Vikan


Vikan - 01.01.1987, Page 22

Vikan - 01.01.1987, Page 22
Völvuspá síðasta árs Völva Vikunnar hefur reynst glöggskyggn í gegnum tíðina. Það er ekki alltaf sami aðilinn sem hefur gegnt hlutverki völvunnar en það er sama, spádómamir hafa staðist. Spádómar völv- unnar fyrir árið, sem rétt er liðið, hafa staðist i flestum tilvikum. Við skulum iíta aðeins á vís- dómsorðin sem við birtum fyrir ári, áður en við skoðum spána fyrir hið nýbyijaða ár. Völvan sagði fyrir um einstakan afla og veð- ursæld á nýliðnu ári. Hún sagði fyrir um versnandi efnahagsástand í Noregi vegna verð- hruns á olíu, hún sagði fyrir um slysið í Chemobyl. Um þann atburð var haft eftir henni: Náttúmvemdarmál munu koma til um- ræðu eftir enn eitt efnaslysið í Evrópu sem valda mun miklum skaða. Völvan sagði að Banda- lag jafnaðarmanna myndi skiptast í þrennt sem hefur orðið raunin. Hún spáði íslenska hand- knattleiksliðinu sjötta sætinu í heimsmeistara- keppninni á síðasta ári. Hún sagði líka: „Danir munu daufir verða“ og gaf í skyn að ekki kepptu þeir í úrslitakeppninni í heimsmeistara- keppninni í fótbolta síðasta sumar, sem og varð. I Frakklandi verða sviptingar á æðstu stöð- um, sagði hún. Við þurfum ekki að fara lengra en rifja upp atburði síðasta mánaðar í Frakk- landi. Völvan sagði að Jón Páll Sigmarsson myndi vinna mikið afrek á haustdögum. í nóv- ember endurheimti hann titilinn sterkasti maður heims. Einhver óhreinindi eru yfir fréttastofu sjón- varpsins, sagði völvaníjanúarbyijun 1986. Olga hefur verið á fréttastofu sjónvarps og „menn kallaðir á teppið hjá útvarpsráði". „Hver hönd- in er upp á móti annarri," sagði völvan um innanhússmálin í Alþýðubandalaginu sem rétt hefur reynst. Jón Baldvin Hannibalsson mun taka umdeilda afstöðu í tilteknu máli. Hér er um auðugan garð að gresja. Þau eru mörg, til- teknu málin sem Jón Baldvin hefur tekið umdeilda afstöðu til. Má þar nefna afstöðu hans gegn „láni Stefáns Benediktssonar úr flokkssjóði“ og varðanda prófkjör Alþýðu- flokksins í Reykjavík. Við látum staðar numið þó af nógu sé að taka til að sýna fram á getspeki völvu Vikunn- ar. Við skulum horfa fram á við og líta á boðskap völvunnar fyrir árið 1987. i

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.