Vikan

Tölublað

Vikan - 23.10.1986, Blaðsíða 25

Vikan - 23.10.1986, Blaðsíða 25
raunar að fara út í viðræður við námsmenn nú á næstu dögunt." - Finnst þér að námsmenn hafi beitl sér nóg að innri málum Háskól- ans? „Nú á ég miklu erfiðara með að dæma. Ég hygg þó, af þeirri nasasjón sem ég hef fengið af Háskólanum í starfi mínu sem menntamálaráð- herra, að svo sé ekki. Ég marka þetla fyrst og fremst af því að skóiinn hef- ur ekki náð þeim frama og þroska sem hann hefði átt að gera. En þar kemur margl fleira til. Stjórnmála- menn eiga þarna nokkra sök. Skiln- ingur á þörfum Háskólans niðri í þingi hefur allar götur verið lítill. Ég tala nú ekki um á árum áður, þá var þetta olnbogabarn. En það hafa ver- ið hörkumenn í forsvari fyrir Háskólann sem haldið hafa merki hans á lofti. Nú er að koma ný kynslóð manna, raungreinamennirnir, það er ekkert nema gott um þá að segja, en ég myndi sakna þess ef húmanísk fræði yrðu útundan." - Hvað rædduð þið á stúdenta- ráðsfundum þegar þú sast í Stúd- entaráði? „Ja, við Jón Böðvarsson skóla- meistari tefldum nú stundum á fundum þegar okkur leiddist þófið. Þó held ég að ég hafi nú ekki dregið af mér í þrætunuin frekar en endra- nær. Höfuðdeilurnar voru um framkvæmd fyrsta desember kosn- inganna. Þegar ég sat í Stúdentaráði voru þar fimm flokkar: Félag frjáls- lyndra stúdenta sem voru framsókn- armenn, Félagjafnaðarmanna, Félag róltækra stúdenta, Félag þjóðvarn- armanna og Vaka, félag lýðræðis- sinnaðra stúdenta. Deilurnar stóðu um það hver ætti að skipuleggja há- tíðahöldin og fá aðalræðumann hátíðahaldanna. Svo voru það hags- munamálin. Til dæmis var deilt um það hver ætti að sitja í stjórn stúd- entagarðanna og margt fleira deildu menn um. Þetta var mikil flokkapóli- tík og öll mál gerð að flokkspóli- tískum málum. Því mæddi mikið á formanni Stúdentaráðs að halda þessu saman. En liann var þá Skúli Benediktsson og var framsóknar- maður, kaldur kall, Skúli, en mikill húmoristi og manneskja. Annars á ég engar góðar minning- ar úr Háskólanum. það er þá helst úr Stúdentaráði sem ég á góðar minningar. Ég undi mér illa. hafði lítinn áhuga á viðskiptafræðinni sem ég var að læra á þeim árum, stund- aði námið slaklega og var að gera allan fjandann annan en læra. Þvi tel ég mig tiltölulega ótruflaðan af hag- fræðinámi mínu." Við þökkum Sverri fyrir spjallið. Össur Skarphédimson: „Eg var gasaiega róttækur þáu Össur Skarphéðinsson, ritstjóri á Þjóðviljanum, var vel þekkt nafn í stúdentapólitíkinni á síðasta áratug. Össur sat þar í forsæti fyrir vinstri- menn sem hétu þá Verðandi, félag róttækra stúdenta. Það fyrsta sem Össur segir við mig þegar við hitt- umst er: „Ég var gasalega róttækur þá.“ Og um leið hlær hann að sjálf- um sér. Það ár, sem Össur var fonnaður Stúdentaráðs, voru lánamálin ofar- lega á baugi. En gefum Össuri orðið. „Á árunum 1976-77 ákváðu stjórnvöld að setja vísitölutryggingu á námslán. Þetta voru fyrstu lánin á markaðnum sem voru verðtryggð. Námsmenn voru þessu gjörsamlega mótfallnir og við stóðum í harðri baráttu við að reyna að milda lögin. Félagsleg virkni stúdenta á þessum árum var mjög mikil. Við fórum í mótmælagöngur, hertókum mennta- málaráðuneytið og sátum á þing- pöllum þegar lánamál voru rædd á þingi. Ég minnist til dæmis einnar göngunnar sem við stóðum fyrir, þá örkuðum við ofan úr Háskóla og niður á Austurvöll og héldum þar þrjú þúsund manna útifund. Eins atviks úr þessari göngu minnist ég með mikilli gleði en það var þegar Kjartan Gunnarsson, núverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, gekk í broddi fylkingar veifandi mótmælaspjaldi, gegn ríkisstjórninni. Svo minnist ég viðbragða hægri pressunnar þar sem við vorum pres- enteruð sem óalandi og óferjandi villimenn. Sem við auðvitað vorum. Þegar við hertókum menntamála- ráðuneytið sátum við þar dagpart til að leggja áherslu á stöðu okkar. Þá var Vilhjálmur frá Brekku mennta- málaráðherra og við ræddum við hann hversdagsleg málefni og slúðr- uðuin við hann um það sem var að gerast i pólitíkinni i Reykjavík og austur í Mjóafirði. En við náðum þó að koma ýmsu af okkar haráttu- málum til skila, svo sem því að hjón, sem tækju bæði námslán, borguðu aðeins af öðru láninu i einu þegar þau hefðu lokið námi. Þann 16. maí 1976 voru þessi mál rædd á þingi. Þá einsettum við okkur að sýna fram á að við værum veru- lega óánægð og ákváðum að fara á þingpalla. Mig minnir að Gestur Guðmundsson, sem nú er starfandi í Kaupmannahöfn, hafi átt hug- myndina að því að ég héldi ræðu ofan af þingpöllum. Svo héldum við niður á þing. Lögreglan hafði haft spurnir af því að til tíðinda myndi draga. Nokkra daga á undan höfðu setið á þingpöllum óeinkennisklædd- ir lögreglumenn og þeir voru þar líka þennan dag. Þegar við mættum sátu þar þrír eða ijórir óeinkennisklæddir lögreglumenn en þeir voru svo önn- um kafnir við að lesa Vísi að þeir uggðu ekki að sér fyrr en við höfðum komið okkur fyrir. Nú, við tókum okkur sæti og fé- lagar mínir mynduðu varnarblokk umhverfis mig til að vernda mig fyr- ir lögreglunni. Þegar tíminn var kominn stóð ég upp og flutti þrum- andi ræðu sem vakti mikla athygli þingheims. Ragnhildur Helgadóttir, sem þá var forseti neðri deildar Al- þingis, varð mjög undrandi þegar málflutningur minn hófst og hóf að hringja þingbjöllunni í gríð og erg. Svava Jakobsdóttir, sem sal þá á þingi fyrir Alþýðubandalagið, veifaði mér hins vegar kankvíslega. Mér tókst að ljúka ræðunni áður en lögg- an gómaði mig og dró mig í burtu. Ég var dreginn fyrir Ragnhildi en hún hafði reiðst svo illilega að hún mátti ekki mæla. Svo mér var sleppt. En hægri pressan gerði þessu góð skil og vandaði okkur ekki kveðjurn- ar frernur en endranær. - Hvaða augum lítur þú á stúd- entapólitíkina í dag? „Mér sýnist stúdentapólitíkin í dag ósköp tilþrifalítil. Stúdentar hafa ekki sama baráttuvilja og áður. Ég held að málflutningur forystumanna námsmanna í dag skaði beinlínis hagsmuni námsmanna. Þeir sýna bæði þjónustulund og linku gagnvarl niðurskurðarhugmyndum Sverris í lánamálum. Félagsleg virkni stúd- enta hefur minnkað, sem stafar ef til vill af því að þeir þurfa orðið að skila svo mörgum einingum til að fá námslán. En þó að nám sé þrosk- andi eru félagsmál það líka svo að ég held að stúdentar ættu að gefa ineiri gaum að sínum málum hér eft- ir en hingað til," segir Össur og kveður fast að. 43. TBL VIKAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.