Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 36
EFTIfí ONNU ÚLAFSDÚTTUfí BJÖfíNSSON
Ungi baráttumaðurinn Dylan ásamt
Joan Baezí London 1965. Húner
enn í fullu fjöri og kemur á listahátíð
í voren hann...
Dylan með Söru, eiginkonu sinni
(fyrrverandi), á Wright-eyju 1969.
Tímarnir eru að breytast, var sungið árið
1966.
Söngvarinn var með rifna rödd og
varð þegar í stað postuli kynslóðar sem
seinna kenndi sig við stúdentaýfmgar,
mannréttindabaráttu og árið 1968. Hann
heitir Bob Dylan og er enn að. Honum
hefur ekki tekist að halda sömu reisn og
sumir hinna sem fram komu á sjöunda
áratugnum og enn lifa. Ræfilslegi og
raddlitli söngvarinn, sem tróð upp í lok
Live-Aid tónleikanna í Bandaríkjunum,
var ekki nema skugginn af baráttumann-
inum Bob Dylan.
Dylan hefur gengið í gegnum alls konar
skeið á ferli sínum, sungið sveitatónlist
með upprisna bófanum Johnny Cash,
verið upptekinn af nýtekinni kristni og
látið skilnaði og önnur persónuleg vanda-
mál hafa áhrif á sig og feril sinn. Fortíð
Dylans er athyglisverðari en nútíðin og
sem betur fer hafa verið hljóðrituð sönn-
unargögn um fyrri afrek mannsins. Hér
er smáyfírlit yfir ferilinn.
Hann er orðinn miðaldra, reiði, ungi maður-
inn, verður hálffimmtugur þann 24. maí i vor.
Hann bjó mestalla barnæsku sína í Hibbing í
Minnesota, rétt við landamæri Kanada. Bærinn
var líkur mörgum flatneskjulegum bandarísk-
um bæjum, með breiða og óaðlaðandi aðalgötu.
Þar var hann einfaldlega Robert Zimmermann,
af gyðingaættum í rammkaþólskum bæ. Af og
til hefur hann reyndar verið minntur á uppruna
sinn, kallaður ágjarn lítill púki án þess það
væri rökstutt frekar. Ýmsir hafa hagnast á ris-
lægri ferli en Dylan án þess að vera sí og æ
sakaðir um gróðasjónarmið. Það skyldi þó
aldrei vera grynnra á gyðingahatrinu en af er
látið?
FYRSTU ÁRIN í NEW YORK
Zimmermann hinn ungi fór í háskólann í
Minnesota og þá var hann farinn að kalla sig
Bob Dylan. Hann tolldi þar ekki nema rúmt
ár en fór þá til New York. Þá var komið árið
1960 og Greenwich Village var staðurinn sem
allir, sem vildu kalla sig bóhema, sóttu til.
Woody Gurthie var átrúnaðargoð hans, þekkt-
asta nafnið í þjóðlaga- og mótmælasöngvaheim-
inum. Þegar Dylan sagði vinum sínum að nú
ætlaði hann til New York að hitta Woody trúði
enginn þeirra almennilega á það. Hann fór,
fann Woody á Greystone sjúkrahúsinu og ræddi
við hann á banabeðinum. Woody hafði mikil
áhrif á Dylan og eftir á sagði hann oft frá því
að hann hefði hitt Woody fyrr, eða farið á
hljómleika hjá honum, en varð tvísaga í því.
Það má undarlegt teljast að þessi goðsögn
heillar kynslóðar var aldrei beinlínis vinsæll í
vinahópi. Hann þótti hrokafullur og upptekinn
af sjálfum sér og kynnunum við Woody þegar
þau komu til og var sagður helst vilja láta öll
samkvæmi snúast upp í tónleika sjálfs sín.
Anthony Scaduto, sem varð fyrstur til að
skrifa ævisögu Dylans - hún kom út 1971, held-
ur því fram að Dylan hafi komið til New Ýork
með þann bjargfasta ásetning að verða ríkur
og frægur og það hafi verið kaldhæðni örlag-
anna sem gerði hann að krossbera uppreisnar,
jafnréttis og friðar, hugsjóna sjöunda áratugar-
ins. Ævisaga þessi er talin fremur áreiðanleg
og Dylan hrósaði henni sjálfur þegar hún kom
út, þó upp á vinskapinn við höfundinn hefði
slest þá þegar.
New Ýork varð vendipunktur í lífi Dylans,
hann hætti að vera plága í partíum, vann mark-
visst að því að koma fram fyrir sífellt fieiri
áheyrendur á krám þorpsins, Greenwich Vil-
36 VIKAN 23. TBL