Vikan


Vikan - 23.10.1986, Page 44

Vikan - 23.10.1986, Page 44
' \ Höfundur þessarar sögu er Áslaug Bald- ursdóttir. Hún er 12 ára og er í Árbæjarskól- anum. Fyrst spurðum við hana hvenær hún hefði byijað að skrifa sögur. „Ég held ég hafi verið svona sjö ára. Ég er búin að skrifa svolítið margar sögur. Einu sinni skrifaði ég bók og gaf systur minni i jólagjöf." - Um hvað skrifarðu helst? „Um fjölskyldur, krakka og dýr, og þá oft um fólk sem fer í ferðalög. Mér finnst mjög gaman að fara í ferðalög. í sumar fór ég i sumarbúðir og svo fór ég með Kiddu vinkonu minni til Flateyrar og þar vorum við í þijar vikur." - Nú ert þú í sjötta bekk i skólanum, hvað finnst þér skemmtilegast að læra? „Það er skemmtilegast að reikna.“ - Ætlarðu að læra eitthvað sérstakt þegar þú verður eldri? „Ég veit það ekki, það verður bara að koma í ljós. Kannski verð ég rithöfundur.“ - Lestu mikið af skáldsögum og hvað þá helst? „Ég les allt sem ég fæ, helst ævintýrabæk- ur, þær eru skemmtilegastar.“ - En hvað gerirðu annað skemmtilegt? „Ég fer á skíði á vetuma, í sund, fótbolta og handbolta. Ég æfi með Fylki héma í Hraunbænum.“ Á meðan við tókum þetta stutta viðtal við Áslaugu kom heill hópur af stelpum til að fá hana út í fótbolta svo að við þorðum ekki annað en hlífa henni við meira spum- ingaflóði og þökkum henni hér með fyrir söguna. 44 ViKAN 41 TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.