Vikan


Vikan - 01.01.1987, Page 31

Vikan - 01.01.1987, Page 31
The Rrst Great Train Robbery ásamt Donald Sutheriand (1975). Five Days One Summer ásamt Betsy BranUey (1982). Highlander ásamt Christopher Lambert (1985). Myndbönd COUNTRY ★★★★ Leikstjóri: Richard Pearce. Aóalleikarar: Jessica Lange, Sam Shepard og Wilford Brimley. Sýningartími: 109 mín. - Utgefandi: Bergvik hf. Country er ein af nokkrum myndum sem slegið hafa í gegn og fjalla um strit bænda í miðríkjum Bandaríkjanna. Fjallar hún um fjölskyldu sem berst í bökkum og þegar allt virðist glatað brotnar eiginmaðurinn undan álaginu og snýr sér að brennivini. Eiginkonan, Jewel Ivy, gefst ekki upp þrátt fyrir uppboð, veðurofsa og aðra hörmulega atburði. Jessica Lange hefur að mínu áliti aldrei verið betri. Það er ekki annað hægt en að hrífast af þessari per- sónu sem þrátt fyrir mótlæti hrífur nágranna sína úr örbirgðinni og fær þá til að berjast fyrir réttlæti. Aðrir leikarar komast einnig vel frá sínu. Skáld- ið og leikarinn Sam Shepard leikur hinn veikgeðja eiginmann sem bregst þegar á reynir. Þótt hann hverfi í skuggann af stjörnuleik Lange er ekki laust við að maður hafi samúð með honum. Country er mynd sem enginn ætti að láta frarn hjá sér fara, mynd sem gleymist ekki. THE HITCHER ★★* Leikstjóri: Robert Harmon. Aðalleikarar: Rutger Hauer, C. Thomas Howell og Jennifer Jason Leigh. Sýningartími: 92 min. - Útgefandi: Háskólabió. The Hitcher er nokkuð sérstök sakamálamynd. Hún fjallar um ungan ökumann. Jim, sem C. Thomas Howell leikur. Hann erað ferja bíl. Þegar svefninn sækir að honum tekur hann puttaling upp í til að geta haldið sér vakandi. Er það byrjunin á martröð sem virðist engan endi hafa. Farþeginn er sem sagt kaldrifjaður morðingi og er langt síðan maður hefur orðið vitni að svoalgjöru miskunnarleysi í kvikmynd. Morðinginn hlífir Jim hvað eft- ir annað, aðeins til að geta leikið sér að honum eins og köttur og mús. Rutger Hauer er ógnvekjandi í hlutverki morðingjans og þarf ekki nema augnaráðið til að kaldur hrollur fari urn mann. The Hitcher er ekki fyrir viðkvæmar taugar en fyrir þá sem unna spennumyndum er myndin ein alls- herjar veisla, þrátt fyrir nokkra lausa enda í handriti. GRANDVIEW U.S.A. ★★ Leikstjóri: Randal Kleiser. Aðalleikarar: Jamie Lee Curtis, C. Thomas Howell og Patrick Swayze. Sýningartimi: 97 min. - Útgefandi: Steinar hf. Grandview U.S.A. gerist í smábæ. Skólum er að ljúka. Tim (C. Thomas Howell) fær lánaðan kádilják föður síns á lokadansleikinn. Sú ökuferð end- ar með ósköpum. Honum til bjargar kemur eigandi kappakstursvallar Mikes Cody (Jamie Lee Curtis), lífsreynd ung kona sem á í útistöðum við föður Tims. Það er ást við fyrstu sýn hjá Tim og snýst nú allt um að koma sér í mjúkinn hjá Cody. Það tekst um síðir, aðalbílstjóra Codys, Slam (Patrick Swayze), til nrikillar skapraunar, svo mikillar að hann gengur berserksgang ogjafnar viðjörðu hús sitt, þar sem eiginkona hanserað halda fram hjá honum. Það má hafa nokkurt gaman af Grandview U.S.A. þótt söguþráður- inn sé endurtekningá ntörgum öðrum myndum. Húmorinn erágæturog leikur C. Thomas Howell til fyrirmyndar. BAREESSENCE ★ Leikstjóri: Walter Grauman. Aóalleikarar: Genie Francis, Linda Evans og Bruce Boxleitner. Sýningartími: 230 mín. (2 spólur). - Útgefandi: Tefli hf. Ekki er ég nú kunnugur Dynasty þáttunum en ef leikur Lindu Evans er eitthvað í líkingu við leik hennar í sápuóperunni Bare Essence, sem hér er til untfjöllunar, verða leikhæfileikar hennar að dæmast á núll skalanum. Hér leikur hún ríka mömmu sem reynir að halda sér ungri með að ná sér í unga elskhuga. Aðalpersóna sögunnar er aftur á móti dóttir hennar sem er dugnaðarforkur sem þrátt fyrir mótlæti kemst vel áfram. Það má segja uni Bare Essence að ntyndin er í anda þeirra framhaldsflokka sem hvað vinsælastir hafa orðið, Dallas og Dynasty, og unnendur þeirra fá hér mynd fyrir sinn smekk. Sem sjálfstæð kvikmynd er Bare Essence aftur á móti allt- of langdregin og sérlega illa leikin. Genie Francis í aðalhlutverkinu virkar aldrei á mann sem fullorðin manneskja heldur hinn dæmigerði bandaríski táningur. 1. TBL VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.