Vikan

Tölublað

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 8

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 8
Hvernig eyða má milljörðum eða auimirLgj a ríki maðurinn Á okkar mælikvarða er hann ennþá milljóna- mæringur, enda þykja Islendingum 400 milljón- ir þónokkur eign. í Bandaríkjunum telst hann til þeirra lánlausu og er lifandi dæmi um það hvernig hægt er að eyða hinum ótrúlegustu upphæðum í óskynsamlega fjárfestingu. Á tutt- ugu og átta árum hefur hann eytt sem svarar tólf og hálfum milljarði á núgildandi verðlagi eða 310 milljónum dollara. I hvað fór allur þessi peningur? Glaum, villta gleði, konur, vín, lysti- snekkjur og einkaþotur? Því miður er ekki svo, að sögn Georges Huntington Hartford II, en það er nafn hans og var hann erfingi 10% hluta- bréfa A&P verslunarkeðjunnar árið 1958. Að hans eigin sögn fór þetta í drauma og vonir sem ekki rættust. Hartford er nú 75 ára gamall og hefur ekki náð að tryggja sér sess í sögunni þrátt fyrir að hann hafi bæði þreifað fyrir sér við ritstörf, verið blaðaútgefandi, sett á stofn hótel og lagt mikið fé í söfnun listmuna pg stofnun lista- safna. „Ég gaf háskólanum í Columbia Rembrandtmynd mína, eina þá bestu í heimin- um. Þeir seldu hana! Ég hef beðið um að fá að sjá hana einu sinni enn áður en ég dey, það er ekki svo mikið um beðið. Ég hef samt ekki fengið svar við beiðninni ennþá.“ Dæmigert fyrir lífsferil Hartfords eru gleymdar gjafir og gleymdir kunningjar. I raun gerði hann bara ein meiriháttar mistök. Hann braut æðstu reglu erfingjans... Hann gekk á höfuðstólinn og hafði ekki þekkingu og viðskiptavit til að hagn- ast á fjárfestingum sínum. Og hann notaði einnig höfuðstólinn til þess að styrkja lista- menn í þeirri trú að hann gæti haft áhrif á listaþróunin með fjárhagslegum styrkjum ef hann gæti ekki haft áhrif öðruvísi. 7,4 milljónir dollara fóru í byggingu lista- safns þar sem listasafn Hartfords átti að vera til sýnis. Áætlunin fór endanlega á hausinn árið 1974 eftir að flest Degases- og Daliverkin höfðu verið seld til að afla nauðsynlegs fjár. Nú er verðmæti þessara verka ómetanlegt. Mörgum árum áður hafði hann eytt 2 milljónum dollara í bílageymslu sem átti að sjá sjálfvirkt um að koma bílunum fyrir, einni milljón í að gera upp 1040 sæta leikhús sem var aldrei rek- ið með hagnaði (og selt 1964), átta milljónum dollara í Show (tímarit) sem fór á hausinn á sjötta áratugnum. Hvert tapið rak annað en þó voru þetta aðeins minniháttar fjárhagsáföll. PARADlSAREYJAN Hartford gerði sín reginmistök strax árið 1959 þegar hann keypti 280 hektara eyju á 11 milljónir dollara á þágildandi verðlagi. Hann gerði sig sekan um að treysta viðskiptaaðilum sínum. Þetta hafði hinar hörmulegustu afleið- ingar fyrir fjárhag hans. Draumurinn var að skapa aðstöðu þar sem arkitektúrinn væri stílhreinn, náttúran fögur, fólkið fallegt og gáfað. Hann fjárfesti fyrir 19 milljónir dollara í að gera eyjuna að sannkall- aðri Paradísareyju, en svo nefndi hann hana. Spánskt klaustur var flutt frá Spáni... hver einasti steinn, hesthús byggð, golfvellir og ann- að sem tilheyrir paradísareyjum. Það kom fljótt í ljós að 52 herbergja hótelið, sem átti að bera þetta, myndi vart gera svo nema brú yrði byggð til meginlandsins og spilavíti sett upp á staðn- um, og þá kom að því að þekkingarleysi Hartfords varð honum að falli. Ókunnugur í frumskógi stjórnmálanna lenti hann í klónum á aðilum sem neituðu honum um rekstrarleyfi nema hann tæki inn félaga og þá einungis á- kveðna. Svo fór að Hartford neyddist til að selja „félaganum" stóran hluta eignarinnar á spottprís og var síðan smátt og smátt settur í ógöngur og látinn moka inn meira fé. Á endan- um gafst hann upp og hafði þá tapað 28 milljón- um dollara á þágildandi gengi. Þetta var 1961. Framkvæmdin bar sig aftur á móti mjög vel... eftir að „félaginn" og kunningjar „félagans" höfðu losað sig við Hartford út úr dæminu. Hann er enn bitur yfir þessu og fer ófögrum orðum um kaupsýslumennina og bankann sem fóru svona með hann. Eyjan er í dag metin á meira en hálfan milljarð dollara. Eins og hann segir: „Eg Lreysti fólki og það sveikst að mér.“ I dag býr hann í þriggja hæða einbýlishúsi í East Side í New York, hvíthærður og virðuleg- ur, og stærstu draumamir eru að gefa út sjálfs- ævisögu, fá einhvern til að framleiða nýjan leik sem hann hefur fundið upp og endurskrifa óperu sem hann samdi en var aldrei flutt. Þó hann sé ekki á nástrái ennþá telur hann sig ekki svip hjá sjón. Svo notuð séu eigin orð hans: „Ég er lifandi dæmi um hvemig góðar vonir og ætlanir geta brugðist þegar viðskipta- vitið er ekki nógu mikið og þrákelknin of mikil til þess að hlusta á þá sem betur vita.“ 8 VIKAN 23. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.