Vikan


Vikan - 01.01.1987, Qupperneq 16

Vikan - 01.01.1987, Qupperneq 16
NAFN VIKUNNAR: GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR Leikhúsið í kirkjunni „Gamall draumur er að verða að veru- leika,“ segir Guðrún Ásmundsdóttir leikstjóri, leikkona og leikritahöfundur um verk sitt um danska prestinn og rithöfundinn Kaj Munk sem frumsýnt verður í Hailgrímskirkju þann 4. janúar. Munk fæddist árið 1898 en lést ein- mitt 4. janúar 1944. „Það eru að verða fjögur ár síðan ég skrif- aði þetta handrit en ég hef gengið með þann draum í mörg ár að færa leikhús inn í kirkj- una. Leiklist er svo sterk boðunaraðferð að mér finnst stórkostlegt að geta sagt það sem mestu máli skiptir í trúmálunum gegnum leik- formið.“ - Hvað segja kirkjunnar menn um innrás leikhússins? „Ég held að þeir séu almennt hlynntir slíkri dlraun. Og ástæðan fyrir því að ég skrifaði um Kaj Munk er sú að fyrir nokkrum árum kölluðu aðilar úr stjórn Listvinafélags Hall- grímskirkju okkur hjónin (Kjartan Ragnars- son) til sín og tjáðu okkur að þeim þætti mjög æskilegt að prófa leikformið í kirkj- unni. Ég varð mjög spennt fyrir þessu og við Kjartan bæði. Við ræddum hvað væri heppi- legt að leika þar og kom þá upp hugmynd um leikverk Munks. Ég sagði sem var að ég hefði ekki sérstakan áhuga á að setja leikrit hans upp í kirkju því þau finnst mér betur eiga heima í leikhúsinu þrátt fyrir trúarlegt efni þeirra. En þá var það sem einn úr hópn- um vakti athygli mína á prédikunum Munks og að þar segði meðal annars að hann hefði séð eftir að hafa skrifað Orðið, eitt frægasta leikrit sitt. Ég hafði ekki hugmynd um að þessar prédikanir væru til, hvað þá þýddar á íslensku, en það kom í ljós að sr. Sigurbjörn Einarsson hafði þýtt safn þeirra og gefið út árið 1945. Handrit að prédikununum hafði sr. Sigurbjörn fengið sent alla leið frá Argent- ínu því að á þessum tíma voru þær bannaðar af nasistum í Danmörku. Ég fékk mikinn áhuga á þessari hugmynd þar eð ég hef alltaf metið Munk mikils. Því fór ég að lesa þessar prédikanir hans og meðal annars einn kafla þar sem hann talar um trú sína og segir að sér finnist stundum sem sín trú sé í rauninni miklu veikari en safnaðarbarna sinna. Hann segir: „Það er ykkar trú á stundum sem gefur mér kraftinn til að halda áfram, þetta sam- band við ykkur sem gerir minn veikleika að styrkleika.“ Svo segir hann unt Orðið sem þá var verið að sýna í Kaupmannahöfn við gífurlegar vinsældir: „I þessu leikriti læt ég reisa manneskju upp frá dauðum, en ég sem prestur hef hvað eftir annað setið við sjúkra- beð þar sem sjúklingurinn þráir ekkert nema dauðann og ég get ekki gefið honum dauð- ann. Leikritaskáldið Kaj Munk getur reist fólk upp frá dauðum en presturinn Kaj Munk get- ur ekki einu sinni gefið því dauðann." Mér fannst þetta svo stórkostleg játning og fallega sagt að ég fór að fá jafnvel meiri áhuga á prédikaranum Kaj Munk en leikritaskáldinu. Þessar ræður hans eru algjör snilld, sjálfsagt bæði vegna þess hve einlægur og heiðarlegur hann er og svo vegna skáldgáfunnar. Hann skoðaði Biblíuna út frá sínum sérstæða sjón- arhóli og sagði eitt sinn að Biblían væri svo frumstæð bók að hún mundi aldrei fá stöðu í nokkru stjórnarráði, til þess vantaði hana menningu. „Hún er frumstæð vegna þess að hún hefur þessa kauðalegu trú á sannleik- ann,“ sagði hann. Þetta leikrit mitt, sem ég vil frekar kalla leikgerð vegna þess að ég nota eins mikið af texta Munks og ég mögulega get, er einnig byggt á hans eigin ævisögu, Foráret sá sagte kommer. Hann skrifaði hana, þó undarlegt sé, aðems 44 ára gamall og dó tveimur árum síðar. í formála bókarinnar skrifaði hann: „Ástæðan fyrir því að ég skrifa nú ævisögu mína er þessi.“ Og svo er bara auð síða þar til neðst en þar stendur: „Einmitt þetta er ástæðan. Og þegar betri tímar koma og landið ekki lengur hersetið, þá skal ég segja ykkur það.“ Nú er vitað að hann skrifaði ævisögu sína vegna þess að hann var í banni alls stað- ar. Hann starfaði svo kröftuglega gegn nasistum að honum var bannað að flytja ræð- ur, kirkjur voru lokaðar fyrir honum, honum var bannað að skrifa í blöðin og gefa út bæk- ur. Hann var hreinlega lokaður inni á heimili sínu. Ég byggi líka töluvert á blaðagreinum sem hann skrifaði á þeim tveimur árum sem hann aðhylltist nasismann, 1932-34. Á þessum árum var Munk blaðamaður og þótti svo góður að hann var sendur til Þýskalands þar sem allt var að gerast, nasisminn að vinna sigur og Hitler að komast til valda. Hann heillaðist í fyrstu af þessari von Þýskalands og trúði að foringinn myndi bæta úr eymd Evrópu. Hann skrifaði eldheitar blaðagreinar um þessa atburði og enn þann dag í dag eru gefnar út bækur til að núa honum þessu um nasir. En þegar Kaj Munk sá hið rétta andlit Hitlers og nasismans hafði hann kjarkinn til að snúa gjörsamlega við blaðinu. Nokkrum árum áður en stríðið braust út, 1939. var hann farinn að skrifa á móti nasismanum. Leikrit hans, Hann situr við deigluna, sem hann skrifaði 1936, er til dæmis eins andnas- ískt og hægt er að hugsa sér. Þetta hafði þær afleiðingar að í lok stríðsins drógu nasistar hann út af heimili sínu og skutu hann. Líkið fannst svo í skurði nálægt Silkiborg 4. janúar 1944 - og nú, sama mánaðardag íjörutíu og þremur árum síðar, ætlum við að frumsýna verk um líf og starf þessa merka manns. Það verður okkur sérstök ánægja að ekkja Munks, Lisa, og sonur þeirra, Arne, ætla að koma og vera viðstödd frumsýninguna." - Hvernig er svo að setja upp leiksýningu í kirkju? „Við fengum á æfingatímanum góða aðstoð frá sænskum hjónum, Birgittu og Ingmar Hellested, sem voru með okkur í viku. Hann er prestur og hún leiklistarmenntuð og hefur rekið kirkjuleikhús í Svíþjóð í þrjátíu ár og gert mjög merkilega hluti á því sviði. Okkur hefur verið mikill styrkur að leiðsögn þeirra því við erum að gera hér nýja hluti og auðvit- að vorum við hikandi í fyrstu. En þau hvöttu okkur og sýndu okkur fram á að við erum ekki að vinna nein helgispjöll þó við setjum upp „sprúðlandi" leikhús í kirkjunni. Þau sögðu réttilega: „Kirkja þýðir söfnuður og þið eruð söfnuðurinn - og þó þið séuð ekki prestlærð þá hafið þið rétt til að flytja ykkar guðsþjónustu.“ Meiningin er svo reyndar, ef vel gengur, að sýna þetta leikrit í fleiri kirkjum. Okkur hefur liðið mjög vel hér í Hallgrímskirkju en auðvit- að erum við ekki einungis bundin við hana. Ég var svo bjartsýn, þegar ég byrjaði að skrifa þetta verk, að ég skrifaði fremst í bókina: „Leikritið um Kaj Munk, sem skal leikast í öllum kirkjum á Islandi. - Tilganginum væri náð ef það yrði trúarvakning fyrir þá sem á það hlýða.“ Þetta eru stórir draumar en jafn- vel þó okkur takist ekki að sannfæra nema eina manneskju í öllum kirkjum á íslandi um hvað trúin er stórkostlegur hlutur þá væri til- ganginum náð.“ Hversu margir leikarar eru í sýningunni og hver leikur Kaj Munk? „Leikendur í sýningunni eru alls fjórtán, þar af þrír sem fara með hlutverk Munks. Daði Sverrisson leikur hann sex ára en það er skömmu áður en móðir hans lést, faðir hans hafði látist áður. ívar Sverrisson leikur hann nokkru eldri þegar hann er kominn í fóstur til Maríu og Peters Munk, fátækra bændahjóna sem reyndust honum óskaplega vel. Og svo er það Árnar Jónsson sem leikur Munk fullorðinn. Helena Jóhannsdóttir dans- ar hlutverk móðurinnar og tónlistin er eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Það má segja að það sé farið af stað af miklum kjarki, með svo fjölmenna sýningu, en ég hef verið svo lánsöm að fá með mér mjög gott fólk, eins og til dæmis Arnar Jóns- son í þetta mikilvæga hlutverk sem sýningin stendur og fellur með. Það hafa allir unnið af svo mikilli alúð, þó kannski ýmislegt skorti á tæknina, að kjarkurinn óx auðveldlega er á leið. Og nú er gamli draumurinn minn urn það bil að rætast.“ Mynd: Helgi Friðjónsson Viðtal: Guðrún Alfreðsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.