Vikan


Vikan - 06.08.1987, Síða 13

Vikan - 06.08.1987, Síða 13
Ölöf Þorsteinsdóttir: Tíminn, mælistika eilíföarinnar! Ólöf Þorsteinsdóttir, skrif- veturna og nota skammdegið Ef ég tek sjálfa mig og set stofumær og íjallahind, til slíkra myrkraverka. Sumr- inn í munstur dagsins þá fórnaði höndum þegar hún in ætti maður að nota til að hentar mér best að vinna í var beðin um að segja frá „tölta um tún og engi“; rækta bítið á morgnana. Þetta á samskiptum sínum við tím- garðinnsinn, líkamaogsál. ekki sist við ef viðfangsefnin ann. Eftir augnabliks umhugsun féllst hún þó á það. „Þegar ég var barn var timinn eitthvað svo skelfilega lengi að liða. Maður var alltaf að bíða eftir einhverju án þess að vita í raun hvað það var. Nú, þegar árunum fjölgar, er eins og tímahjólið snúist hraðar og hraðar. Guð má vita hvernig það endar. Trú- lega hægir það á sér aftur þegar æviárunum tekur að fækka.“ Ólöf dreypir á kon- íakinu og heldur áfram: „Tíminn hefur breytilegt gildi í mínum huga og fepeftir veð- urfari og árstíðum. Aður fyrr, þegar ég var í sveit þar sem lifsbjörgin er háð veðurguð- unum, fann ég glöggt fyrir þessu. Það mátti einu gilda hvað klukkan sló þegar hey- skapurinn var annars vegar og svefntíminn því oft á tíð- um naumur. Hér á mölinni er þessu á annan veg farið. Vetur og sumar skipta minna máli þrátt fyrir að veðurfarið hafi óneitanlega áhrif á sál- arkirnuna í manni. Þegar veðrið er gott fæ ég ævinlega á tilfinninguna að ég sé að missa af einhverju komist ég ekki út fyrir dyr. Ef ég hefði tilveruna í hendi mér vildi ég sökkva mér i brauðstritið á eru flókin og krefjast ná- kvæmra vinnubragða. Mér er lítið um stimpilklukkuna geE ið og fellur mínútumæting illa í geð. Hins vegar þarf ég að hafa klukkuna hangandi yfir hausamótunum á mér til að minna mig á hvað tímanum líður. Þetta vinnufyrirkomu- lag hentar mér best nú á síðari árum. Ef til vill er tímaskynj- unin í meira jafnvægi og stressið, sem fylgir því að vera með allt á síðustu stundu, er horfið. Sjálfstæði og lipur skipulagning á tímanum dregur alveg ótrúlega úr allri spennu. í mínum augum er því óskipulag og leti sá vegsti tímaþjófur sem ég hef kynnst um dagana. Hversu hratt tíminn liður fer eftir sálar- ástandi, vinnuálagi og fólkinu sem er í kringum mig.“ Ólöf situr sallaróleg og yfirveguð þrátt fyrir að þetta séu stolnar stundir sem fljúga frá okkur. Hún er að leggja upp í ævintýri inn í Jökul- heima og ætti með réttu að vera að taka til ferðafötin. Hún hefur ekki í hyggju að sitja af sér ferðina þó svo að það sé föstudagur og þvottur- inn bíði óhreyfður í körfunni. Ef til vill tekst henni að finna framandi tímasvið, komin upp á Vatnajökul. Hver veit? Við óskuðum henni góðrar ferðar og kvöddum enda sólin sigin í mar og dagurinn úti. 32. TBL VIKAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.