Vikan

Útgáva

Vikan - 23.10.1986, Síða 38

Vikan - 23.10.1986, Síða 38
Hann komst á stjörnuhimininn með laginu Wherever I Lay My Hat sem fór á topp breska listans sumarið 1983. Síðan hefur hann átt ýmsa smelli sem hafa þó ekki náð sama áfanga og hatta- söngurinn. Hann hefur aðeins gefið út tvær breiðskífur en sú þriðja er á leiðinni. Lítum aðeins á feril þessa þrítuga söngvara. Paul er fæddur 17. janúar 1956 í Luton. Hann lærði á píanó frá sjö ára aldri en hætti því þegar hann var fjórtán (hann sér eftir að hafa ekki haldið áfram) og lærði í smátíma á gítar. Hann hætti í skóla þegar hann var sextán ára og hóf störf hjá Vaux- hall bílaverksmiðjunum. Á svipuðum tíma hófust afskipti hans af tónlist. Um þetta leyti gekk þungarokksæði yfir Luton og gerði það að verkum að hann varð eiginlega að fara í felur með áhuga sinn á soul-tónlist. Sem dæmi um flytjendur, sem voru í miklu uppáhaldi hjá honum en félagar hans máttu varla heyra minnst á, má nefna Steve Wonder, Marvin Gaye. Otis Redding og fleiri. Sú hljómsveit, sem var í ntiklu uppáhaldi hjá honum á þessum tíma, hét The Free en fyrsta platan, sem hann keypti sér, var ein- mitt með henni. Þrátt fyrir áhugaleysi á rokkinu, sem félagar hans voru á kafi i, lét hann tiileiðast að gerast bassaleikari í hljómsveit sem hét Streetband og stældi ýmsar þungarokkshljómsveitir. Þessi hljóm- sveit krækti sér þó einhvern veginn í hljómplötusamning og útkoman úr því nefndist Toast. Sköminu eftir að platan kom út lagði hljómsveitin upp laupana. 38 VIKAN 43. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.