Vikan


Vikan - 01.01.1987, Page 47

Vikan - 01.01.1987, Page 47
Umsjón: Guðrún Alfreðsdóttir Myndir: Helgi Friðjónsson Kolbrún Halldórsdóttir, leikari og dagskrárgerðarmaður: Reyklaus morgunþáttur Ætli maður reyni ekki enn eina ferðina við þetta gamla, góða áramótaheit sem alltaf er jafnerfitt að halda. Ég ætla að hætta að reykja á árinu! Stefnan er: reyklaus morgunþáttur á rás 2. Svo heiti ég því líka að sitja ekki pólitíska ráðstefnu. hvorki þetta ár né nokkurt annað ár. Þegar litið er til baka kemur svo ótal margt upp í hugann. Ég held ég láti heimsmálin eiga sig því ekki gerðist það sem maður bíður spenntur eftir hvert einasta ár; það dró ekki úr vopnakapphlaupi stórveldanna. En af innlendunt vettvangi minnist ég helst óheyrilegs bruðls við afmælishátíð Reykja- víkurborgar, kjánalegrar af- stöðu íslenskra stjórnvalda til hvalveiðibannsins, fyrstu áhrif- anna af nýjum útvarpslögum og stóraukins framlags íslenska rík- isins til Kvikmyndasjóðs. Nú, og úr menningarlífinu kemur sýning íslenska dansflokksins, Stöðugir ferðalangar, fyrst upp í hugann og þá um leið hversu lítið yfirstjóm Þjóðleikhússins gerir til að efla flokkinn, sem mér finnst skara framúr í ís- lensku menningarlífi. Listahátíð ’86 er mér fyrst og fremst minnisstæð fyrir veglega rokk- tónleika og sýningu Ingmars Bergman á Fröken Júlíu. Nart- hátíðin var olnbogabarnið í surnar en átti það síður en svo skilið því þar var margt ákaflega athyglisvert að sjá og heyra. Annars var ég svo upptekin við eigin störf allt árið að ég hafði ekki tök á að fylgjast með nerna litlum hluta þess sem fram fór í kringum mig eins og fyrri dag- inn. Af því sem ég tók beinan þátt í er auðvitað ofarlega á blaði sú velgengni sem kvik- myndin Svart og sykurlaust hefur átt að fagna á kvikmynda- hátíðum erlendis, þó íslenskir áhorfendur hafi ekki sýnt henni neinn sérstakan áhuga. En ís- lenskir gagnrýnendur kusu hana þó bestu mynd ársins. Það þótti mér vænt um. Svo var bæði skemmtilegt og lærdómsríkt að taka þátt í sýningum Hins leik- hússins á „wrestling" leikritinu Rauðhóla Rannsý. Restina af kveðjunum fær rás 2. Af nýja árinu vænti ég alls hins besta, eins og við hver ára- mót. Það er svo auðvelt að vera bjartsýnn þegar maður á yndis- lega fjölskyldu, er heill heilsu og í skapandi og skemmtilegu starfi. Að vísu á ég eina ósk sem kemur upp í hugann um hver áramót en rætist aldrei. Hún er á þessa leið: Ég vona bara að guð gefi að stjórnmálamenn og aðrir þeir sem völdin hafa í þessu samfélagi vaxi að visku og geti farið að takast á við sín verkefni af skynsemi og mannkærleika. Jason Ólafsson, nemi og handboltamaður Skref í friðarátt Já, ég strengi það áramótaheit að fá yfir 9 í meðaleinkunn í skólanum. Árið 1986 hefur verið frábært, ég hef lært mikið og er farinn að skilja lífið betur. Ég hef vax- ið og styrkst. Á nýja árinu vænti ég þess helst: að fjölskyldan og aðrir ættingjar lifi heilbrigðu lífi og að engin óhöpp komi fyrir, að stórveldin stígi stór skref í frið- arátt fyrir tilstilli leiðtogafund- arins hér og að ríkisstjórnin bjóði mönnum upp á mann- sæmandi laun, að ég fái stóra pottinn í Lottó 5/32 og mér gangi eins vel í handbolta og á þessu ári, en þá urðum við í Fram íslandsmeistarar. Og loks vona ég að mér gangi aðeins betur í skólanum og í golfi en á árinu sem er að líða. Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri: Sumarbústaðadvölin siðvædd Hjá mér verður ekki um nein- ar heitstrengingar að ræða - og þar með örugglega engin „svik“ eða vonbrigði af þeim sökum. Minnisstæðast á gamla árinu? Sennilega einfaldlega það að árið var gott. Þjóðarbúskapur- inn blómstraði, allir höfðu nóg að gera og kjör fólks bötnuðu. Hagstofan lifði af annað árið mitt þar, enda starfsfólkið með afbrigðum umburðarlynt. Töl- urnar, sem við framleiddum á árinu, voru jafnvel óvenju hag- stæðar. Þá tókst okkur að koma ýmsu í verk, ég nefni til dæmis endurskipulagningu þjóðskrár og fyrirtækjaskrár, alls kyns framfarir í tölvuvinnslu og nýja neyslukönnun. Talsverður tími fór í nafnnúmeravesen og undir- búning og þvarg um upptöku kennitölu og afnám nafnnúmer- anna. Þetta var ekki allt jafn- skemmtilegt en auðvitað eftirminnilegt. Mikið fór fyrir sérstökum „hjáveikum" mínum á árinu og sumt virtist skila ár- angri. Af þess háttar málum, sem ég kom nokkuð nærri, get ég nefnt byggingarmál Land- spítalans, en þar ntiðaði vel, setningu nýrrar húsnæðislög- gjafar og loks frumvarp um starfsemi lífeyrissjóða, sem ég hef verið að slást við að semja ásamt öðrum í mörg ár. Árið einkenndist því af löngum vinnutíma eins og hjá mörgum öðrum. Heima fyrir gekk mér flest í haginn og börnin döfnuðu og létu æ meira til sín taka, eins og vera ber. Laxveiðin var bráð- góð, bæði veiðin sjálf og félags- skapurinn um hana. Loks tókst eftir langa mæðu að koma vatni inn í sumarbústað fjölskyldunn- ar og var þá meira að segja sumarbústaðadvölin orðin sið- vædd. Ég get ekki sagt að ég vænti neins sérstaks á nýju ári. Ég hlakka fyrst og fremst til hækk- andi sólar, vorsins og sumarsins. Ég sé ekki fram á að líða neinn verkefnaskort á árinu, hvorki i Hagstofunni né heima fyrir. Og að því gefnu að heimilið og Hagstofan haldi í horfinu snýst eftirvæntingin sennilega fyrst og fremst um hluti eins og að reyna að klína málningu á þakið, kom- ast í girðingarframkvæmdir og að krækja í nokkra laxa á flugu.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.