Vikan

Tölublað

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 27

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 27
Annan bíl átti Páll Arason af gerðinni Dodge Truck % tonn (sem við Islendingar kölluðum almennt ..vípon"). Sá var með yfirbyggingu eins og þessi sem hér fer niður bratta brekku (ekki þori ég þó að fullyrða að þetta sé bíH Páls). en yfirbygging afþessu tagí hét „Carry All". Þessi bill fékk heitið Ólína pg fékk siðar mikla. íslenska yfirbyggingu, gott ef ekki eina þá alfyrstu með gluggum sem náðu upp á þakið. Úlfar Jacobsen keypti þennan bíl síðar og notaði i sinar fjallaferðir. Líklega hefur..CarryAII" yfirbyggingin verið allt eins algeng á k) tonns Dodge bílunum og sennilega hafa þeir dregið af henni það heiti sem þeir almennt gengu undir hérlendis, en við kölluðum '/2 tonns gerðina almennt „karíól". Ljósmynd á. ég enga af „karíól" en læt hér fylgja teikningu Björns Jónssonar á Brúnalandi í Landeyjum af þvílíkum bít, með íslensku húsi. •Stem fyrr segir veit ég ekki um nema einn bííaf þessari gerð í uppgeranlegu ástandi - engan á hjólunum. Þessari mynd er hnuplað úr bók Páls Arason- ar, Áfram skröltir hann þó. Þessir tveir voru miklir ágætis bílar á sinni tíð og fóru marga fræga ferðina. Nær á myndinni og fastur i jökulurð er bíll Guðmundar Jónassonar af gerðinni GMC, upprunalega tíu hjóla, en önn- ur afturhásingin var tekin undan honum þegar byggt var yfir hann árið 1949. Þessi bill mun hafa tekið 19 manns í sæti og verið brautryðj- andi á mörgum leiðum á hálendinu. Seinna lenti hann í eigu Kjartans og Ingimars og end- aði loks ævi sína fyrir fáum árum í Hafnar- firði. með þvi að kveikt var í honum. Aftar á myndinni er þíH sem var einstakur i sinni röð. Undirvagninn var kanadiskur Ford en yfirbyggingin. meira að segja samstæðan. var alíslensk smiði. Þennan bíl áttu Kjartan og Ingimar en seldu hann síðan Rafveitunni, sem notaði hann við linulagnir. Þvi miður var þessi bi/l rifinn að lokum og hnaslinu hent. - Gaman hefði verið að eiga hann nú heilan á húfi. Eftir þessum Chevrolet trukk muna kannski flestir með bát á hvolfi ofan á þakinu. Þannig notaði Sigurjón Rist hann í mörg ár við vatna- mælingar sínar. Líklega mun Vaka hafa fengið þennan bíl fljótlega eftir stríðið, sett á hann gálga og notað hann þannig sem kranabíl. Síðan kviknaði í honum og hann brann svo sem brunnið gat. Eftir brunann rifu Vökumenn hann og ætluðu fyrst að gera hann upp. en endirinn varð sá að Haukur Hallgrímsson máiarameistarí keypti hann spaðrifinn eftir brunann og gerði hann upp. Kristinn vagna- smiður smíðaði á hann húsið (19 manna) og Haukur keypti í hann Chevrolet vél en gat notað girkassann og millikassann sem fylgdi eftir brunann. þó með þvi að gera millikassann upp. Seinna keypti hann í hann GMC vél og kassa, en millikassinn í GMC var með háu og lágu drifi, ekki bara háu eins og Chevrolet kassinn. KK sextettinn keypti bílinn af Hauki en átti ekki nema stuttan tíma þvi síðan keypti Raforkumálastofnunin hann handa Sigurjóni Ristí vatnamælingarnar. Einhvers staðar á lífs- leiðinni fékk þessi skemmtilegi Chevrolet nafnið Græninginn, líklega af því hann var lengi Ijósgrænn á lit. Núverandi eigandi bílsins er Guðmundur Marísson og hefur hann í hyggju að gera bilinn upp og koma honum til fyrri vegsemdar. Þar með er- góðum höfð- ingja borgið. Þetta ereini Chevrolet trukkurínn sem ég veit um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.