Vikan

Tölublað

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 39

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 39
Leyndarmál eiturslangnanna Rósa litla stundi þungan og ieit mæðu-l lega í kringum sig. Sólin var að komal upp og sendi fyrstu hikandi geislana í[ átt að stelpunni sem húkti þarna á| tröppunum. Enn réð þó morgunkulið ríkjum| en fyrr en varði tæki sólin öll völd með| brennheitum og sterkum geislum sínum.J Rósa vissi að henni var ekki til setunnarl boðið og betra að hypja sig af stað strax. I Hún átti langa leið fyrir höndum og vissi I af gamalli reynslu að best væri að vera kom- f in í áfangastað áður en geislar sólarinnarj féllu lárétt á svartan hrokkinkollinn henn- ar. Hún strauk niður eftir kjólnum sínum, | stóð upp og lagði af stað út úr þorpinu. Hún | stefndi í norðurátt, í átt til fjallanna þar sem | kaffirunnar í blóma settu svip á landslagið. Það var orðið langt liðið á morgun. Loftið | titraði létt af hita og umhverfið var þrungið | hljóðum, öskri eða söng þeirra fugla og dýra | sem lifðu og hrærðust á þessum slóðum.J Rósa mætti engum á leiðinni. Hún hafði oft| gengið þennan stíg áður og veitti því um- hverfinu litla athygli, niðursokkin í hugsan- ir sínar og það sem framundan var... Allt í einu kom hviss, hviss, hviss hljóð I henni til að nema staðar. Rósa stóð augliti I til auglitis við gamalkunnan óvin íbúannaj á þessum slóðum. Hviss, hviss beint fyrir| framan hana var andstyggileg eiturslanga, tilbúin til árásar að því er virtist. Rósa kom | ekki upp nokkru hljóði og gat hvorki hreyftj legg né lið. Þannig stóð hún grafkyrr og þær | báðar í eilífðartíma að því er Rósu fannst[ en henni til ómældrar undrunar tók eitur- f slangan allt í einu til máls: Hviss, hviss, láttu þér ekki bregða. Það| var ekki ætlun min að gera þér bilt við néj meiða þig á nokkurn hátt. En þar sem þú ert ennþá ung og ekki haldin þeirri áráttu mannanna að drepa okkur umsvifalaust, alls staðar og ævinlega, ætla ég að biðja þig I bónar. Hér skammt undan er samastaður okkar slangna, við getum kallað það þorpið okkar. Elsta slangan í þorpinu er orðin af- skaplega gömul og eilítið hrum. Þess vegna gerðist það fyrir nokkrum dögum þegar hún I var að hafa hamskipti, eins og við gerum l^dltaf af og til, að hún flæktist í gamla hamn- ] um og hefur síðan ekki mátt sig hræra. Við höfum reynt að gera allt sem í okkar valdi stendur en þó við séum liðugar megum við okkar lítils gegn þessari hamflækju. Elsta slangan hefur nú hvorki bragðað vott né þurrt í marga daga og er mjög af henni dreg- ið. Ég bið þig því fyrir hönd þorpsbúa að koma með mér og hjálpa okkur í nauðum. Við munum verða þér ævarandi þakklátar | og launa þér á okkar hátt. Rósa var ekki lengi að hugsa sig um þeg- I ar hún hafði náð sér eftir undrunina. Hún gat ekki hugsað til þess að láta elstu slöng- una deyja ef hún gæti orðið henni til hjálpar. | Það varð að hafa það þótt hún tefðist. Það varð uppi hviss og fótur og fit þegar I þær sáust nálgast. Rósa hikaði andartak I áður en hún gekk ákveðnum skrefum í átt að litla torginu í miðju þorpsins þar sem eiturslöngurnar höfðu safnast saman. Aldrei hafði hún séð þær svona margar saman komnar. Slöngumar voru, eins og slangna er siður, hálfhræddar við þessa tvífættu veru og hörfuðu með hvissi. Þama á miðju torg- inu lá vesældarlegt hrúgald. Ósköp lítur hún illa út, hugsaði Rósa. Það var rétt sem eitur- slangan sagði mér. Rósa fór varfæmum höndum um gömlu eiturslönguna og gat auðveldlega losað hana við gamla haminn. Þegar gamla eiturslangan hafði drukkið nokkra vatnssopa ræskti hún sig, horfði beint í augu Rósu og sagði: Þér, stúlka mín, þakka ég lífgjöfina. Ég mun vera þér þakklát svo lengi sem ég lifi og nafn þitt mun verða varðveitt meðal íbúa þessa þorps ennþá lengur. Helst hefði ég viljað bjóða þér til mikillar veislu en ég veit að þú ert að flýta þér og sennilega er hátíða- matur okkar ekki beinlínis uppáhaldsmatur- inn þinn. Ég get því einungis launað þér lífgjöfina með því að afhjúpa fyrir þér leynd- ardóma eiturslangnanna. Frá og með þessari stundu þarft þú ekki að hræðast eiturslöng- ur og einnig vil ég kenna þér óbrigðult ráð gegn biti eiturslangna, ráð sem þú verður svo að fara með að vild og í þágu hverra þú notfærir þér þessa vitneskju verður þú að ráða sjálf. Rósa beygði sig alveg niður að jörð og gamla eiturslangan hvíslaði leyndar- málinu í eyra hennar. Múgur eiturslangna fylgdi Rósu út á stíg- inn aftur en þegar hún leit við vom þær horfnar, allar með tölu. Aldrei gat hún eftir þetta fundið þorp eiturslangnanna en ráðið gegn eiturslöngubiti geymdi hún vandlega í huga sér. Leyndardómurinn reyndist henni mikils virði, aflaði henni vinsælda og virð- ingar og þau vom ófá, mannslífin sem hún átti eftir að bjarga rétt eins og hún hafði bjargað lífi gömlu eiturslöngunnar forðum. Enginn vissi þó hvaðan henni kom þessi vísdómur né hvernig stóð á því að hún kunni þetta ráð sem enginn annar kunni. En Rósa lét það aldrei uppi við nokkurn mann og varðveitti leyndarmál eiturslangnanna vel. 23. TBL VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.