Vikan


Vikan - 01.01.1987, Page 60

Vikan - 01.01.1987, Page 60
Vogin 24. september-23. október í janúar verður þú fremur óöruggur og taugaspenntur en þegar líður á mánuðinn er líklegt að þú hafir tamið þér þolinmæði. Það sem þú hefur lært og reynt undanfarna mánuði kemur þér að notum í febrúar og þá verðurðu fær um að græða andleg sár sem þú hefur hlotið. Þegar mars gengur í garð er svo komið að þú verður að sætta þig við maka þinn eða félaga eins og hann er og ekki skaltu láta þér detta í hug að reyna að slá mikilvægum á- kvörðunum á frest. Það verða felld tár í apríl, sérstaklega þegar dregur að mánaðamótum. Þrátt fyrir það máttu vænta árangurs af þvi sem þú gerir í mánuðinum. Svo virðist sem engin leið sé að komast undan fjárhagslegum skyldum í maí. Sömu- leiðis er mikilvægt að gefa engin loforð í þessum mánuði. Svo virðist sem þú hafír vitað að stund viðurkenningarinnar og heiðursins myndi renna upp. Nú er komið að þessu. Hugsanlegt er að þú skiptir um starf í þessum mánuði. I júní er, eins og áður, undir þér komið hvort þú bryddaf upp á málefnum sem þarf að tala um og tengjast maka eða nánum vini. Hugsanlegt er að tínri sér kominn til að skipta um atvinnu. I starfi virðist sem þú bíðir eftir að einhver gefi þér „grænt ljós“. í júlí eru mestir mögu- leikar á að eitthvað slíkt gerist. Ágúst verður erfiður og afdrifaríkur varð- andi ákvarðanir og því eins gott að vanda sig. September er sá mánuður sem er einna mest krefjandi og mikilvægur á þessu ári. í október kemur i ljós að einhver nákominn þér virðist hafa ákveðið að særa þig. En þú ert sterkur og þú lætur ekki þröngva þér inn í aðstæður sem eru ósanngjarnar. Miklir erfiðleikar munu mæta þér í nóv- ember en þú skalt ekki láta bugast því þá er einmitt komið að breytingum til hins betra. Nokkrir erfiðleikar munu þreyta þig i des- ember. En mikilvægt er að þú uppfyllir skyldur sem snúa að sjálfum þér í þessum mánuði. Sporðdrekinn Bogmaðurinn 24. október-23. nóvember 24. nóvember-21. desember Líttu fram á veginn, hættu að láta drauga fortíðarinnar angra þig. Búið er búið og ástæðulaust að velta sér upp úr því liðna í byrjun árs. Þér hættir til að vera mjög ósanngjarn við maka þinn í febrúar. Það er óréttlátt þar sem þú getur ekki kennt honum um mistök sem henda þig. Á útmánuðum átt þú velgengni að fagna í starfi, þú ert hugmyndaríkur en finnst þú svo- lítið heftur af samstarfsmönnum þínum og maka. En áður en þú tekur afdrifaríkar ákvarðanir varðandi framtíðina ættir þú að ráðfæra þig við þína nánustu. Þér hættir til að vera svolítið einráður. í maímánuði áttu við fjárhagsvandræði að stríða og verður að finna einhverja framtíðar- lausn á þeim. Ef þú getur ekki leysÞfjár- hagsvandræðin i þessum mánuði munu þau angra þig út árið. Þú ert sjálfstæður persónuleiki, um það ef- ast enginn. En undanfarið hefur þú látið stjórnast fullmikið af öðrum. Það er því kom- inn tími til að þú sýnir hvað í þér býr og júní og júlí eru heppilegir mánuðir til þess. Stjarna þín rís hátt í ágústmánuði og þú átt velgengni að fagna á öllum sviðum. Þó eru erfiðleikarnir skammt undan. í september verður þú sem sé að takast á við erfiðleika og erfiðar aðstæður í einkalífinu en þú mátt ekki láta ættingja og vini koma í veg fyrir þau langtimamarkmið sem þú hefur sett þér. í október og nóvember áttu við svipuð vandamál að etja og undanfarið hafa hrjáð þig. Það mun líða nokkur tími uns sárin gróa og þú sættist við þína nánustu. En á vinnu- stað færð þú ögrandi verkefni sem þér finnst gaman að takast á við. Þegar árið 1987 er á enda kemst þú að raun um að líf þitt hefur stjórnast af óvæntum at- vikum. En haltu áfram að treysta á eigið innsæi og vertu ekki hræddur þó þessum kafla í lífi þínu sé lokið því þá tekur næsti við og þú getur horft bjartsýnn til ársins 1988. Erfiðleikar þínir í janúar eru algerlega einkamál þitt. Þú vilt breyta ákveðnu mynstri í lífi þínu. I febrúar þarft þú að vera mjög gætinn og fylgjast með öllu sem gerist. I mars skaltu minnast þess að það er mikið til í því að það sé jafnmikilvægt að njóta ferð- arinnar og að komast á áfangastað. Ef svo er komið, í apríl, að þér finnst kom- inn tími til að láta ljós þitt skína annars staðar skaltu skipta um vinnu án þess að fella tár. Þú skalt reyna af öllum mætti að sigla milli skers og báru í maí. Hugsaðu þig vel unt áður en þú tekur mikilvægar ákvarðanir. Gætni kemur þér til góða á fleiri en einn veg og reynslan nýtist þér ekki bara í svipinn. Þú ættir að beina kastljósinu að viðkvæm- um atriðum í júni og krefjast meiri hreinskilni af þínum nánustu. Lífið verður eitt samfellt ævintýri og gleði í júlí. Þú verður samt sem áður að endurskipu- leggja og athuga nokkur íjárhagsleg atriði. Gættu þess að enginn konti í veg fyrir ákvarðanir þínar í ágúst. Jafnframt skaltu sjá til þess að enginn komist upp á milli þín og einhvers sem þú ert í nánu sambandi við. Þegar september er genginn í garð er hætt við að þér finnist þú svikinn og þú verður þunglyndur. En raunir þær sem þú kannt að rata í munu aðeins gera þig ákveðnari. I október gætu fyrrverandi vinir þinir snú- ist gegn þér. Þetta kann að verða þér erfitt en þú nærð sálarró þinni. Þegar tekur að líða á nóvember verður þú áhyggjufullur vegna skorts á trausti og skiln- ingi. En mundu líka að mánuðurinn er mótandi fyrir framtíðina, aðallega í tengslum við frama. Þú skalt varast að gera mistök þegar um er að ræða fólk sem gæti sett þér stólinn fyrir dyrnar. I desember verða miklar breytingar á skap- gerð þinni. Þú munt verða mun róttækari en þú hefur verið. Það er undir sjálfum þér kom- ið hvað gerist. Það er mjög líklegt að þér sé ljóst að það tímabil sem nú gengur í garð geti orðið það besta í lifi þínu. 60 VIKAN 1. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.