Vikan - 23.10.1986, Qupperneq 30
Bókakynning Vikunnar
Crámosinn glóir
(iluggaö í
nyja bók
Thors
Vilhjálmssonar
Grámosinn glóir gerist
á 19. öld ogfjallar um
sakamál og rannsókn
sýslumanns áþví. Við
grípum hér niður í
bókinni þar sem sýslu-
maður er ásarnt
fylgdarmanni sínum á
leið tilþessað
rannsaka málið
Þeir voru að komast að vatnsendanum. Þá
stönzuðu þeir. Þeir fóru af baki og sátu þöglir,
og heyrðu vatnið kyrrlátt kjassa steina við bakk-
ann. Sólin teygði geislastafi niður á vatnið, gegnum
það sem eftir leifði af mistri. Þar flutu svanir.
Þeir horföu á svanina líða um vatnið í þótta-
fullri hálslangri tign; í hólma sátu endur og gæsir.
Svanaflotinn flæmdi undan séraðra fugla með
hægð. Bliki fór með önd og haföi bláan haus sem
rann útí grænt í sólinni. Það var kyrrt þartil stegg-
ur einn elti önd og hrakti undan sér aftur og
aftur þegar hún settist; unz einn svanurinn svam
fyrir og sagði honum að hafa sig hægan og fara
með spekt og spilla ekki sóldýrð dagsins. Síðan
leið hann áfram frá og setti á siglingunni á háls-
inn hlykk einsog hann væri að kyngja einhveiju,
síli, eða þá bara hugsun sinni. Svo nam hann
staðar og var alveg kyrr, og beið þess að vatnið
yrði alkyrrt kringum hann og beindi goggnum
gulfleyguðum sem endaði í svörtu niður að sinni
eigin spegilmynd og augun tveir svartir glamp-
andi punktar, rak síðan gogginn í sína eigin mynd
á vatninu, riðlaði henni og náði sér í síli.
Þá samfylktu ungir steggir og eimdi eftir af
gulu á hausnum og gráminn horfmn, hvitir liðu
þeir fram og flæmdu steigurlátir á undan sér flota
af öndum. Skyndilega hófust upp tveir álftarstegg-
ir, þöndu sig hvor gegn öðrum, og slógust
vængjum og hjuggu goggi hvor að öðrum, og
pískuðu vatnið upp svo ókyrrð kom á allan skar-
ann. Annar 'oeit hinn í vænginn og virtist sá ætla
að fara halloka en magnaðist óvænt upp og yfir-
gekk hinn og rak hann burt, og fjaraði út það
at. Og aftur varð kyrrt.
Þórður fylgdarmaður þagði og hugsaði urn
kvöldið áður í baðstofunni, hvemig hinn ungi
sýslumaður hafði farið á kostum og kveikt fjör
kringum sig og gleði með ræðurn sinum og sög-
um, og taláði ekki um fólkið sem hafði teymt
hann afsíðis og sagt að aldrei hefðu þau fengið
svona gest áður. Svona eiga sýslumenn að vera,
sagði Sæunn kerling tannlaus við hann, og húðin
skorpin einsog leður alhrokkið fellingum.
Sýslumaðurinn kveið þvi að koma í áfanga-
stað. Það gildir nokkru að slóra markvisst,
hugsaði hann. En þeir urðu að halda ferðinni
áfram.
Jæja, sagði hann.
Já, segir Þórður: Já-há. Það var og.
Þeir fóru á bak og riðu fyrir blikandi vatns-
endann, og upp rnóann frá vatninu.
Það hafði verið sólfar. Nú var hún horfin.
Loftið var grátt. Og ljósari ský ruku. Golan var
svöl.
Landið var flatt, fjöll fjær. Stundum var auður
sandur, eða melar, blásin móabörð, melgrasskúf-
ar.
Þeir fóm hjá tóftarbrotum.
í hugann leituðu sagniraf ýmsum slæðingj á
þessari heiði sem ásótti einfara ferðamenn.
Menn sem höfðu orðið úti og fundust með
merkjum þess að þeim hafði verið fyrirkomið
með annarlegum hætti.
Og hér var búið, segir Ásmundur, og þeir riðu
samsíða hjá þessum rústum: það hefur verið hart
um snjóavetur.
Og ekki svo langt síðan, sagði Þórður: Þú
fyrirgefur sýslumaður þó ég sveigj að yfirvöldun-
um. En ég held ég hætti nú bara á það eftir að
hafa hlustað á þinarglæstu ræður í gærkvöldi
um betra líf fyrir þetta blessaða fólk. -Svo verðið
þið nú að takast á um það áfiram hvemig á að
fara að því. Þú manst kannski eftir bænum í fjarð-
arkrikanum áðuren við lögðum uppá heiðina.
Þar gekk ekki svo lítið á. Það er kannski gott
að nefna þetta í sambandi við það sem þið vomð
að tala um samhjálpina og þú settir traust þitt á
einstaklingana sent gnæfðu uppúrogdrægju hina
fram til hins betra, til framfara í stað þess að
setja allt traust sitt á félagsandann.
Eélagsandinn, segir Asmundur án þess að leggja
frekar til málanna en beið eftir frásögu fylgdar-
mannsins.
Já blessaður félagsandinn, segir Þórður. Og
segir með hægðinni söguna af bóndanum sern
bjó við lónið búi sinu ásarnt konu og bömurn
og hafði verið hreppstjóri. En á nokkrum mánuð-
um missti hann konu sína og böm sín öll utan
þrjú hin yngstu, og dóu reyndar öll nema lítil
stúlka sern varð tíu ára að taka að sér alla for-
sjón heimilisins innanhúss og hjúkra tveim yngri
systkinum sínum, meðan þau vom að veslast
upp. Félagsandinn. hvar var hann þá? Voru allir
X VIKAN 43. TBL