Vikan

Tölublað

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 46

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 46
A Iallri umræðunni um hjónaskilnaði vill gleymast að þau eru fleiri, hjónaböndin sem endast - í blíðu eða stríðu. Hvað ætli það sé sem gerir það að verkum að sum hjónabönd virðast standast allan ógang? Varla er til sérstök uppskrift að hjónabandssælu sem allir geta farið eftir en kannski er hægt að læra eitthvað af reynslu þeirra hjóna sem hafa verið gift í fjölda ára. Hjón, sem verið höfðu gift í meira en fimmtán ár, voru spurð hverja þau teldu helstu ástæðuna fyrir því hvers vegna þeirra hjónaband hefði enst svo lengi. Flestir töldu að mikilvægast væri að þykja vænt hvort um annað og að virða maka sinn. „Maðurinn minn - eða konan mín - er besti vinur minn,“ var algengasta svarið. r\ I | varið, sem var næstalgengast, var að hjónin töldu að hjónabandið væri heil- . agt, órjúfanlegt samband. ,,Ég er alltof I I þrár til að gefast upp,“ sagði einn eig- ^ inmaðurinn sem hafði verið giftur í meira en tuttugu ár. Stolt og að vilja ekki viðurkenna uppgjöf og trú á órjúfanleik hjónabandsins eru böndin sem halda sumum hjónum saman þegar önnur dragast inn í skilnaðarölduna. í ótraustum hjónaböndum eiga hlutaðeigendur oft við persónuleg vandamál að stríða - bæði hjá sjálfum sér og maka sínum. Hjón í hamingjusömu hjóna- handi hafa yfirleitt þá eiginleika að vera gædd sjálfstrausti, sýna tillitssemi, eru ekki stjórnsöm og stöðugleiki ríkir í hjónaband- inu. Val á maka byggist oftast á því að fólk laðast hvort að öðru. Þegar fólk er spurt hvað það sé í fari hins kynsins sem er aðlað- andi eru svörin eitthvað á þessa leið: Hann (hún) er fallegur, gáfaður, hefur kímnigáfu, skemmtilegan persónuleika, fallegt bros, augu, hár, brjóst eða fótleggi. - Allt jákvæð- ir eiginleikar. En síðan er til fólk sem virðist falla fyrir þeim sem hafa fremur til að bera neikvæða eiginleika en jákvæða. Mörg dæmi eru til um að börn alkóhó- lista kjósi sér maka sem á við áfengis- vandamál að glíma. Síðan eru það þeir sem voru hneykslaðir og leiðir yfir ótryggð for- eldra sinna og velja sér síðan sjálfir ótrúan maka. Stundum er þó hægt að gera sér grein fyrir mistökunum fyrirfram. Stúlka, sem var að slíta áttunda, vonlausa sambandinu sínu, tók sér að lokum tíma til að hugsa sinn gang og komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu verið átta en hún ein. Varla hefðu þeir allir átta haft eitthvað alvarlega rangt við sig, sökin hlyti að liggja hjá henni að miklu leyti; að hún hefði farið rangt að. Núna er hún hamingjusamlega gift þeim níunda. Sársaukafull tímabil í hjónabandi geta einnig verið þroskakaflar sem verða síðar til að treysta sambandið enn frekar. Þegar fólk hefur bundist verður það að vera við því búið að þurfa kannski einhvern tíma að ganga í gegnum óhamingjusamt tímabil og h'ka að það þurfi að sýna maka sínum áhuga og að vera áhugavert sjálft. Aðlögunar- hæfnin verður að vera til staðar og lífs- hættirnir að aðlagast eftir því hvernig hvort hjónanna breytist í gegnum tíðina. 46 VIKAN 23. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.