Vikan

Tölublað

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 52

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 52
SAKAMÁLASAGA EFTIR MICHAEL GILBERT „Ég hef ákveðið að taka mér leyfi snemma í júní og fara í veiðitúr. Ég ætla að dveljast á búgarði nokkrum í Cumberland. Þar er geysi- stórt stöðuvatn og mér er sagt að þar sé jafneinmanalegt og í Sahara eyðimörkinni," sagði Kenneth Alworthy við Arthur frænda . sinn. Það fór sæluhrollur um Arthur við þessar fréttir, en hann var sjálfur mikill veiðimaður. Þetta var tilfinning sem aðeins veiðimaðurinn þekkir, tilfinningin sem hann fær þegar sá stóri birtist út undan árbakkanum og gýtur augun- um á tálbeituna, litfagra, aðlaðandi og haglega gerða flugu sem veiðimaðurinn hefur kastað út hvað eftir annað. Raunar hafði Arthur lengi stefnt að þessu marki. Fyrir tæpu ári hafði hann fært búgarð Ho- worths i tal við frænda sinn, eins og fyrir tilviljun. Hann hafði rætt þetta svo óformlega að Kenneth var búinn að gleyma hvar hann hafði fengið þessar upplýsingar. Síðar hafði hann tvisvar minnst á þetta við kunningja Kenneths, sem hann áleit líklega til að færa það í tal við hann. Og í mars, þegar fyrstu páskaliljurnar sprungu út og framsýnt fólk fór að huga að sumarleyfinu, hafði hann sent frænda sínum eintak af Cumberland dagblað- inu. Þar sem Kenneth hafði mikinn áhuga á hellarannsóknum hafði hann merkt við grein um klettasprungur sem nýlega höfðu fundist fyrir neðan Rawnmere. En það var ekki einungis þessi grein sem hann ætlaði Kenneth að taka eftir. A sömu síðu, beint fyrir neðan greinina, var stutt auglýsing sem eigandi Howorths búgarðsins lét birta í blaðinu á hverju vori. Eftir þetta lét Arthur málið afskiptalaust. Ef silungurinn lætur ekki sjá sig er tilgangs- laust að berja vatnið. En hvers vegna skyldi það hafa verið svo mikiklvægt fyrir Arthur að Kenneth frændi hans færi upp á eigin spýtur til búgarðs Ho- worths? Til að komast að því er nauðsynlegt að líta á erfðaskrá afa þeirra, Alberts Alwort- hy, sem hafði safnað verulegu fé með dugnaði og sparsemi. Lögfræðingur hans, herra Rumbold, hafði skrifað erfðaskrána eftir fyrirmælum skjól- stæðings síns. Þau voru á þessa leið: „Það barnabarna minna, sem lifir hin öll, skal erfa allar eigur mínar.“ Fimmtíu árum síðar reyndi herra Rumbold yngri að útskýra þessi ákvæði fyrir Arthur. „Það er nú farið að þynnast í ættinni eftir tvær heimsstyrjaldir," sagði hann. „Faðir þinn og Bob, faðir Kenneths frænda þíns, voru þeir einu af börnum Alberts sem áttu afkomendur. Og þið Kenneth eruð nú einu barnabörnin sem eftir lifa.“ „Svo að það verðum við Kenneth sem erfum allt.“ „Sá ykkar sem lifir hinn.“ „Hve mikið fé er þetta?“ Lögfræðingurinn nefndi upphæðina og Art- hur Alworthy varð þungt hugsi. Hann þarfnaðist peninga. Hann var í alvar- legum fjárhagskröggum og þurfti fjármuni sem allra fyrst. Hann kæmist af næstu viku og ef til vill einnig næstu mánuði en ef honum tæk- ist ekki að útvega peninga innan árs væri úti um hann. Gjaldfallnir reikningarnir hlóðust upp. Hann gæti að vísu tekið lán til að greiða þá en slíkt fyrirhyggjuleysi í fjármálum var ekki að hans skapi, jafnvel þótt hann hefði von um arf einhvern tíma. Og þótt hann tæki lán dygði það honum í mesta lagi í ár. En það var einnig önnur ástæða fyrir því að búgarður Howorths varð fyrir valinu. Hann hafði sjálfur orðið fyrir persónulegri ógæfu á ferðalagi þar í grenndinni fyrir nokkrum árum. Þar hafði hann misst lítinn, snotran en forvit- inn hund af cocker spaniel kyni niður í skessu- ketil í mýrlendinu. Þetta var stór, hrikaleg jarðhola, hulin lágvöxnum gróðri að hálfu leyti og umkringd ryðgaðri, ótraustri girðingu. Ef hún hefði ekki verið á svo afskekktum stað sem raun ber vitni hefðu sennilega verið gerðar viðeigandi varúðarráðstafanir vegna hættunn- ar sem af henni stafaði. Skessuketillinn var í um þriggja mílna fjarlægð frá búgarðinum og þaðan voru fimm mílur til næsta þorps. Nokkr- ir fjárhirðanna vissu um tilvist skessuketilsins og þess vegna hafði Arthur hraðað sér til eins þeirra í von um að hægt væri að bjarga hundin- um. Fjárhirðirinn hafði hrist höfuðið vonleysis- lega. „Það kemst ekkert lifandi upp úr þessari jarðholu," sagði hann. „Ég get fullvissað yður um að vesalings hundurinn er dauður nú þeg- ar.“ „Þetta er ekki þurr hola,“ get ég sagt yður, herra. Það er vatn í botninum." „Fyrir 20 árum,“ hélt fjárhirðirinn áfram, „fór flokkur sérfræðinga þama niður í könnun- arleiðangur. Þar fundu þeir sauðkind sem hafði dottið í holuna mánuði áður. Eða - þeim virt- ist það vera sauðkind. Iskaldur vatnsstraumur- inn og skörðóttir klettarnir höfðu slíkan eyðingarmátt að það var varla hægt að greina af hvaða skepnu hræið var. Mánuði síðar,“ sagði íjárhirðirinn ennfremur, „hefur sennilega ekkert verið eftir af henni.“ „Þeir ættu að girða almennilega í kringum þessa jarðholu," hafði Arthur sagt sárgramur. „Já, ef til vill,“ sagði Qárhirðirinn en það var engin sannfæring í röddinni því að hann taldi girðinguna fjárhelda þótt hún væri bæði ryðguð og hrörleg og það var það sem skipti hann máli. Daginn eftir að Kenneth pakkaði niður veiði- stönginni sinni og hélt norður á bóginn lagði Arthur af stað í ferðalag. Hann ferðaðist smá- spöl með lest en eftir það fór hann fótgangandi og gisti ýmist á gistiheimilum eða úti í náttúr- unni. Hann var alvanur útilegum og gat komist af dögum saman með bakpoka og prímus. A Ijórða degi vaknaði hann í kjarrinu rétt fyrir ofan búgarð Howorths. Daginn áður hafði hann gengið 20 mílur utan vegar. Hann hafði útbúið sig til vikuferðar og tekið með sér Stríð og frið í þremur bindum og góðan sjónauka. Til allrar hamingju hélst veðrið gott. Og þennan fagra morgun sá hann Kenneth koma gangandi upp hæðina eftir göngustíg sem lá framhjá viðlegustað hans, með göngustaf i hönd í stað veiðistangar. Arthur lagði lykkju á leið sína og hélt í áttina til frænda sins. Þarna mættust frændurnir augliti til auglit- is, úr augsýn frá búgarðinum. Þegar þeir höfðu skipst á kveðjum sagði Arthur: „Ég held til á gistiheimili í Langdale og mér datt í hug að fá mér göngutúr hingað og athuga hvernig þér gengi að veiða." „Það er ekkert að hafa í dag,“ sagði Kenn- eth. „Það er of þurrt i veðri. Gamli maðurinn niðri á bænum fullyrðir að það muni rigna i nótt svo að vonandi get ég veitt eitthvað á morgun. Ég ákvað því að taka mér hvíld frá veiðunum í dag. Hefurðu nokkra hugmynd um hvað gæti verið skemmtilegt að skoða? Ég þekki svo lítið til hér.“ Arthur þóttist íhuga málið. „Það er margt að sjá hér,“ sagði hann. „Eigum við ekki að skoða skessuketilinn sem ég fann fyrir 5 árum.“ Frændi hans samþykkti það. Það tók um klukkustund að ganga þangað og líf Kenneths valt á því hvort þeir rækjust á nokkurn mann. Ef einhver fjárhirðanna sæi þá 52 VI KAN 23. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.