Vikan

Tölublað

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 51

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 51
P 0 S T U R v i i\ n FÆÐINGAR- DAGAR OG KÍNVERSK STJORNUSPA Kæri Póstur! Ég er hér með nokkrar spurningar og ég vona að þú birtir þetta. 1. Mig langar að vita hvenær Jean Paul Belmondo, Claudia Cardinale, Michael Ca- ine, Michael Douglas og Jón Gústafsson eru fædd. 2. Kinversk stjörnuspá: Getur þú sagt mér hvaða merki hafa verið frá 1936-1986 eða bara 1936, 1941, 1956, 1958, 1970, 1973, 1977 og 1982? 3. Hver er munurinn á einkarétti og einok- un, sko orðunum? 4. Hvernig fer með Duran Duran og Arcadiu nú þegar Roger er hættur? 6002-0418 orð sem hefur mun neikvæðari merkingu. Eiginlega merkir orðið einokun nokkurn veg- inn það sama og einkaréttur. en einokun hefur alltaf neikvæða merkingu vegna þess að sá sem einokar hefur venjulega ekki nein viðurkennd réttindi til einokunarinnar. Stundum er þó einkaréttur kallaður einokun vegna þess að hann þykir óréttátur og rang- ur, jafnvel þó hann sé fyllilega löglegur. Til dæm/s þótti sumum mjög óréttlátt að rikið hefði einkarétt á að selja eldspýtur og köll- uðu það einokun. en sá réttur var afnuminn nú í lok síðasta þings. Einokunarverslun Dana á íslandi var fyllilega lögleg samkvæmt dönskum lögum. Danir gáfu sér einkarétt á verslun við íslendinga en islendingum fannst þessi réttur afar ósanngjarn og köll- uðu einokun. Pósturinn hefur ekki spádómsgáfu og getur því ekki sagt hvað verður um Duran Duran og Arcadiu nú. Sennilegast þykir honum þó að þetta verði til þess að Duran Duran verði endanlega lögð niður en Arca- dia gæti hugsanlega starfað áfram. Jean Paul Belmondo er fæddur 9. 4. 1933. Claudia Cardinale 14. 4. 1939. Micha- el Caine 14. 3. 1933. Michael Douglas 25. 9. 1941 og Jón Gústafsson 29. 7. 1963. I kínversku stjörnuspánni er miðað út frá tunglári og þvi er austurlenskt nýár aldrei á sama degi og miðast ekki við áramót hjá okkur. Þann 9. febrúar í ár byrjaði ár tígris- dýrsins og þá lauk ári uxans. Dýrin, sem árin eru kennd við. eru tólf þannig að ár tígr- isdýrsins rennur aftur upp árið 1998. Röðin er þessi: tigrisdýrið. kötturinn. drekinn. snák- urinn, hesturinn, geitin. apinn. haninn, hundurinn. svínið. rottan. uxinn. Árið 1936, það er frá 24. janúar til 10. febrúar 1937. var ár rottunnar, en ársbyrjunin féll undir ár svínsins. Árið 1941. frá 27. janúar til 14. febrúar 1942, var ár snáksins og ársbyrjunin ár drekans. Ár apans byrjaði 12. febrúar 1956 og stóð til 30. janúar 1957, en árs- byrjun 1956 var ár geitarinnar. Frá 19. febrúar 1958 til 8. febrúar 1959 varár hunds- ins en ársbyrjunin ár apans. Árið 1970, frá 6. febrúar til 26. janúar 1971. var ár hunds- ins. 2. febrúar 1973 byrjaði ár rottunnar og þará undan var ár svínsins. 17. febrúar 1977 til 7. febrúar 1978 var ár snáksins og 1982 byrjaði ár hundsins i febrúar en ársbyrjun féll undirárhanans. Önnurárgeturþú reikn- að út frá þessu. Orðið einkaréttur merkir að sá sem hefur þann rétt má einn framleiða eða selja ein- hverja ákveðna vöru. til dæmis fá menn oft einkarétt á ákveðinni uppfinningu. Það er gert til þess að menn fái sanngjarna umbun eða laun fyrir verk sin og aðrir geti ekki stol- ið uppfinningunni og hagnast á henni. Einnig fá sumir einkarétt á að selja sumar vörur. Sumir hafa einkaumboð frá framleið- endum eða þá að rétturinn er bundinn í lögum eins og þegar ríkið hefur einkarétt á að selja áfengi. Um einkarétt má segja að hann er alltaf eitthvað sem er löglegt og menn viðurkenna. Einokun er á hinn bóginn HEIÐURS- BORGARAR, HÁRÆÐASLIT OG HÚS- NÆÐISMÁL Kæri Póstur! Ég vona að þú sjáir þér fært að svara eftir- farandi spurningum: 1. Hvaða skilyrði þurfa menn að uppfylla til að öðlast sess heiðursborgara Reykjavíkur? 2. Hvert er hægt að leita ef maður er með háræðaslit í andliti? Getur lýtalæknir gert eitthvað í því eða ... ? 3. Hvaða skilyrði þarf maður að uppfylla til að komast í lögregluna? Er hægt að komast inn ef maður uppfyllir þau skilyrði eða þarf maður samt að hafa einhvern sterkan aðila á bak við? 4. Getur ungt par með 25.000 krónur á mánuði og lítið barn eignast hús eða íbúð á eigin spýtur? Hvað er best að gera? Hvert á maður að leita? Er hagstæðara að byggja eða kaupa í Reykjavík eða úti á landi? Segðu mér allt um lánakjör og fleira í sambandi við þetta. Með fyrirfram þökk! Ein forvitin. 1. Það er ekki hægt að sækja um heiðurs- borgaratitil og þeir sem titilinn hafa hlotið þurftu ekki að uppfylla nein skilyrði. Heiðurs- borgarareru kjörnir af borgarstjórn að tillögu borgarfulltrúa. Tveir menn hafa verið gerðir að heiðursborgurum Reykjavikur en þeir eru báðir látnir og þvi ber enginn þetta sæmdar- heiti nú. Heiðursborgararnir voru séra Bjarni Jónsson og Kristján Sveinsson augnlæknir. Að auki má nefna að Tómas Guðmundsson skáld var oft kallaður Reykjavíkurskáld og var í hugum margra heiðursborgari Reykja- víkur þótt hann hlyti þann titil aldrei form- lega. 2. Hjá sumum okkar kemur fram háræðaslit þegar húðin verður fyrir miklu álagi og þar sem húðin í andlitinu er nánast alltaf óvarin, en er jafnframt fíngerð og viðkvæm, þá fer hún stundum illa. Ekki kann pósturinn neitt ráð við þessu þegar slitið er á annað borð komið en til að reyna að fyrirbyggja háræða- slit er gott að bera mýkjandi og verjandi krem á andlitið. bæði þegar kalt er og eins þegar sól er sterk. Sjálfsagt er að leita til læknis ef þetta veldur þér miklum áhyggjum og þá er réttast að tala fyrst við heimilis- eða heilsugæslulækni sem kannski vísar á sér- fræðing i húðsjúkdómum. Lýtalækninn munu þeir benda á ef ástæða er til en at- hugaðu að háræðaslit i andliti er nú varla hægt að kalla lýti - við erum misjöfn i útliti og höfum öll einhverjar áhyggjur af því. 3. Fólk sækir um lögreglustarf á skrifstofu lögreglustjóra i sínu umdæmi. Þar á að fylla út umsóknareyðublað þar sem spurt er um þetta venjulega. aldur, menntun. fyrri störf og fleira. Til að fá starfið þarf umsækjandi að vera orðinn tuttugu ára og sakaskrá hans má hvorki vera löng né Ijót. Þegar nýr lög- reglumaður er ráðinn til starfa fer hann á stutt námskeið. Aðalnámskeiðin eru svo á haustin og veturna og standa í 6 vikur og þau taka allir lögreglumenn við fyrsta tæki- færi. Eftir tveggja ára starf kemur að Lög- regluskólanum sem er eins vetrar nám. Þeir sem fara i hann eru á launum á meðan. Pósturinn telurað hversem uppfyllir skilyrð- in, sem sett eru á umsókninni, komi til greina þegar nýir lögreglumenn eru ráðnir og því sé engin þörf á sterkum bakhjarli. 4. Þetta er erfið spurning. Ekki vill Pósturinn draga úr þér kjarkinn en því miður telur hann harla vonlaust að þriggja manna fjölskylda með svo litlar tekjur geti ráðið við að kaupa sér húsnæði eins og málin standa. Hús- byggjendur, þar með taldir þeir sem eru að kaupa eldra húsnæði, hafa átt í miklum erfið- leikum undanfarin tvö eða þrjú ár, eins og þú eflaust þekkir af fréttum. Lánamálin eru óviss, fjármagnskostnaður hefur verið gifur- legur og ráðstafanir ríkisstjórnarinnar til hjálpar húsbyggjendum hafa verið svona upp og ofan og alls ekki nægjanlegar að margra mati. Vegna þessa er ábyggilega erf- itt að ráðast í húsnæðiskaup nú. En at- hugaðu að það hefur sjálfsagt alltaf verið og verður erfitt svo hver og einn verður að meta þetta með tilliti til sinna persónulegu aðstæðna. Það er yfirleitt ódýrara að byggja úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. En með til- liti til atvinnumöguleika. menntunarmögu- leika barna og annarrar þjónustu þarf það hins vegar ekki að vera hagstæðara. Húsnæðisstofnun ríkisins. Laugavegi 77, Reykjavík, rekur ráðgjafarþjónustu sem þú gætir leitað til og fengið nánari upplýsingar um þessi mál. Þar eru líka veittar upplýsing- ar i síma 28500 á milli klukkan níu og ellefu. 23. TBL VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.