Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 05.06.1986, Qupperneq 23

Vikan - 05.06.1986, Qupperneq 23
Þegar höfð eru í huga sum nýleg hlutverk Kurts Russell, til dæmis hlutverk hins rudda- fengna Snake Plissken í Escape from New York eða túlkun hans á Elvis Presley, konungi rokksins, í Elvis, the Movie, þá er erfitt að ímynda sér að hann hafi verið aðalstjarnan hjá Walt Disney félaginu í nokkur ár. I einum tíu myndum frá Disney lék hann ímynd hins heil- brigða unga manns. Þessir tveir kaflar í lífi hans eru mjög ólíkir. Kurt Russell fæddist í Springfield í Massac- husetts í Bandaríkjunum. Aðeins fjögurra ára gamall flutti hann til Los Angeles. Faðir hans er einnig kvikmyndaleikari, heitir Bing Russell og er aðallega þekktur fyrir að hafa leikið hlut- verk lögreglustjóra í hinum þekktu sjónvarps- þáttum Bonanza. I fjórtán ár lék hann þetta hlutverk. Snemma fékk Kurt Russell áhuga á leiklist. Hann var aðeins tíu ára þegar hann fór að leika alls konar hlutverk í sjónvarpsþáttum. Flest voru hlutverkin lítil en drengurinn var fljótur að skapa sér nafn. Meðal þátta sem hann lék í á unga aldri má nefna The Man from U.N.C. L.E., The Fugitive (Flóttamaðurinn) og Police Story. Hann fékk einnig aðalhlutverk í sjónvarpsseríu sem nefnist The Quest. Fjalla þættirnir um dreng sem elst upp meðal in- díána. Varð það til þess að honum voru boðin gestahlutverk í þekktum vestraseríum eins og The Virginian, Laredo og Gunsmoke. Kurt Russell var sem sagt orðinn barna- stjarna á unga aldri. Og þar sem aðalframleið- andi barnamynda í þá daga var fyrirtæki Walt Disney var honum boðinn góður samningur sem hann tók. Eins og áður sagði lék Kurt Russell i mörgum kvikmyndum fyrir Walt Disney. Ekki voru þær myndir merkilegar. Fyrstu myndirnar voru annars flokks fjölskyldumyndir, ósköp lík- ar hver annarri. Kvikmyndaleikur var ekki eingöngu áhugamál Russells á þessum árum. Hann var og er mikill íþróttaaðdáandi. Hann hafði mikinn hug á að verða hornaboltaleik- maður en endaði í rallakstri sem hann stundaði af miklum móð með kvikmyndaleiknum. Meira að segja varð hann heimsmeistari í einum flokki rallaksturs. íþróttaáhuginn leiddi svo til þess að Walt Disney fór að nota hann í unglinga- myndir. Vanalega lék hann stúdent með mikinn áhuga á íþróttum. Eftir slys verður hann iðu- lega eins konar ofurmenni á sviði íþrótta. Þessar myndir voru ekki merkilegri en þær sem hann lék í sem krakki en veittu honum góða undirstöðu í kvikmyndaleik. Þegar Kurt Russell var orðinn of gamall til að leika unga stráka í myndum Disney-fyrir- tækisins virtist sem hann hefði þegar náð toppnum og aðeins karakterlítil hlutverk biðu hans. Um skeið lék hann ýmist í leikhúsum eða sjónvarpsmyndum. Það var hlutverk morðingja í sjónvarpsmyndinni The Deadly Tower sem leiddi til þess að honum var boðið hlutverk Elvis Presley í Elvis, the Movie. Leikstjóri þessarar myndar var enginn annar en John Carpenter sem átti eftir að hafa mikil áhrif á frama Kurts Russell. Þótti Russell takast ágæt- lega að leika rokkkónginn. Hann söng þó ekki. Annar sem hafði atvinnu af að stæla Elvis var fenginn til að túlka lögin. Þess má geta að fyrsta hlutverk Kurts Russell í kvikmynd var einmitt í It Happened at the Worlds Fair. Þar lék hann drengsnáða, en aðalleikarinn var enginn annar en Elvis Presley. Elvis, the Movie hafði afgerandi áhrif á frama Kurts Russell og þar hitti hann einnig fyrstu konu sína, leikkonuna Season Hubley. Þau eiga eitt barn en eru skilin og núna er Kurt Russell í sambúð með Goldie Hawn. Eiga þau von á barni og vonast menn eftir tilkynn- ingu um brúðkaup. Nú fóru hjólin að snúast fyrir Russell. Hann lék í tveimur kvikmyndum fyrir John Carpent- er, Escape to New York og The Thing. Þessar myndir vöktu mikla athygli þó ekki væri það fyrir leik Russells í aðalhlutverkinu. Um hann má þó segja að hann nær góðum tökum á hetj- um sem John Carpenter er svo tamt að nota, ruddafengnum föðurlandsvinum. Að mörgu leyti er Kurt Russell ólíkur leikurum á sama aldri sem aldir voru upp við hræðslu við að vera teknir í herinn og sendir til Víetnam. Hann er mjög amerískur og hefur látið hafa eftir sér að það hafi orðið honum mikil von- brigði að Bandaríkin skyldu ekki vinna styrj- öldina. Ólíkt mörgum öðrum leikurum á hans aldri! Næsta mynd hans var mynd Mikes Nichols, Silkwood. Hún var ólík öllu öðru sem hann hafði áður fengist við. Þar er tekið á máli sem olli miklu íjaðrafoki á sínum tíma. Mótleikari hans þar var Meryl Streep. í The Mean Sea- son leikur hann rannsóknarblaðamann sem verður tengiliður morðingja við fjölmiðla. Þar sýnir Kurt Russell svo ekki verður um villst að hann er efni í stjörnuleikara. Þá kom mynd sem átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir hann, Swing Shift. Þar leikur hann á móti Goldie Hawn. Það er skemmst frá því að segja að þau fóru að sjást mikið saman og leiddi það til þess að fjölmiðlar voru uppfullir af sög- um af þeim. Afleiðingin var, eins og áður sagði, sambúð og virðist hamingjan brosa við þeim. Að sjálfsögðu stendur Kurt Russell nokkuð í skugga Goldie Hawn en hingað til hefur hann ekki látið það hafa áhrif á sig. Hann heldur sínu striki og fær nóg af tilboðum sem hann getur valið úr. Nokkrar myndir með Kurt Russell sem fáanleg- ar eru á myndbandaleigum: Elvis, the Movie Used Cars Escape from New York The Thing Silkwood The Mean Season Swing Shift 23. TBL VIKAN 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.