Vikan

Tölublað

Vikan - 23.10.1986, Blaðsíða 56

Vikan - 23.10.1986, Blaðsíða 56
S T J Ö R N U S P Á SPÁIN GILDIR FYRIR VIKUNA 23.-29. OKTÓBER HRÚTURINN 21. mars-20. apríl Framan af verður fremur tíðindalítið en er á líður taka hjólin að snúast. Mjög er þó undir áhuga og vilja komið hvemig málin þróast og heppilegt að hugsa sig um áður en lagt er út í viðamikil verkefni. Búast má við óvæntri gjöf, ekki endilega áþreifanlegri. TVÍBURARNIR 22. maí-21. júní Til þín verður leitað úr fleiri en einni átt og svo kann að fara að þér finn- ist að þér þrengt. Ekki þarf þetta að verða þér til óþæginda ef þú gætir þess að lofa ekki of miklu og hefur hugfast að það er þitt að ráð- stafa tíma þínum. Allt krefst þetta þó að þú sýnir nokkra lipurð. LJÓNIÐ 24. júlí-23. ágúst Haltu fast um budduna og láttu hvorki glepjast af gylliboðum né lof- orðum um skjótfenginn gróða. Áhyggjur, sem hvilt hafa á þér um hrið, virðast um það bil að hverfa úr huga þínum, annaðhvort vegna þess að þú lítur málin öðrum augum eða úr þeim greiðist á óvæntan hátt. VOGIN 24. sept.-23. okt. Þér fmnst freistandi að skipta þér af einkamálum annarra. Jafnvel þótt um nána vini sé að ræða skaltu fara varlega því að viljir þú verða þeim að liði kemur sér best að þú standir álengdar um sinn og hafist ekki að. Auk þess væri þér nær að koma þín- um eigin málum í viðunandi horf. BOGMAÐURINN 24. nóv.-21. des. Verði þér boðið til mannfagnaðar um helgina ættirðu að þiggja það. Þér er mikilvægt að vera innan um fólk og þú skalt sinna þeirri þörf. Hafírðu haft áhyggjur af fjármálun- um geturðu huggað þig við að þau komast senn í þokkalegt horf og lík- ur á að svo haldist um sinn. VATNSBERINN 21. jan.-19. febr. Nú er góður tími fyrir þá sem eru leitandi og langar að breyta til. Þetta þýðir þó ekki að breytingar séu góð- ar breytinganna vegna og sjálfsagt að athuga möguleikana með hlið- sjón af núverandi ástandi. Ekki er samt líklegt að þú kaupir köttinn í sekknum á næstunni. NAUTIÐ 21. apríl-21. maí Það er hugur í þér og þér liggur margt á hjarta. Því er líklegt að þú lendir í heitum umræðum, jafnvel stælum. Gættu tungu þinnar, virtu sjónarmið annarra og forðastu að særa fólk. Ella máttu búast við að þurfa að éta stóru orðin ofan í þig seinna og það fellur þér ekki. KRABBINN 22. júní—23. júlí Treystu ekki á aðra með það sem þér er í lófa lagið að annast á eigin spýtur. Það er vissulega þægilegt að koma því leiðinlegasta á aðra en þeir gætu átt það til að sjá við þér og þá áttu óhægara um vik að leita aðstoðar þegar meira liggur við. Breyttar aðstæður reynast þér í hag. MEYJAN 24. ágúst-23. sept. Sitthvað ólíkt verður á döfinni hjá þér og það krefst þess að þú sýnir þolinmæði og skilning. Þér kann að þykja þetta nokkuð strembið en þú hefur ekki nema gott af því að leggja þig fram. Þú nýtur þá auk þess ánægjunnar af vel unnu verki og það er ekki minnst um vert. SPORÐDREKINN 24. okt.-23. nóv. Þér verður trúað fyrir leyndarmáli og þykir nokkuð til þess koma. Ekki er tryggt að allt sé sem sýnist og því skaltu taka stórtíðindum með fyrir- vara. Athugaðu í ró og næði hvernig allt er í pottinn búið áður en þú ferð að breyta fyrri áætlunum og haltu öllu opnu sem lengst. STEINGEITIN 22. des.-20. jan. Fólk hefur mjög misjöfn áhrif á þig og þú átt erfitt með að átta þig á af hverju það stafar. Sýndu sann- gimi í dómum um aðra, menn hafa svo mismunandi sjónarmið að ekki er við því að búast að allir verði á eitt sáttir en ættu þó að geta verið í þokkalegu samlyndi. FISKARNIR 20. febr.-20. mars Þér bjóðast mörg og misjöfn tæki- færi, einkum á fjárhagslega sviðinu. Reyndu ekki að gína yfir of miklu, það endar ekki öðruvísi en að þú missir allt út úr höndunum á þér. Vænlegast er að fá einhvern sem þú treystir til liðs við þig og saman get- ið þið hagnast bærilega. Nú er orðið tímabært að líta aðeins á sporðdrekann. Margir líta hann homauga og vissulega er i skapgerð hans að fmna ýmsa eiginleika sem ekki eru almennt taldir til mannkosta. Þó hefur hver til síns ágætis nokkuð og i fari sporðdrekans er að frnna sitthvað sem allir vildu fegnir hafa til að bera. Þessi algengi ímugustur á sporðdrekum ereinkennandi, hér eru engar hversdagsmanneskjur á ferðinni, sporðdrekar vekja athygli hvar sem þeir fara og allir taka afstöðu til þeirra. Menn láta óspart í ljós álit sitt, hvort sem þeim líkar við þá eða ekki, en stundum segja dómarnir meira um þann sem dæmir en um sporðdrekann. Þetta fólk ber sterka persónu, er viljasterkt, kappsamt og neytir flestra ráða til að ná mark- miðum sínum. Sporðdrekinn hefur ákveðna skoðun á öllu mögulegu, heldur henni stíft fram og þykir síður en svo mið- ur að viðmælandinn sé á öðru máli. Hann ver skoðun sína fram í rauðan dauðann en á jafnframt til að tala þvert um hug sinn ef það hentar honum. Sporðdrekinn hneigist til öfga, jafnvel ofstækis, er opinskár og skeytir lítt um álit annarra á sér. Það á sinn þátt í að afla honum óvildarmanna. Hann lætur sig líðan annarra lillu skipta og virðist oft á tiðum alls- endis ófær um að taka þátt í kjörum samferðarhannanna, er stundum sakaður um algjört tilfinningaleysi. Þrekið er mikið, kappið söntuleiðis og sem að líkum læturer marga frækna íþróttamenn að finna meðal sporðdreka. Þeim hættir þó til að leggja of hart að sér við vinnu og fara stundum illa með sig á því. Það er ekki háttur sporðdreka að velja endilega auðveld- ustu leiðina að settu marki, þeireru brattsæknir, erfiðleikar ögra þeim og virka hvetjandi á þá. Margir njóta góðs af dugn- aði og atorku sporðdrekans, hann er vinur vina sinna og sannarlega betra að hafa hann með sér en móti. 56 VIKAN 43. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.