Vikan


Vikan - 01.01.1987, Síða 12

Vikan - 01.01.1987, Síða 12
Alfa- og þjóotru tengd áramótum Aramótin hafa löngum verið hátíðisdagar manna sem og álfa, en segja má að flestir álfar séu á ferð og flugi á þessum tímamótum. Alfar eru líkir mönnum að ytra útliti svo og i allri háttsemi, þeir fæðast eins og menn og þeir deyja eins og menn nema hvað þeir voru taldir miklu langlífari. Álfar éta og drekka og skemmta sér eins og menn. Þeir búa í hólum og klettum en þurfa líkt og menn að skipta um híbýli af og til. Til þess nota þeir gjarnan nýársnótt þó fyrir komi að þeir noti jólanóttina eða þrettándanóttina til þessara búferlaflutninga. Álfarnir eru hreinlátir og vandir að virðingu sinni. Þeir gátu átt það til á nýársnótt að hvíla sig á ferðalaginu hjá einhverjum bæ sem varð á leið þeirra. Því var betra að hafa allt sópað og prýtt ef þeir skyldu líta inn. Var þá allur bærinn hreinsaður eins vel og kostur var. Það var og alsiða fyrrum að kveikja ljós svo hvergi bæri skugga á og láta loga alla nýársnóttina. Síðan gekk húsfreyja út og þrjá hringi í kringum bæ sinn með þessum ummæl- um: Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja mér og mínum að mcinalausu. Norðanlands og víðar var sá siður í heiðri hafður að konur skömmtuðu hrokaðan disk af hangiketi og öðrum fagnaði og létu á af- vikinn stað frammi í bænum handa huldufólk- inu og átti þá allt að hverfa. Eins og áður sagði eru til margar sögur um að huldufólk færi inn í bæjarhús og skemmti sér þar við kræsingar og vínföng, söng, dans og hljófæraslátt. Alsiða var að einn maður vekti yfir bænum og var hann þá einn til frá- sagnar um það sem fyrir bar. Miklu skipti fyrir þann er heima var og gætti bæjarins að gefa sig ekki á neinn hátt að huldufólkinu. Ef honum tókst að koma því að óvörum og hræða það á braut í morgunsárið með því að kalla: Guði sé lof, dagur er á lofti eða eitt- hvað álíka þá þaut huldufólkið burt frá öllum þeim munaðarvörum er það hafði meðferðis og gat þá heimamaður eignast þær. Aðrar sögur segja frá því að húsfreyjan á bænum eða ráðskonan bauðst til að vera heima á jóla- eða nýársnótt meðan aðrir fóru til kirkju, nema kannski einn sauðamaður sem ekki komst með. Reyndist hún þá venjulega vera huldukona í álögum sem einungis mátti heimsækja fjölskyldu sína í álfheimum þessa einu nótt á ári. Lagði hún þá stundum gand- reiðarbeisli við vinnumanninn og reið honum að heiman og heim aftur, en það varð hans bani. Til gamans skulum við líta hér á tvær huldu- fólkssögur, aðra gamla en hina unga. Álfaskartið Það bar við á einum bæ í fyrri daga að allt heimilisfólkið fór til aftansöngs á gamlárs- kvöld nema ein griðkona var látin vera heima til að gæta bæjarins. Og er allt fólk var til kirkju farið heyrði griðkona hark nokkuð og skömmu síðar var barið að dyrum; fór hún með ljós fram í dyrnar og voru þar fyrir all- margir huldumenn og álfkonur. Buðu gestir þessir henni hvert hún vildi eigi dans stíga og tók hún feginsamlega. Dansaði hún eigi all- skamma hríð við álfana, en þær lyktir urðu á dansleiknum að álfar réðu henni bana og lá hún örend í dyrunum er bæjarfólk kom frá tíðum. Á sömu leið fór og hið næsta gamlárs- kvöld; fór þá allt fólk til kirkju, en lét eina griðkonu vera heima; og er stund leið heyrði hún sem hin fyrri þys allmikinn; var og barið og gestir hinir sömu sem hið fyrra kvöldið. Gjörðu álfar þessir allmikið um sig og buðu mærinni í dans með glensi miklu og lauk svo dansinum að huldumenn hjuggu höfuðið af henni á bæjarþrepskildinum og þar fann bæj- arfólk hana er það kom frá tíðum. Nú kemur hið þriðja gamlárskvöld; fara allir af bænum; ein kona dvelst heima og er enginn var orðinn eftir af bæjarfólki nema hún ein sópaði hún innan húsakynni öll vand- lega og setti ljós hvervetna er mátti því við koma. Að því búnu settist hún á pall upp og tók að lesa í bók. Heyrði hún þá að skömmu bragði háreysti mikla og læti kynleg; var bar- ið að dyrum, en hún gaf engan gaum að því, en las sem áður. Komu álfar inn á baðstofu- gólf og vildu laða hana í dans, en hún sinnti því ekki; dáðist huldufólk mjög að því hve allt var þar þriflega um garð búið og hversu staðföst hún var við bóklesturinn. Dönsuðu álfar með skrípalátum miklum alla nóttina, en er dagur rann mælti vökukona: „Guði sé lof, dagur er á loft kominn," en við þessi orð brá álfafólki svo að það hafði sig þegar til ferða; setti einn af huldumönnum kistil upp á pallslána og bað meyna að þiggja og hafa skart það er í honum væri, á heiðursdegi sín- um. Síðan hurfu álfarnir, en mærin geymdi kistilinn vandlega og lét engan af vita. Komu heimamenn frá tíðum nokkru síðar og þótti vel hafa skipast er mærin var heil á hófi, en mjög var hvað eina sem á tjá og tundri eftir æðigang álfanna. Þegar mærin giftist lauk hún kistlinum upp sem álfar höfðu fyrir um mælt og var þar í gullsaumaður kvenmannsbúning- ur og gullhringur og þótti konan glæsileg er hún bjóst í álfaskartið. Ríðandi huldumenn Suður í Höfnum bar það til tíðinda á^aml- árskvöld eftir síðustu aldamót að Olafur Ketilsson á Kalmanstjörn var heima við þriðja mann þegar allir voru farnir til kirkju. Veður var hið fegursta þetta kvöld, blæjalogn, glaða- tunglsljós og bjart sem að degi; hrímfall var mikið og nokkurt frost. Þá er liðið var ná- lægt miðnætti um nóttina varð heimafólk vart við mikinn þyt, eins og af sterkri vind- hviðu, og samtímis geysimikinn undirgang, eins og fjölda hesta væri hleypt á sprett á harðvelli. Fólkið hljóp allt út á tröppur bæjar- ins en í sama bili og fólk var komið þangað sá það hvar æðandi hestaþvaga kom inn túngarðshliðið, sem var á að giska þrjá faðma frá húsinu. Þaut öll hestaþvagan tvo til þrjá faðma frá fólkinu með ógurlegum undir- gangi, blæstri og þyt. Ólafi og þeim er með honum voru virtust hestarnir allir hvítir á lit- inn eins og verurnar sem á þeim sátu. Þegar að var gáð sáust þó engin hófaför í hrímfall- inu né á jörðinni. Á nýársmorgun, þegar betur var að gætt, kom í ljós að gaddavírsgirðing ein var slitin í sundur á tveimur stöðum og þótti mönnum það undarlegt. Galdra- og særingamenn Útisetur á krossgötum þóttu vænlegastar á nýársnótt. í fyrndinni töldust þær til galdra og fordæðuskapar en síðar tengdust útisetur á krossgötum álfa- og huldufólkstrú. í Þjóð- sögum Jóns Árnasonar segir: Að sá sem ætlaði að sitja úti til frétta þurfti að búa sig út á gamlárskvöld og hafa með sér gráan kött, grátt gæruskinn, rostungshúð eða öldungshúð og öxi. Með þetta allt skyldi særingamaður fara út á krossgötur sem lægju allar hver um sig beina leið og án þess að að slitna til fjög- urra kirkna. Á gatnamótunum sjálfum skal særingamað- ur liggja, breiða vel yfir sig húðina og bregða henni inn undir sig á allar hliðar svo ekkert standi út undan henni af líkamanum. Öxinni skal hann halda milli handa sér, einblína í eggina og líta hvorki til hægri né vinstri hvað sem fyrir hann ber, né heldur ansa einu orði þó á hann sé yrt. I þessum stellingum skal maður liggja grafkyrr til þess dagur Ijómar morguninn eftir. Þegar særingarmaður var búinn að búa um sig á þennan hátt hóf hann upp særingaformála og fyrirmæli, sem hlýddu til að særa dauða. Eftir það komu til hans ættingjar hans ef hann átti nokkra grafna við eina eða fleiri af hinum fjórum kirkjum sem krossgötur liggja að og sögðu honum allt sem hann fýsti að vita, orðna hluti og óorðna um 12 VIKAN 1. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.