Vikan - 23.10.1986, Side 55
Lögregluforinginn var önnum kafinn við
að skrifa niður frásögnina.
„Hvenær sáuð þér perlufestina síðast?"
spurði hann.
„Hún var í skríninu áður en ég fór niður
til kvöldverðar.“
„Eruð þér vissar um það?“
„Já, ég var að velta því fyrir mér hvort
ég ætti að bera hana eða smaragðana en að
lokum ákvað ég að bera þá síðarnefndu svo
ég setti hana aftur í skartgripaskrínið.“
„Hver læsti skríninu?“
„Það gerði ég og lykillinn er festur á keðju
sem ég ber um hálsinn.“ Hún lyfti lyklinum
upp svo að lögregluforinginn gæti séð hann.
Hann yppti öxlum.
„Þjófurinn hlýtur að hafa haft sams kon-
ar lykil. Það ætti ekki að vera erfitt að
komast yfir einn slíkan. Þetta er einfaldur
lás. Hvað gerðuð þér svo eftir að þér lokuð-
uð skríninu?“
„Ég setti það á sinn stað í skúffuna.“
„En þér lokuðuð ekki skúffunni?"
„Nei, það geri ég aldrei. Þeman mín er
alltaf i herberginu þar til ég kem aftur.“
Lögregluforinginn varð alvarlegur á svip:
„Er svo að skilja að skartgripimir hafi verið
í skrininu allan tímann sem þér voruð niðri
og að þeman hafi aldrei yfirgefið herbergið.“
Skyndilega virtist Celestine átta sig á því
hve alvarleg staða hennar var orðin. Hún
rak upp vein, greip dauðahaldi í Poirot og
mddi út úr sér miklum flaumi orða á
frönsku. Hún sagði að það væri hneyksli
að hún væri grunuð um þjófnað. Það væri
kunnara en frá þyrfti að segja að lögreglu-
þjónar væm með heimskari mönnum en
hann sem franskur herramaður... „Belgisk-
ur,“ leiðrétti Poirot en Celestine lét sér á
sama standa um það og hélt áfram. Hann
gæti ekki staðið hér og horft á hana hafða
fyrir rangri sök meðan herbergisþernunni
væri sleppt. Hún hefði aldrei kunnað við
hana, hún væri greinilega fæddur þjófur,
rjóð í andliti og að springa úr frekju. Hún
hafði strax séð að hún væri ekki heiðarleg
og það varð jú líka að gæta hennar meðan
hún væri í herberginu. Það ætti að láta þessa
heimsku lögreglumenn leita á henni og það
væri mjög undarlegt ef perlufestin fyndist
ekki.
Þótt þetta væri allt saman sagt mjög hratt
á frönsku þá kryddaði Celestine mál sitt
með handapati og það dugði til að herbergis-
þeman áttaði sig á því hvað hún var að
segja. Hún roðnaði en varð reiðileg á svip.
„Ef þessi útlendingur er að ásaka mig um
þjófnaðinn á perlufestinni er það lygi. Ég
ekki svo mikið sem sá hana,“ tilkynnti hún.
„Leitið á henni,“ æpti hin. „Þið frnnið
perlufestina eins og ég var búin að segja.“
„Þú ert lygari, heyrið þið það,“ hrópaði
herbergisþeman og gekk nær Celestine. „Þú
stalst henni sjálf og kennir mér nú um. Ég
kom ekki inn í herbergið fyrr en þrem til
fjórum mínútum áður en frúin kom en þú
sast hér inni allan tímann."
Lögregluforinginn leit spyrjandi á Celest-
ine: „Er þetta rétt? Fóruð þér aldrei út úr
herberginu?“
„í raun og veru skildi ég hana aldrei eftir
eina,“ viðurkenndi Celestine hikandi, „en
ég fór tvisvar inn í herbergið mitt. í annað
skiptið vantaði mig baðmull en í hitt skiptið
fór ég að ná í skæri. Hún hlýtur að hafa
stolið þeim í annað hvort skiptið.“
„Þú varst ekki eina mínútu í burtu,“ svar-
aði herbergisþeman reiðilega. „Þú hoppaðir
bara út og inn. En það er svo sem allt í lagi
að lögreglan leiti á mér, ég hef engu að
leyna.“
Um leið og hún sagði þetta var barið að
dyrum. Lögregluforinginn fór til dyra. Það
lifnaði yfir honum þegar hann sá hver var
kominn.
„En sú heppni," sagði hann. „Hérer kom-
in lögreglukona sem við sendum eftir.
Mynduð þér vilja gera svo vel og fara inn
í næsta herbergi.“
Hann leit á herbergisþernuna sem gekk
yfir þröskuldinn og hnykkti til höfðinu um
leið. Lögreglukonan fylgdi fast á eftir.
Franska stúlkan féll snöktandi niður í stól.
Poirot leit í kringum sig í herberginu en það
helsta sem þar var inni er á meðfylgjandi
teikningu sem ég hef gert.
„Hvert liggja þessar dyr?“ spurði Poirot
og hnykkti til höfðinu í átt að dyrum sem
voru við annan gluggann.
„Inn í næsta herbergi, held ég,“ svaraði
lögregluforinginn. „Þeim er lokað hinum
megin frá.“
Poirot gekk að dyrunum og ýtti á hurð-
ina. Því næst dró hann lokuna frá og reyndi
aftur.
„Þetta virðist ekki koma til greina,“ sagði
hann um leið og hann gekk út að gluggunum
og rannsakaði þá vandlega hvem fyrir sig.
„Hér er heldur ekkert, ekki einu sinni sval-
ir fyrir utan.“
„Þó svo væri fæ ég ekki séð hvemig hefði
átt að nýta þær fyrst þernan fór aldrei út
úr herberginu.“
„Rétt,“ sagði Poirot. „Eins og ungfrúin
sagði yfirgaf hún aldrei herbergið...“
I því komu herbergisþernan og lögreglu-
konan aftur inn í herbergið.
„Ekkert,“ sagði sú síðarnefnda stuttlega.
„Enda væri eitthvað skritið ef svo hefði
verið,“ sagði herbergisþernan. „Þessi
franska glyðra ætti að skammast sín fyrir
að reyna að svipta heiðarlegar stúlkur
mannorðinu.“
„Svona, svona, stúlka mín,“ sagði lög-
regluforinginn um leið og hann opnaði
dymar. „Þér liggið ekki lengur undir gmn.
Þér megið halda áfram með verk yðar.“
Herbergisþemuna blóðlangaði til að vera
áfram en fór samt.
„Ætlið þér ekki að láta leita á henni,“
spurði hún og benti á Celestine.
„Jú, jú,“ sagði lögregluforinginn og læsti
dymnum.
Celestine fór nú inn í litla herbergið með
lögreglukonunni og skömmu seinna komu
þær aftur. Ekkert hafði heldur fundist á
henni.
Lögregluforinginn varð enn alvarlegri á
svipinn. „Þér verðið víst að koma með nið-
ur á stöð, fröken.“ Hann sneri sér að frú
Opalsen. „Því miður verður ekki annað séð
en þernan yðar sé hin seka fyrst perlufestin
fannst ekki hjá hinni stúlkunni. Líklega er
hún falin í herberginu.“
Celestine rak upp skaðræðisvein og greip
í handlegg Poirots. Hann beygði sig að henni
og hvíslaði einhveiju í eyra hennar. Hún
leit á hann vantrúuð á svip.
„Jú, jú, mín kæra. Ég fullvissa yður um
að það er ekki til neins að streitast á móti.“
Því næst sneri hann sér að lögregluforingjan-
um.
„Mætti ég gera smátilraun?“
„Það fer nú eftir því hver hún er?“ sagði
hinn hlutlausum rómi.
Poirot sneri sér að Celestine.
„Þér fómð inn í herbergið yðar til að ná
í baðmull. Hvar var hún geymd?“
„I efstu kommóðuskúffunni, herra.“
„En skærin?“
„Þau voru þar líka.“
„Mætti ég biðja yður, fröken, um að ná
í báða þessa hluti aftur. Þér sátuð hér við
vinnu yðar, var það ekki?“
Celestine settist niður. Þegar Poirot gaf
henni merki stóð hún upp, gekk inn í næsta
herbergi og náði í eitthvað í kommóðuskúff-
una, kom síðan aftur.
Poirot fylgdist með hreyfmgum hennar
og tók jafnframt tímann á geysistóru vasa-
úri sem hann hélt í hendi sér.
„ Og aftur nú, fröken, gjörið svo vel.“
Þegar hann hafði gert þetta í annað skipti
skrifaði hann niðurstöðumar hjá sér í litla
vasabók og setti svo vasaúrið á borðið.
„Þakka yður fyrir, fröken, og yður, herra
minn.“ Hann hneigði sig i áttina til lögreglu-
foringjans.
Framhald i næsta blaði.
43. TBL VIKAN 55