Vikan


Vikan - 01.01.1987, Side 38

Vikan - 01.01.1987, Side 38
Ken Follett er heimsfrægur rithöfund- ur. Það var njósnasaga hans, Nálaraug- að, sem breytti lifi hans. Hann starfaði sem blaðamaður i Bretlandi og var ekki öfundsverðuraflaununum. Dageinn stóð hann frammi fyrir því að þurfa að greiða viðgerðarkostnað gömlu bíl- druslunnar sem hann átti. Reikningur- inn hjá bifvélavirkjanum var um tólf þúsund krónur eða tvö hundruð sterl- ingspund. Ken átti ekki peninga til að greiða reikninginn. Þá datt honum í hug að fara að ráði samstarfsmanns sem hafði nýlega lokið við að skrifa saka- málasögu og selt útgefanda fyrir tvö hundruð pund. Ken settist niður og skrifaði sögu sem hann fór með á fund sama útgefanda og kunningi hans og seldi handritið. Hann fékk fyrirframgreiðslu, tvö hundr- uð pund, til að greiða bifvélavirkjanum. En frægðin lét á sér standa. Raunin varð sú að á næstu árum skrifaði hann einar tíu bækur án þess að nokkur svo mikið sem kannaðist við hann. Sjálfur segist hann hafa unnið mjög hratt og skrifað einar þrjár til fjórar bækur á ári samhliða starfi sínu sem blaðamaður. Það sé líklega skýringin á því h ^ers vegna þessar bækur voru jafnlélegar og raun ber vitni. Núna getur hann leyft sér að taka sér þann tíma sem hann þarf og skrifar að meðaltali eina bók á tveim árum. Árið 1978 kom út bókin Storm Island eða Nálaraug-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.