Vikan

Tölublað

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 34

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 34
rn Árnason er einn af fimm stofnend- um og föstum starfsmönnum Spaug- stofunnar. Hinir eru Sigurður Sigur- jónsson, Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson og Karl Ágúst Úlfsson. Mun samstarfið hið spaugilegasta. En Örn er líka fastráðinn starfsmað- ur Þjóðleikhússins. Hann útskrifað- ist frá Leiklistarskóla íslands vorið 1982 og hefur síðan verið svo hepp- inn að hafa meira en nóg að gera. „Já, þetta var svona keðjuverk- andi eins og oft vill verða,“ segir Örn. „Fyrst eftir að ég útskrifaðist sýndi Sigmundur Örn Arngrímsson leikstjóri það hugrekki að trúa mér fyrir hlutverki í Línu Langsokki i Þjóðleikhúsinu - þökk sé honum! Svo benti meðleikari minn þar, Edda Björgvins, manni sínum, Gísla Rúnari, á mig sem hugsanlegan grínara í revíu sem hann ætlaði að fara að setja upp hjá Revíuleikhúsinu og þar með fóru hjólin að snúast bæði á leik- og grínsvið- inu. Laddi var með í Revíunni og upp úr því varð Söguspaug til og svo framvegis." Örn kom í heiminn - sjálfa Glaðheima, á kvenréttindadaginn 19. júní 1959 enda sagði séra Bjarni er hann skírði drenginn: „Þetta hefði átt að vera kona.“ Glaðheima kölluðu foreldrarnir, Kristín Nikulás- dóttir og Árni Tryggvason, litla húsið sem þau bjuggu í við Unnarstíg í Reykjavík fyrstu árin. Þar bjó þó fjölskyldan aðeins níu mánuði á ári því um leið og leikarinn Árni fór í frí fór trillukarlinn Árni ásamt fjölskyldu til Hríseyjár og þar dorguðu þau allt sumarið. „Eg á margar frábærar minningar úr Hrísey," segir Örn og krossleggur hvít- klædda fótleggina upp á skrifhorð í Spaugstofu. „Eg varð fyrsti pönkarinn þar - og þótt víðar væri leitað. Varð snemma ó undan minni samtíð, meðal annars i pönkmenningunni. Eitt sinn var ég sem smápolli að veiða í hífandi roki ó hafnar- bakkanum. Stóð vindurinn í bakið og fann ég að eitthvað kom við eyrað á mér um leið og ég kastaði rosalega langt út, en nennti ekkert að leiða hugann að því - fyrr en ég dró inn línuna. Þá komst ég heldur ekki hjá því þar eð ekki fór á milli móla að spúnninn hékk í eyranu og sat þar pikkfastur. Ég hljóp heim alveg svaka- lega skömmustulegur og passaði mig að halda fyrir bæði eyru, svo allir héldu að mér væri bara kalt á þeim. Ljósmóðirin á staðnum varð svo að draga spúninn í gegn og klippa á og hét ég því að þetta yrði minn fyrsti og síðasti eyrnalokkur. Það hef ég líka staðið við.“ Þó Örn hafi haft gaman af að vera trillu- karl eins og pabbi hans - að spúnsævintýr- inu gröfnu - þá langaði hann ekkert að verða leikari eins og hann. „Eg veit eiginlega ekki hvers vegna ég fór út í þetta, hef ekkert spekúlerað í því, ætli þetta hafi ekki bara átt að vera svona. Ég er nefnilega mjög forlagatrúar, til dæmis ef maður missir af strætó kl. 8.15, þá átti maður bara ekkert að fara með strætó kl. 8.15 af einhverjum ástæðum og búið mál. Tvær „tilraunir" til að kála mér hafa mistekist af því minn tími var ekki kominn. í bæði skiptin varð ég fyrir bíl, i það fyrra lenti ég undir bílnum og þegar bremsað var staðnæmdist hjólið rétt við nefið á mér, á úlpuhettunni minni sem hafði lent til hliðar, og þannig dróst ég með bílnum þrjátíu og sex metra. í seinna skiptið slapp ég með smáskurð við augað. Ég held ég hafi aldrei ákveðið hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór en álp- aðist þó i tveggja ára undirbúningsnám í trésmiði í Ármúlaskóla og hugsaði mér að verða húsgagnasmiður. En framhald á því varð nú aldrei því ég var orðinn þreytt- ur á blankheitum, langaði í eigin pening. Svo sautján ára gerðist ég óbreyttur lager- maður hjá innflutningsdeild Sambandsins í Tryggvagötu, sem nú eru Holtagarðar, og þar vann maður mikið fyrir lítið í tvö ár. Þá fór ég í Leiklistarskólann eftir að hafa, fyrir áeggjan móður minnar farið á leiklistarnómskeið hjá Helga Skúlasyni. Ég var nú alveg gáttaður á þessum skóla fyrst í stað og leist ekkert á þetta, ég hafði ætlað mér í skemmtikraftadeild Maður verður að láta sér nægja símaat skólans því grínari ætlaði ég að verða en ekki venjulegur leikari. Mér datt ekki annað í hug en maður gæti valið þarna um deildir, skemmtikraftadeild, harm- leikjadeild og þvíumlíkt, og hafði þvi ekkert verið að spyrja hann föður minn út í þetta. Það tók mig alveg hálft árið að sætta mig við að vera kominn í al- mennt leiklistarnám, þar sem maður þurfti að læra bókleg fræði, greiningu, radd- þjálfun, spuna og ýmislegt fleira. En svo náði skynsemin yfirtökunum um síðir og ég fann að þetta var nauðsynlegur grunn- ur að byggja á, svo ég klóraði þessi fjögur ár. Á fjórða ári kom svo í ljós það sem maður hafði verið að puða í þrjú ár, það var alveg dýrðlegur tími, maður fékk loks að leika. En ég fer ekkert ofan af því að skólinn vanrækir grínið svolítið, mér finnst vanta þjálfun í gamanleik og „stand up comic“ (þegar grínari lætur móðan mása, oft einn). Leiklist er meira en þeir Sófókles, Shakespeare og Ibsen, þó frá- bærir séu, mér fannst vanta að tekin væru fyrir verk höfunda eins og Dario Fo, Ray Cooney og slíkra, enda tuðaði ég oft um þetta í skólanum. Maður stóð líka eins og belja á svelli fyrst þegar maður fór að glíma við gnnleik, var alveg fastur í drama- tíkinni. Mér fannst fordómar gagnvart gamanleikjum furðulega mikið ríkjandi, að þeir séu eitthvað óæðri, engan veginn eins merkilegir og alvarlegri verk. En þetta er bara ein tegund leiklistar, þekkt frá fornu fari og á alveg eins mikinn rétt á sér og allt hitt.“ Nú er Örn orðinn ansi alvarlegur á svip, honum er greinilega talsvert niðri fyrir og hvítklæddu fæturnir hvíla fast á gólf- inu. En hann er annars mjög ánægður með námið í Leiklistarskólanum. Honum finnst það hafa breytt sér heilmikið, opnað sig og þroskað, segist hafa verið frekar inn í sig áður. Þar að auki finnst honum það að hafa gifst og eignast barn vera reynsla á við heila ævi. „Ég held ég líti hlutina skynsamlegri augum og er ekki eins rótlaus eftir að ég eignaðist eigið heimili. Konan mín heitir Kristín Óskarsdóttir og eigum við tæplega þriggja ára gamlan son, Óskar Örn. Kunn- ingjarnir voru búnir að lýsa þeirri upplif- un að eignast barn á mjög áhrifaríkan hátt. Einn sagðist hafa séð allt í gullnum ljóma, annar að það hefði liðið yfir sig af sælu og undrun yfir þessu kraftaverki - hefur bara ekki þolað að sjá blóðið - svo ég varð hálfsvekktur þegar hvorugt henti mig. Mér fannst þetta hálfskrýtið, allt of ótrúlegt að þessi litli einstaklingur væri mín eigin afurð, að ég hefði líka getað þetta, það var ofvaxið mínum skilningi. En þegar maður fór svo að átta sig á þessu er þetta yndislegasta tilfinning í heimi, þó krílið sé að hoppa og skoppa á manni eldsnemma á morgnana og nærri poti úr manni augun." Örn er sannfærður um að sú reynsla að eignast barn breikki tilfinningasviðið til muna og það er gott fyrir leikara. Hann á ár eftir af tveggja ára samningi við Þjóð- leikhúsið en þar hefur hann leikið undanfarin ár og telur sig mjög lánsaman. Jafnframt hefur hann getað gert ýmislegt annað sem honum hefur boðist, til dæmis gerst skemmtikraftur eins og meiningin var alltaf að verða í upphafi. „Skemmtibransinn er frábær, mér finnst ég hafa lært meira af honum heldur en sem sviðsleikari. Maður er í meiri tengsl- um við áhorfendur, kannski vegna þess að maður er að flytja sitt eigið efni og er í meiri nálægð við þá. Sviðið í Þjóðleik- húsinu er hins vegar svo stórt að það gleypir mann. En á skemmtunum nær maður betri tökum á áhorfendum og þegar þeir hlæja þá veit ég að þeir eru að hlæja að mér og þá kemur litli egóistinn til sög- unnar. Auðvitað verður maður að vera egóisti í þessu fagi, því ef hann er ekki til W Eg er mjög hress með lætin I Hrafni Gunnlaugssyni staðar þá virkar einfaldlega ekki það sem maður er að gera. Ef maður hefur ekki sjálfur trú á því sem maður gerir skynjar áhorfandinn það strax og trúir heldur ekki á mann. Én svo læsi ég auðvitað litla kallinn inni áður en ég verð Örn aftur, svo hann ráðist ekki á fjölskyldu og vini. Það fyrsta sem ég gerði sem skemmti- kraftur var að leika þann eina og sanna Ella. Var það á árshátíðum með þeim Eddu Björgvins og Helgu Thorberg. Svo fæddist Söguspaug ’84, það var frekar nýstárlegt skemmtiatriði hér, látbragðs- leiknir sketsar, kvartettsöngur og skop- stælingar á íslenskum söngvurum. Þetta virkaði mjög vel og var rosalega skemmti- legur tími. Söguspaug ’85 virkaði ekki eins vel. Þar brydduðum við upp á of nýstárleg- um húmor og fórum aðeins yfir strikið. En ég fæ alltaf sting þegar ég sé fyrra Spaugið á myndbandi, það var svo pott- þétt show, maður gat endalaust leikið sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.