Vikan


Vikan - 01.01.1987, Síða 30

Vikan - 01.01.1987, Síða 30
D E 0 Sean Connery Sean Connery er orðinn 56 ára gamall. I dag er hann ríkur og eftirsóttur leikari, skiptir tíma sínum í að leika í þeim kvikmyndum er vekja áhuga hans og að leika golf á Marbella, þar sem hann á heimili. Það hefur þó ekki alltaf verið svo hjá þessum geðþekka leikara. Sean Connery er skoskur, fæddist í Edinborg 1930 og var skírður Tomas Connery. Fjölskyldan var stór og þegar heimilisfaðirinn féll frá var bamaskarinn sendur út á vinnumarkaðinn. Skóla- ganga Connerys var því stutt. Þrettán ára var hann kominn í fulla vinnu. Connery hafði þó tíma til að stunda líkams- rækt og það sem gerði gæfumuninn og varð til þess að hann gerðist leikari var að hann var kos- inn herra Skotland og tók þátt í alþjóðlegri keppni í London. Ekki vann hann þó til verðlauna en vakti athygli leikhúsmanna sem voru að setja á svið söngleikinn South Pacific. Þá vantaði mynd- arlegan mann sem gat sýnt sig beran niður að mitti. Þótt Connery hefði aldrei sungjð áður tók hann hlutverkinu. Næstu ár lagði hann hart að sér við að læra og lesa sem mest er viðkom leiklistinni og var orðinn nokkuð þekktur sviðs- og sjónvarpsleikari þegar honum var boðið hlutverk James Bond í Dr. No. Sagan segir að hann hafi verið hikandi að taka hlutverkið að sér. Það sem réð úrslitum var álit Noels Coward en hann sagði að hann ætti ekki að hika við að taka þetta hlutverk. Ekki vissi Connery þá að Coward hafði sjálfur hafnað hlutverki illvirkjans Dr. No. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það sem við tók. Dr No var tímamótamynd í gerð sakamálamynda og James Bond er í dag þekkt- asta persóna kvikmyndasögunnar. Sean Connery var samt ekki sáttur við að leika eingöngu James Bond. Meðan hann lék Bond lék hann í nokkrum öðrum myndum. Þær bestu eru sjálfsagt The Hill sem Sidney Lumet stjómaði og Mamie sem Alfred Hitchcock leikstýrði. Eftir að Sean Connery hætti að leika Bond hefur hann að visu leikið í misjöfnum myndum en hlutverk- in, sem hann hefur tekið að sér, hafa yfirleitt verið ólík og hafa krafist mikils af honum sem leikara. Hér á opnunni birtum við myndir af Sean Conn- ery í hlutverkum sem hann hefur leikið á löngum og árangursríkum leikferli. The Hill (1965). Shalako (1968). The Red Tent (1969). The Man Who Would Michael Caine(1973). King ásamt OntheRddle (1963). From Russia With Love (1963). 30 VIKAN 1. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.