Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 23
Þegar höfð eru í huga sum nýleg hlutverk
Kurts Russell, til dæmis hlutverk hins rudda-
fengna Snake Plissken í Escape from New
York eða túlkun hans á Elvis Presley, konungi
rokksins, í Elvis, the Movie, þá er erfitt að
ímynda sér að hann hafi verið aðalstjarnan hjá
Walt Disney félaginu í nokkur ár. I einum tíu
myndum frá Disney lék hann ímynd hins heil-
brigða unga manns. Þessir tveir kaflar í lífi
hans eru mjög ólíkir.
Kurt Russell fæddist í Springfield í Massac-
husetts í Bandaríkjunum. Aðeins fjögurra ára
gamall flutti hann til Los Angeles. Faðir hans
er einnig kvikmyndaleikari, heitir Bing Russell
og er aðallega þekktur fyrir að hafa leikið hlut-
verk lögreglustjóra í hinum þekktu sjónvarps-
þáttum Bonanza. I fjórtán ár lék hann þetta
hlutverk.
Snemma fékk Kurt Russell áhuga á leiklist.
Hann var aðeins tíu ára þegar hann fór að leika
alls konar hlutverk í sjónvarpsþáttum. Flest
voru hlutverkin lítil en drengurinn var fljótur
að skapa sér nafn. Meðal þátta sem hann lék í
á unga aldri má nefna The Man from U.N.C.
L.E., The Fugitive (Flóttamaðurinn) og
Police Story. Hann fékk einnig aðalhlutverk
í sjónvarpsseríu sem nefnist The Quest. Fjalla
þættirnir um dreng sem elst upp meðal in-
díána. Varð það til þess að honum voru boðin
gestahlutverk í þekktum vestraseríum eins og
The Virginian, Laredo og Gunsmoke.
Kurt Russell var sem sagt orðinn barna-
stjarna á unga aldri. Og þar sem aðalframleið-
andi barnamynda í þá daga var fyrirtæki Walt
Disney var honum boðinn góður samningur sem
hann tók. Eins og áður sagði lék Kurt Russell
i mörgum kvikmyndum fyrir Walt Disney. Ekki
voru þær myndir merkilegar. Fyrstu myndirnar
voru annars flokks fjölskyldumyndir, ósköp lík-
ar hver annarri. Kvikmyndaleikur var ekki
eingöngu áhugamál Russells á þessum árum.
Hann var og er mikill íþróttaaðdáandi. Hann
hafði mikinn hug á að verða hornaboltaleik-
maður en endaði í rallakstri sem hann stundaði
af miklum móð með kvikmyndaleiknum. Meira
að segja varð hann heimsmeistari í einum flokki
rallaksturs. íþróttaáhuginn leiddi svo til þess
að Walt Disney fór að nota hann í unglinga-
myndir. Vanalega lék hann stúdent með mikinn
áhuga á íþróttum. Eftir slys verður hann iðu-
lega eins konar ofurmenni á sviði íþrótta.
Þessar myndir voru ekki merkilegri en þær sem
hann lék í sem krakki en veittu honum góða
undirstöðu í kvikmyndaleik.
Þegar Kurt Russell var orðinn of gamall til
að leika unga stráka í myndum Disney-fyrir-
tækisins virtist sem hann hefði þegar náð
toppnum og aðeins karakterlítil hlutverk biðu
hans. Um skeið lék hann ýmist í leikhúsum eða
sjónvarpsmyndum. Það var hlutverk morðingja
í sjónvarpsmyndinni The Deadly Tower sem
leiddi til þess að honum var boðið hlutverk
Elvis Presley í Elvis, the Movie. Leikstjóri
þessarar myndar var enginn annar en John
Carpenter sem átti eftir að hafa mikil áhrif á
frama Kurts Russell. Þótti Russell takast ágæt-
lega að leika rokkkónginn. Hann söng þó ekki.
Annar sem hafði atvinnu af að stæla Elvis var
fenginn til að túlka lögin. Þess má geta að
fyrsta hlutverk Kurts Russell í kvikmynd var
einmitt í It Happened at the Worlds Fair.
Þar lék hann drengsnáða, en aðalleikarinn var
enginn annar en Elvis Presley.
Elvis, the Movie hafði afgerandi áhrif á
frama Kurts Russell og þar hitti hann einnig
fyrstu konu sína, leikkonuna Season Hubley.
Þau eiga eitt barn en eru skilin og núna er
Kurt Russell í sambúð með Goldie Hawn. Eiga
þau von á barni og vonast menn eftir tilkynn-
ingu um brúðkaup.
Nú fóru hjólin að snúast fyrir Russell. Hann
lék í tveimur kvikmyndum fyrir John Carpent-
er, Escape to New York og The Thing. Þessar
myndir vöktu mikla athygli þó ekki væri það
fyrir leik Russells í aðalhlutverkinu. Um hann
má þó segja að hann nær góðum tökum á hetj-
um sem John Carpenter er svo tamt að nota,
ruddafengnum föðurlandsvinum. Að mörgu
leyti er Kurt Russell ólíkur leikurum á sama
aldri sem aldir voru upp við hræðslu við að
vera teknir í herinn og sendir til Víetnam.
Hann er mjög amerískur og hefur látið hafa
eftir sér að það hafi orðið honum mikil von-
brigði að Bandaríkin skyldu ekki vinna styrj-
öldina. Ólíkt mörgum öðrum leikurum á hans
aldri!
Næsta mynd hans var mynd Mikes Nichols,
Silkwood. Hún var ólík öllu öðru sem hann
hafði áður fengist við. Þar er tekið á máli sem
olli miklu íjaðrafoki á sínum tíma. Mótleikari
hans þar var Meryl Streep. í The Mean Sea-
son leikur hann rannsóknarblaðamann sem
verður tengiliður morðingja við fjölmiðla. Þar
sýnir Kurt Russell svo ekki verður um villst
að hann er efni í stjörnuleikara. Þá kom mynd
sem átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar
fyrir hann, Swing Shift. Þar leikur hann á
móti Goldie Hawn. Það er skemmst frá því að
segja að þau fóru að sjást mikið saman og leiddi
það til þess að fjölmiðlar voru uppfullir af sög-
um af þeim. Afleiðingin var, eins og áður sagði,
sambúð og virðist hamingjan brosa við þeim.
Að sjálfsögðu stendur Kurt Russell nokkuð í
skugga Goldie Hawn en hingað til hefur hann
ekki látið það hafa áhrif á sig. Hann heldur
sínu striki og fær nóg af tilboðum sem hann
getur valið úr.
Nokkrar myndir með Kurt Russell sem fáanleg-
ar eru á myndbandaleigum:
Elvis, the Movie
Used Cars
Escape from New York
The Thing
Silkwood
The Mean Season
Swing Shift
23. TBL VIKAN 23