Vikan


Vikan - 01.01.1987, Page 50

Vikan - 01.01.1987, Page 50
D R A U M A R HÁRAFÝMSU TAGI Kæri draumráðandi. Mig langartil aðspyrja þig hvað það merkir að vera með sítt hár í draumi (ég er með stutt og hef aldrei verið með sítt hár). Mig dreymdi fyrir nokkru að ég væri með sítt hár og mér fannst það vera Ijósara en það er i rauninni en ekki litað. Hvað merkir þetta? Viltu ráða þetta strax, kæri draumráðandi? Með fyrirfram þökk. Hára. Mikið hár og hár yfirleitt þykir fyrir peningum og ætli við gerum þá ekki ráð fyrir að hlaupi heldur betur á snærið hjá þér á næstunni. ÓKUNNUG- LEGTUM- HVERFI Kæri draumraðandi. Fyrir nokkru dreymdi mig draum og vona ég að þú getir ráðið hann fyrir mig. Hann er nokkuð óljós en vonandi er þetta samt hægt. Ég var stödd hjá vinkonu minni sem við getum kallað X. Mig minnir að mamma hennar og pabbi hafi boðið mér, mömmu og pabba í boð til sín, en það sem mér þótti nokkuð skrýtið var að bróður mínum var ekki boðið. Ég get ekki alveg áttað mig á þessu en ég kannaðist ekki við neitt inni hjá X nema forstofuna. Svo fórum við, ég og X, inn í eitthvert her- bergi og fórum að horfa út um gluggann. Þá var komið eitthvert hús þarna, það var hvítt og maður sá eiginlega bara tvo glugga. Mér finnst eins og mig hafi dreymt þetta hús áður. Jæja, fyrst litum við, ég og X, á annan gluggann. Þar var dregið frá og því sáum við alveg inn. Þar inni sáum við mann sem hálflá í rúminu og konu sem sat hjá honum. Þegar hann sá okkur dró hann fyrir. Ég kannaðist ekkert við þetta fólk. Svo litum við á hinn gluggann. Þar var dregið fyrir en ég sá svona eins og svart- an skugga, eins og í vídeómynd- inni Careless Whisper með George Michael. Mér fannst þetta vera hann og konan var dökk- hærð, með sítt hár. Þess má geta að ég hata George Michael og Wham. Hins vegar held ég upp á Duran Duran. Ég spurði X hvort hún sæi þetta ekki líka en hún sagðist ekkert sjá. Síðan fórum við fram í forstofu og við kölluðum til foreldra okkar að við værum að fara út að fá okkur ferskt loft. Þá vaknaði ég. Vonandi ráðið þið drauminn því mér finnst hann hljóti að tákna eitthvað. Bæ, bæ. Ég Þessi draumur segir svo sem lít- ið og er sennilega lítill tákndraum- ur, hann er einfaldlega of sundurlaus til að hægt sé að ráða alvarlega i hann. I honum eru þó nokkur atriði sem hægt er að lita á. Ókunnuglegt umhverfi gæti merkt breytingar og það sem þið sjáið inn um gluggann gæti merkt eitthvað tvennt sem þú munt kynnast á næstu mánuðum, tvær leiðir eða jafnvel fólk. Það þykir yfirleitt frekar fyrir góðu að dreyma frægt fólk, hvort sem manni líkar vel við það eða ekki, og er fyrir veraldlegri velgengni. Þannig eru flest draumatáknin ágæt en draumurinn of sundurlaus til að hægt sé að gefa góða he/ldar- mynd af boðskap hans. HRINGUR ÁFINGUR Kæri draumráðandi. Fyrir nokkru dreymdi mig draum sem ég man vel. Ég var í veitinga- verslun og var að fara á klósettið þar. Þá tók kokkurinn í höndina á mér og stoppaði mig. Hann vildi endilega gefa mér hring, trúlofun- arhring, en ég var treg að taka við honum. Á endanum leyfði ég hon- um að gefa mér hann. Hann setti hringinn á baugfingur og mig minnir að ég hafi verið ánægð á eftir. Hringurinn var bara venju- legur gullhringur með rauðum steini. Dreymandi. Þessi draumur bendir til þess að tíðinda sé að vænta i ástamál- um hjá þér og það verði heldur ástríðufullt samband sem þú lend- ir i en ekki að sama skapi spurt um skynsemi. Allt er þetta gott i hófi en þú mátt gæta vel að því að fara ekki út i eitthvað sem þú veldur ekki og mættir leita skyn- seminnar, ekki síður en tilfinning- anna. AMMA BORIN UPPSTIGA Kæri draumráðandi. Ég bið þig um að ráða draum fyrir mig. Hann veldur mér miklum hugsunum en er svona: Mér fannst við vera að fara að ná í ömmu og svo þegar við kom- um var amma svo hölt að hún gat varla gengið. Þegar hún var að fara upp í bílinn okkar komst hún ekki og við þurftum að fara út og ýta henni inn. Það gekk og svo fannst mér við vera komin í sex eða sjö hæða hús og þar var amma (í föðurætt) að vinna við að skúra. Svo komum við inn og þar er pabbi og spyr hvað við viljum. Ég segi að ég ætli að tala við ömmu sem heitir X. Þá ýtir hann á takka og segir: Z, hvar er X? Og hann segir: Hún er uppi á fimmtu hæð. Þá kallar pabbi í kalltækið og bið- ur um ömmu en það ansar enginn og aftur er kallað. Amma halta stendur við hliðina á mér og ég segi: Amma, ég held bara á þér upp stigana. Og svo virðist sem amma sé svo létt að ég held á henni upp en stoppa svo og læt hana bíða en fer sjálf inn og þar er amma með fósturföður mínum uppi í rúmi í öllum fötunum með sæng ofan á sér og svo rúmteppi. Teppinu hafði verið skipt í tvennt og var helmingurinn ofan á ömmu en hinn á afa. Það er þröngt hjá ömmu en hjá afa er nóg pláss svo ég leggst við hliðina á honum og sofna. Þá vaknaði ég í alvöru. Ein á Akureyri. Þessi draumur er fyrirboði breytinga og metnaðar hjá þér. Það er eins og þú sért að ráðast í erfitt verkefni sem getur, ef vel gengur, fært þér talsverða viður- kenningu en þú þarft að leggja hart að þér og muntsennilega ein- mitt gera það. Það eru talsvert mörg Ijón á veginum og þetta er ekki auðvelt en það mun ganga með seiglunni og þú munt oft þurfa að taka ákvarðanir sem jafn- vel eru i andstöðu við flesta í kringum þig, en þú stendur fast á þínu og átt ekki eftir sjá eftir að taka þessa ákvörðun. Það mun ganga nokkuð skrykkjótt i byrjun en um að gera að missa ekki móð- inn. Sennilega veistu nú þegar við hvað er átt og þú ert sem sagt á réttri leið. NAFNÁ DÁINNI KONU Kæri draumráðandi. Mig dreymdi í nótt að ég heyrði nafn dáinnar frænku minnar aftur og aftur. Hún hét M og mér þótti mjög vænt um hana en hef lítið hugsað um hana því það er svo langt síðan hún dó. Hún var ekki sjálf í draumnum en samt fannst mér þetta vera hennar nafn, ekki einhverrar nöfnu hennar þó nafnið sé kannski dálítið algengt. Kæri draumráðandi, merkir þessi draumur eitthvað sérstakt? Ég tek fram að ég hef ekkert verið að hugsa til hennar. XXX. Þetta tiltekna nafn er mjög gott i draumi, talið boða velgengni, og ætli draumurinn sé ekki bara fyrir- boði góðra tima framundan hjá þér. 50 VIKAN 1. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.