalin, prelud/n
og fleiri. Reynslan af þessum iyfj-
um var slæm. Þau voru mikið
misnotuð enda voru áhrifin mjög
svipuð áhrifum amfetamíns á
sjúklinginn. Þar sem iyfin höfðu
þau áhrif að matarlyst minnkaði
léttust sjúklingar yfirleitt eitthvað
meðan þeir tóku þessi lyf en
þyngdust svo aftur þegar lyfja-
gjöfinni var hætt. Þessi lyf eru þvi
ekki lengurgefin fólkisem vill fara
I megrun enda gera þau mun meiri
skaða en gagn. Megrun er ávallt
mjög erfið og langtímaárangur
næst einungis með miklum sjálf-
saga og ákveðnum fórnum. Þú
verður að gera þér grein fyrir
því að þú þerð sjálf áþyrgð á
megruninni á sama hátt og ein-
staklingarnir verða sjálfir að bera
ábyrgð á þvi að hætta að drekka
og hætta að reykja. Fyrsta skrefið
í árangursrikri meðferð er að trúa
því sjálfur að maður geti farið I
árangursrika megrun. Mjög marg-
ir þeirra sem eru of feitir trúa því
ekki að þeir geti einhvern timann
orðið grannir. Langflestir borða
þvi jafnmikið og áður þó þeir seg-
ist vera I megrun, borða kannski
minna i hádeginu en bæta sér það
upp með súkkulaðitertu I kaffi-
timanum. Þú verðurað trúa á þinn
eigin viljastyrk og vera ákveðin i
að temja þér þann sjálfsaga sem
þarf. Fyrst skaltu setja þér eitt-
hvert markmið. Kjörþyngd þín er
58-60 kg en settu þér markið eitt-
hvað hærra, 65-70 kg. Farðu
síðan ígegnum mataræðið, hven-
ær þú þorðar, hvað þú þorðar og
hvernig þú borðar. Útvegaðu þér
lista yfir kaloríufjölda i ýmsum
matartegundum og fylgdu síðan
þúsund kaloría mataræði og borð-
aðu fyrst og fremst mat sem er
fitusnauður en inniheldur mikið
af trefjum. Minnkaðu alla áfengis-
neyslu, hættu algjörlega að borða
sykur og sætindi. Komdu þér upp
föstum matartímum og hættu al-
gjörlega að borða milli mála.
Sumum gefst vel að gabba sjálfan
sig örlítið, nota minni diska, minni
hnifapör og koma sér upp slag-
orð-
um eins og „byrja síðast að borða,
hætta fyrst". Þegarmáltið er lokið
skaltu taka allan mat af borðinu
og drekktu jafnvel 1-2 glös af
vatni á matmálstímum þegar þú
ert svöng. Reyndu líka að hreyfa
þig meira, byrjaðu að fara í
göngu-
ferðir, synda, hjóla eða eitthvað
þess háttar, byrjaðu hægt og
auktu hreyfinguna smátt og
smátt.
Mundu að góðir hlut/r gerast
hægt og megrun krefst mikils
sjálfsaga og sjálfsafneitunar þar
sem þú berð sjálf ábyrgð á þinni
eigin líðan. Ef þér tekst þetta hefur
þér ekki bara tekist að megra þig
heldur einnig að temja huga þinn
og þú ert mun þroskaðri mann-
eskja en áður. Hafðu samband við
lækninn þinn áður en þú byrjar,
fáðu hjá honum góð ráð og farðu
til hans reglulega í eftirlit.
Skemmtilegast er að megra sig
með einhverjum öðrum og njóta
þá stuðnings af hópeflinu.
16 VIKAN 23. TBL