Vikan

Tölublað

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 47

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 47
Viljirðu auka líkurnar á því að hjóna- bandið endist skaltu helst ekki giftast mjög ungur og ekki flana að neinu - áhættan er tvöföld í slíkum hjóna- böndum. Áhættutímabilin virðast vera á fyrstu árum hjónabandsins - þegar losnar um böndin af því hjón finna ekki til samkenndar - og á miðjum aldri, þegar hjón komast að því að þau eiga ekkert sameigin- legt lengur og stefna hvort í sína áttina. 35-45 ára skeiðið mætti kalla „síðustu for- vöð“. Þá er barnauppeldi að mestu lokið og konur fara að líta frá fjölskyldunni til nýrr- ar framtíðar. Karlmenn fara að slaka örlítið á í lífsgæðakapphlaupinu og geta leyft sér að snúa tilfinningahliðinni út á við. Þeir snúa sér þá meira að fjölskyldunni - eða að nýju sambandi. Persónuleiki hefur ákaflega mikið að segja um það hvort þú verður hamingjusamur. „Hvernig getur hún þolað þetta?“ er spurn- ing í hneykslunartón sem oft heyrist um konur sem giftar eru mönnum sem aðrir finna allt til foráttu. Konan virðist þola ástandið ágætlega og er meira að segja ham- ingjusöm, að því er best verður séð. Svarið iiggur nefnilega ekki alltaf hjá makanum - heldur okkur sjálfum. Sumir eru hamingju- samir og ánægðir án þess að kringumstæður eða maki skipti þar verulegu máli, aðrir eru óhamingjusamir og óánægðir yfirleitt, án tillits til aðstæðna eða umhverfis. Það skipt- ir nefnilega oft meira máli að þekkja og líka vel við sjálfan sig heldur en að læra að skilja verðandi maka. Eingöngu ef þú skilur hver þú ert - hversu hamingjusamur eða óhamingjusamur sem þú ert - þá ertu undir það búinn að geta um það dæmt hvaða að- stæður það eru sem munu gera þig ánægðan og hvernig manneskju þú gætir bundist ham- ingjusamlega í hjónabandi. Vandamálin eru ekki vandmál hjóna- bandsins því í raun þrífast hjónabönd á vissri áreitni og erfiðleikum, ef báð- ir aðilar gera sér grein fyrir vanda- málinu og vinna saman að því að leysa það. En það virðist einhvern veginn vera eðli mannsins að skella skuldinni á hinn aðilann: „Ef þú værir ekki svona háður þessari golfdellu þinni þá væri ekkert að í hjónabandinu hjá okkur,“ eða eithvað í þess- um dúr. Þú getur ekki breytt fólki þannig að það falli að þeirri ímynd sem þér fmnst það eigi að gera. „Ég eyddi óralöngum tíma í að hugsa um það að ef ég gæti fengið mann- inn minn til að breyta sér örlítið þá væri allt fullkomið,“ segir ein konan, „en komst svo að lokum að því eftir tuttugu ár að eina manneskjan, sem ég gæti í raun breytt, var ég sjálf.“ Ef fólk heldur að það geti svifið á rósrauðu skýi í gegnum allt hjónabandið þá á það von á stórkostlegum vonbrigðum. Kynlífið var alls ekki ofarlega á lista yfir þá þætti sem fólk taldi nauðsynlega til þess að hjónaband héldist gott og entist. Auðvit- að hefur kynlíf sitt að segja en lykillinn að ánægjunni virðist ekki vera magn - heldur gæði. Bestur árangur virðist vera þar sem jafnræði ríkir í þessum efnum og til allrar hamingju virðist það vera svo að fremur ólíklegt er að „Don Juan“ týpur laðist að „freðnum ýsum“. Einnig virðist kynlíf í hjónabandi lukkast best ef konan er sá mak- inn sem er meira kynæsandi. En ástin? Að vera ástfanginn er oft fyr- irboði hjónabandsins í hinum vest- ræna heimi en þó ástin sé til staðar við upphaf hjónabandsins er það eng- in trygging fyrir því að hún eða hjónabandið endist. „Maður á alltaf að vera ástfanginn, þá mun maður aldrei giftast,“ sagði Oscar Wilde illkvittnislega. Að bæta börnum við hjónabandið hefur verið lýst sem vaxtarbroddi ástarinnar. En þau geta haft margvísleg áhrif, gert gott hjónaband betra og aukið álagið á það hriktandi. Kannski væri bara best að færa sér tækn- ina í nyt þegar kjósa á sér lífsförunaut, fara í alls konar persónuleikapróf og þess háttar og láta síðan tölvu velja, í stað þess að taka áhættuna og leyfa Amor að leika lausum hala - en þá væri þetta varla svona skemmti- legt og spennandi, eða hvað finnst þér? 23. TBL VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.