Vikan


Vikan - 01.01.1987, Qupperneq 59

Vikan - 01.01.1987, Qupperneq 59
Krabbinn 22. júní-23. júlí Krabbar ættu að forðast öll meiri háttar viðskipti í byrjun árs þvi að það er spenna í loftinu og nauðsynlegt að sýna styrk og vilja- festu. Þeim hættir svolítið til að láta stjórnast af öðrum, vera með óþarfa tilslakanir og málamiðlanir og svo mun verða fram yfir mitt ár. Febrúar og mars eru mánuðir tilfinninga- togstreitu í lífí krabba. Þá ættu þeir að setjast niður og endurmeta líf sitt. Það gagnar ekki að ætlast til að aðrir leysi úr vandamálunum, það verður þú að gera einn. Þegar þessir erfið- leikar eru að baki geta krabbar glaðst því þá blasir framtíðin við, björt og hamingjurík. Krabbar eru skapandi og frumlegir. Þeirra bíða mörg skemmtileg tækifæri í vinnu og einkalífi í apríi og maí. Það er nauðsynlegt fyrir þá að finna orku sinni farveg í því sem er nýtt og óreynt. En Adam var ekki lengi í Paradís. í júní uppgötvar þú að þig skortir dómgreind og af þeim sökum hafa þér orðið á mistök í starfi og einkalífi. Þetta veldur þér nokkru þunglyndi og þvi er nauðsynlegt að leysa úr flækjunni áður en það verður of seint. Ef þér tekst þetta hefur þú sjaldan verið eins andlega sterkur og í júní og júlí og átt auðvelt með að yfirstíga allar hindranir sem verða á vegi þínum. Ef þér hefur tekist að greiða úr vandamál- unum ætti allt þunglyndi að vera á bak og burt í ágúst og þú horfir fram á veginn sterk- ari en áður. Þetta hefur verið erfiður tími hjá þér og því ættir þú að reyna að slaka á í sept- ember. Októbermánuður gæti orðið skemmtilegur mánuður í lífi krabba. Þeim hefur tekist að efna loforð sín og standa við skuldbindingar gagnvart öðrum. Því eru þeir vinsælir um þær mundir í vinahópi sínum og margir munu leita ráða hjá kröbbum í nóvember og verða þeir hverjum vanda vaxnir. Krabbar geta verið ánægðir þegar þeir rifja upp atburði liðins árs því að það hefur að mörgu leyti fært þeim gæfu og gengi. Þeir geta því farið að hlakka til næsta árs. Ljónið 24. júlí-23. ágúst Það væri auðvelt að slá því föstu að janúar yrði erfitt tímabil, tími sundrungar og óörygg- is. Mundu að frjáls og sterkur vilji hjálpar þér. Mikið af vandræðum þínum stafar af því að þú þekkir of margt fólk. Þetta fólk heldur að það eigi sérstakan stað í hjarta þínu, hvert um sig. í febrúar ættir þú að reyna að átta þig á því hverjir eru raunverulegir vinir þínir og rjúfa tengsl við þá sem eiga vináttu þína ekki skilið. Þú skalt breyta vinnumynstri þínu í mars. Þú ættir jafnvel að leita á önnur mið hvað varðar atvinnu. Þú getur aðeins náð fullkominni hamingju í apríl með því að skipta um umhverfi. Þú hefðir til dæmis gott af því að fara í ferðalag. í maí endurskipuleggur þú áreiðanlega einka- líf Jíitt. I júní átt þú eftir að komast að raun um að þú hefðir átt að neita tilboði sem virtist lofa góðu. í júlí er kominn tími til að taka ákvörðun um að skipta um atvinnu. En þú ættir líka að vera nákvæmari, kröfuharðari og vand- virkari þegar þú velur þér vini. Þegar ágúst er genginn í garð ertu í stakk búinn til að bregðast rétt við næstum hvaða aðstæðum sem er. Þú hefur vafalaust lesið mikið um styrk ljónsins, einnig um leiðtogahæfni þess og drottnunargirni. Enginn veit það betur en þú að oft er ljónið auðsært, ruglað og þar fram eftir götunum. í september áttu einmitt í slíkri tilfmningaflækju. I október þarft þú að gjalda fyrir nokkuð, ekki þó mistök sem þú hefur gert heldur fyrir það frelsi sem þú þráir svo óstjórnlega. I nóvember lendir þú í erfiðleikum á heim- ili. Einnig áttu í talsverðum útistöðum við fólk sem er í valdastöðum í tengslum við vinnu þína. Þú hefur sjaldan verið eins framkvæmda- samur, jákvæður og upplagður og þú verður í desember. Fjölskylda þín heldur að þú sért genginn af göflunum en í raun og veru ert þú núna fyrst að koma undir þig fótunum. Meyjan 24. ágúst-23. septeraber Það er mjög liklegt að í janúar munir þú geta orðið öðrum að liði, meira en nokkru sinni áður. Þú munt verða i mikilli óvissu um framtíð- ina í febrúar og einnig eiga í nokkrum erfið- leikum í samskiptum þínum við fólk. I mars dregurðu þig líklega inn í skel, vilt í aðra röndina halda málefnum þínum á lofti en á sama tíma gerir þú þér grein fyrir að það er kominn tími til að breyta til. í apríl þarftu trúlega að kljást við erfiðar tilfinningalegar aðstæður. Segðu fólki hvernig þér líður. Þú gerir þér grein fyrir því í maí að það þarf að fjarlægja ákveðin atriði úr lífi þínu. Þú ættir að ferðast. Júní er afskaplega slæmur mánuður á þessu ári. Þú munt sjá að þér verður að öllum líkind- um þröngvað út í horn. Það verður hugsan- lega fyrir tilverknað þeirra sem hafa þegar það sem þeir þurfa en krefjast samt meira. En þrátt fyrir þetta munt þú komast að raun um að tl er fólk sem þykir vænt um þig og hugsar um þig. Þú sannreynir að júlí á þessu ári verður tími miklar reynslu, sérstaklega varðandi tengsl við annað fólk. Þetta ættirðu að nýta þér en kemst sennilega ekki að því strax heldur uppgötvar það smám saman. I ágúst munt þú sanna það að þú ert miklu frjóari, frumlegri og hæfileikaríkari en fólk heldur. í september er ljóst að ýmislegt þarf að gerast í þínum málefnum. Það er mikilvægt að þú gerir þér ljóst að í októbeLgr kominn tími til að þú snúir alger- lega við blaðinu. Það bíður þín mikil lífsreynsla í nóvember en þú veist betur en flestir að það slæma, sem getur hent mann, er aðeins stökkpallur til nýrrar velgengni. Það er kominn tími til að þú hugleiðir bú- ferjaflutninga. í desember skaltu taka alvar- lega á því umhugsunarefni. Þú skalt jafnvel hugleiða hvort gæti hentað þér að flytjast af landi brott. 1. TBL VIKAN 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.