Vikan

Tölublað

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 19

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 19
Til þess að forðast þann ægilega sjúkdóm eyðni - AIDS - er skynsamlegast að taka mark á aðvörunum og gæta þess að fyllast ekki ofsa- hræðslu. Það var bandaríski læknirinn dr. Michael Gottlieb, aðstoðarprófessor og sérfræðingur í ónæmisfræðum, sem fyrstur manna varaði við því að áður óþekktur, banvænn sjúkdómur væri farinn að leggjast á unga menn. Sumarið 1981 horfði hann upp á fjóra unga menn deyja úr sjaldgæfum lungnasjúkdómi sem áður hafði aðeins herjað á veikburða fólk, svo sem krabba- meinssjúklinga sem voru í strangri lyfjameðferð eða sjúklinga sem í höfðu verið grædd ný líf- færi. Allir fjórir sjúklingarnir áttu það sameig- inlegt að ónæmiskerfi þeirra var mjög lamað og þeir voru hommar sem sögðust hafa haft mök við marga karlmenn á umliðnum árum. Áður en varði fór að bera á því í öllum stór- borgum Bandaríkjanna að alls konar sjaldgæfir sjúkdómar drægju unga karlmenn til dauða á skömmum tíma. Dr. Gottlieb segir að sig hafi frá upphafi grunað að um áður óþekktan veiru- sjúkdóm væri að ræða. Hann telur nú að eyðni sé einn erfiðasti þáttur í baráttu mannsins og örveranna fyrr og síðar. Dr. Gottlieb er sannfærður um að í þeirri baráttu muni sigurinn ekki síst kominn undir visku kvennanna. „I slíkum viðureignum hafa konur ætíð verið bestu bandamenn lækn- anna,“ segir dr. Gottlieb. „Þeim er annt um að vernda fjölskyldur sínar og sjálfar sig og því gefa þær gaum að nýjungum sem læknavísind- in hafa fram að færa og bregðast við þeim.“ I upphafi virtust aðeins kynvilltir karlmenn, vin- ir þeirra og læknar hafa áhyggjur af þessum sjúkdómi. En það átti eftir að breytast. „Áhuga- leysi fjölmiðla og almennings breyttist á skömmum tíma í hreinustu móðursýki og litið bar á umhyggju fyrir sjúklingunum og lítið hirt um að upplýsa fólk um staðreyndir máls- ins. Þegar sjúkdómur eins og eyðni er annars vegar er tryllingslegur ótti, sem kynt er undir með vanþekkingu og fordómum gagnvart fórn- arlömbunum, enn hættulegri en áhugaleysi. Við þörfnumst þess sárlega að almenningur verði betur upplýstur og þar geta konurnar lið- sinnt okkur,“ segir dr. Michael Gottlieb. Eyðni hefur haft afar mikil áhrif á almenn- ing. Á skömmum tíma breyttust fréttir af sjúkdómnum úr innsíðuklausum í flennistórar forsíðufréttir. Dagblaðið The New York Post er frægt fyrir æsifréttir sínar. I því blaði voru daglega birtar greinar um eyðni og í þeirri fyrstu var fullyrt að „innan sextíu ára hefði veiran þurrkað út allt mannkyn". Þetta mun fræðilega hugsan- legt ef hver einasti karl, kona og barn hefur samfarir við eyðnisjúkling eða notar sprautu- nál sem sýktur eiturlyfjaneytandi hefur notað til að sprauta sig í æð. En þar sem þessi mögu- leiki er harla ólíklegur er þessi fullyrðing vitaskuld fráleit. En það eru ekki aðeins fjölmiðlarnir sem hafa ýtt undir óttann við eyðni, vísindamönnum er einnig kennt um að hafa með orðavali sínu gert hið sama. Bandaríski læknirinn Martha Rogers orðar það svo: „Vísindamenn segja varla nokkurn tíma aldrei.“ Ef vísindamaður er spurður hvernig eyðni smitist er því venju- lega svarað með því að hún smitist með samförum þar sem sæðið beri smit í blóðrásina gegnum smágerð sár eða rispur í leggöngum eða endaþarmi, eða ef sæði er gleypt. Einnig geti hún smitast við blóðgjöf eða ef sprautað er í æð með óhreinni nál. En ef spurt er hvort sjúkdómurinn geti smitast með einhverjum öðrum hætti, svo sem með lofti, mat, klósettset- um, við altarisgöngu þar sem notaður er sami bikar fyrir alla, á snyrtistofum og svo fram- vegis, þá svara vísindamenn alltaf með því að það sé „mjög ólíklegt". Þannig svar túlkar al- menningur (þar með talinn forseti Bandaríkj- anna) sem að það sé hugsanlegt og jafnvel sennilegt við sérstakar aðstæður. En það má heita víst að sömu vísindamenn myndu segja að það væri „mjög ólíklegt" ef einhver spyrði hvort líklegt væri að maður ætti á hættu að verða fyrir árás óðs tudda í miðborg New York. Samtök homma hafa dreift upplýsingum um eyðni með skrifum í tímarit samtakanna, með bæklingum sem dreift er í baðhúsum, á börum og öðrum samkomustöðum homma og í gegnum útvarpsstöðvar homma í stórborgum Banda- ríkjanna. Inntak þessa málflutnings er ótvírætt og gæti bjargað mannslífum: Varasamt kynlíf, það er samfarir um endaþarm, kynmök með munni þar sem sæði er gleypt og öll mök þar sem líkamsvessar berast frá einum til annars, getur verið banvænt. Tölulegar upplýsingar frá heilbrigðisstofnunum benda til þess að æ fleiri taki mark á þessum viðvörunum. Minna ber á kynsjúkdómum meðal homma en áður og eyðni- sjúklingum meðal þeirra fjölgar ekki eins ört og áður. Annar hópur eyðnisjúklinga stækkar á hinn bóginn óhugnanlega. Það eru eiturlyfjaneyt- endur sem skiptast á nálum til að sprauta sig í æð. Fæstir þeirra eru kynvilltir og mestar lík- ur eru taldar á að þannig berist smit í konur og ófædd börn. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ekki gert neinar tilraunir til að fræða þennan hóp en það er mun erfiðara að ná til hans en homma. Það sem þarf fyrst og fremst að brýna fyrir þessum hópi er hættan af því að skiptast á sprautunál- um, fremur en fordæma eiturlyfjaneysluna. Stungið hefur verið upp á því að framleiðendum verði gert að framleiða nálar sem aðeins er hægt að nota einu sinni eða að eiturlyfjaneyt- endum verði gert hægara um vik að útvega sér hreinar nálar. - Læknar hvetja fólk, sem ekki er í föstu sambandi og stundar kynlíf öðru hverju, til að spyrja rekkjunauta sína um notkun sprautu- nála og samkynhneigð. Talið er að það geti verið hættulegt að hafa kynmök við manneskju sem hefur sprautað sig í æð á undanförnum átta til tíu árum. Ef ein- hver hyggst hafa mök við eiturlyfjaneytanda, sem ekki hefur gengist undir rannsókn, er mælt með því að nota smokka og hafa alls ekki samfarir um endaþarm. 23. TBL VI KAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.