Vikan


Vikan - 01.01.1987, Síða 36

Vikan - 01.01.1987, Síða 36
 Svona líta merkin út eftir pressunma og svo er bara ao saga... selt orðuna á góðu verði því að þeir eru æstir í þessa. Ég keypti hana af þeirri einu ástæðu að þetta er upphaflega orðan. Ég er enginn safnari og hef engan áhuga á henni sem slíkri en þessi gripur tengist því sem ég er að smíða í dag. Það getur margt verið þess valdandi að orður glatist. Til dæmis fann Pétur Hoff- mann einu sinni orðu á haugunum! Það geta alltaf komið fyrir slys, að orða týnist. En mér þótti miður á sínum tíma - ég hugsa þó að búið sé að lagfæra það í dag - þegar einhver. ég man ekki hvort það var Pétur eða einhver annar, bauð forsetaembættinu orðu til sölu, að þeir vildu ekki kaupa hana. Auðvitað á að kaupa þær orður sem boðnar eru svo að þær fari ekki á vergang. En svo var þessi orða bara seld einhverjum hæstbjóðanda.“ Hvernig oróa verður til Krossarnir og stjörnurnar byrja skeið sitt sem silfurplötur sem eru klipptar svo að þær passi í mót sem eru sett í pressu og svo mótað- ar með hundrað og tuttugu tonna þrýstingi. Að mótuninni lokinni eru útlínur merkjanna sagaðar ti! af mikilli nákvæmni, en ekki er talið borga sig fyrir svo litla framleiðslu að fá mót sem klippa útlínurnar i pressuninni. Það sem er erfiðast við orðusmíðina er emaléringin eða sméltið. Því valda margir þættir í eðli litanna, sá hvíti er viðkvæmur fyrir ryki og öðrum litum en sá blái er gegn- sær og hafa þeir mismunandi brennsluhita. Þá má ekki miklu skeika í brennslunni, sem fer fram í sérstökum ofni við níu hundruð gráða hita, að silfrið hreinlega bráðni og vindi sig eða að litirnir skemmist. Bíða þarf eftir að rétti gljáinn komi á smeltið og getur oft munað sekúndum að silfrið byrji ekki að leka 'éh Að sögun lokinni emalérar Óskar. Blátt er komið í miðjuna en fyrsta lagið af hvítu á leiðinni. niður. Fyrst er blái liturinn settur í miðjuna báðum megin. Síðan er byrjað að fylla með þeim hvita og er það gert í fjórum lögum til að fá hið ávala form á krossarmana, þannig að hver orða fer (jórum sinnum inn í ofninn á þessu stigi. Þegar smeltið er búið er orðan slípuð með karbonsteini til að hreinsa útlínurnar og ná ávölu formunum hreinum. Að því loknu er hún sett í sýru- og síðan sprittbað til endan- legrar hreinsunar á fitu og öðrum aðskotaefn- um. Að sögn Óskars hefur nýja rauðsprittið valdið honum erfiðleikum vegna þess að litar- efnið í því vill setjast í hvíta smeltið og gefa því rauðleitan blæ. Eftir böðin er orðan tilbú- in fyrir fimmtu ferðina í ofninn og þá er það í síðasta skiptið - gljábrennsla. Þá eru aukahlutirnir kveiktir á, hringurinn sem hún hangir í eða nælan aftan á. Eftir það fær orðan að velkjast í sex tíma í tromlu með stálkúlum í sápubaði og er það gert til að fullkomna gljáann. Síðasta stigið er gyllingin. Þá er fálkinn í miðjunni lakkaður til að hann haldi silfurlit sínum, orðunni svo stungið ofan í lausn með gulli í og rafstraumi hleypt í gegn. Við straum- inn geta stundum myndast loftbólur inni i smeltinu og þá springur það upp. Þetta skeð- ur í um það bil 25% tilvika og er ekkert að gera við því nema halda ró sinni og byrja upp á nýtt. 36 VIKAN 1. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.