Vikan


Vikan - 06.08.1987, Side 18

Vikan - 06.08.1987, Side 18
NAFN VIKUNNAR: VALDIMAR HERMANNSSON Verslun í vexti Hinn 13. ágúst verður Kringlan opnuð. Eins og flestum er kunnugt er húsið að meirihluta í eigu Hagkaups hf. en þar hefur fyrirtækið 8.000 fermetra til sinna umráða. Meirihluti þessa pláss fer undir matvöruverslun og deild- skipta sérvöruverslun. Valdimar Hermanns- son er verslunarstjóri í sérvöruversluninni. Hann er ungur maður á uppleið, einungis 26 ára gamall. Valdimar hóf störf hjá Hagkaupi fyrir rösk- um 4 árum. „Ég byrjaði sem sölumaður hjá IKEA,“ segir Valdimar. „Síðar varð ég deild- arstjóri og fór þá meðal annars til Svíþjóðar til þess að kynna mér IKEA vörurnar." 1984 varð Valdimar aðstoðarverslunarstjóri Hag- kaups i Skeifunni og ári síðar verslunarstjóri í Kjörgarði við Laugaveg. Valdimar er mennt- aður verslunarmaður og hóf störf hjá heild- verslun strax að loknu verslunarprófi. „Mér þótti aldrei gantan í skóla og fór því ekki í langskólanám en til þess að bæta mér það upp," segir hann, „hef ég farið á ýmis stjórn- unar- og sölumannanámskeið, bæði í Stjórn- unarskólanum og hjá JC-hreyfingunni." Valdimar er mjög ötull JC-maður og hetur gegnt þar ýmsum stjórnunarstörfum, meðal annars verið forseti aðildarfélags og farið utan á ýmis alþjóðleg stjórnunarnámskeið. „öll þessi reynsla nýtist manni mjög vel í starfi verslunarstjóra," segir hann. „Verslun- arstjórastarfið er nefnilega fyrst og frernst stjórnunarstarf. Þar reynir á hæfni einstakl- ingsins til þess að reka verslun og sömuleiðis hæfni hans til þess að láta 1000 smáatriði, sem lúta að starfsmannahaldi, útstillingum og öðrum daglegum rekstri, passa saman." Valdimar hefur að sjálfsögðu fylgst með byggingu Kringlunnar frá upphafi og fyrir tæpu ári var ákveðið að hann tæki að sér stjórn sérvöruverslunarinnar. - Hvað réð því að þú varst gerður að versl- unarstjóra í Kringlunni.’ „Þú skalt ekki spyrja mig að því," svarar Valdimar. „Hins vegar tók ég þátt í endur- skipulagningu og uppbyggingu verslunaiinnai í Kjörgarði og sú reynsla hefur vitanlega kom- ið að góðum notum. Þá hefur þessi grunn- Viðtal: Sigrún Ása Markúsdóttir 18 VIKAN 32 TBL menntun mín, þessi námskeið í stjórnun og afskipti mín af félagsmálum hjálpað mér geysilega, fyrir utan það prinsipp mitt að setja mér markmið og ná þeim." Hinn I. mars tók Valdimar formlega við starfi verslunarstjóra í Kringlunni og síðast- liðna 4 mánuði hefur hann unnið að undir- búningi opnunarinnar. „Ég byrjaði á því að fara til Englands og vann þar í 10 daga í svipaðri verslun og ég kem til með að stjórna," segir hann. „Þetta var algerlega nauðsynlegt; Kringlan á sér enga fyrirmynd í íslensku verslunarlífi. Rekstur og stjórnun fyrirtækisins er gjörólókt því sem maður þekkir. Það var því mikil reynsla og góð að fara þarna út og sjá hvernig menn skipuleggja þennan rekstur." Að sögn Valdimars er nýja sérvöruverslunin mjög ólík þeirri sern er í SÍceifunni. Þar standa matvörur og sérvörur nánast hlið við hlið; í Kringlunni er skipulag með allt öðrum hætti. Sérvörudeild og matvörudeild eru aðskildar, reyndar hvor á sinni hæðinni. Sérvöruverslun- in er 2800 fermetrar á annarri hæð hússins. Hún skiptist í 9 deildir. Hver deild hefui sinn eiginn afgreiðslukassa og viðskiptavinir ganga á milli deildanna líkt og um sjálfstæðar sér- verslanir væri að ræða. Á ensku heitir svona verslun department store en á jslensku mætti kalla hana deildskipta verslun. í þessari deild- skiptu verslun verða 4 fatadeildir, þar af ein sérstök unglingadeild. Þá eru þarna leikfanga- deild, skódeild, ritfanga-. bóka-, sportvöru- og hljómplötudeild. gjafa- og búsáhaldadeild. ásamt snyrtivörudeild. „Að sjálfsögðu er allt úrval meira og fjöl- breyttara en í Skeifunni." segir Valdimar. „lnnkaupamennirnir okkar hafa í rösklega eitt ár keypt ýmis ný merki, bæði í fatnaði og snyrtivörum. Má þar nefna Miss Selfridges snyrtivörur og föt frá Easy pieces og Sand- wich. Þá má geta þess að um árabil hefur Hagkaup selt föt frá hollenska stórfyrirtækinu C&A en það er nú byrjað að framleiða föt sem eru sérstaklega merkt Hagkaupi." - Hversu margir koma til með að starfa í versluninni? „í versluninni eru 50-70 stöðugildi," segir Valdimar, „en ég býst við að starfsmenn verði allt að 100. Við verðum að gera ráð fyrir hálfsdagsfólki og svo fjölgum við starfsfólki á háannatíma." Valdimar segir að það hafi gengið mjög vel að ráða fólk til starfa í sérvöruverslunina. Nú þegar sé búið að ráða í um það bil 99 prósent staða. Þess má einnig geta að með tilkomu þessara tveggja verslana Hagkaups í Kringlunni bætast um það bil 250 manns við starfsmannafjölda fyrirtækisins og eru starfs- menn þá tæplega 1000. - Hvað gerið þið ráð fyrir að geta tekið við mörgum viðskiptavinum í verslunina? „Ég hef nú ekki tölurnar alveg á reiðum höndum," svarar Valdimar, „en við áætlum að í Kringluna komi um 40-60 þúsund manns á viku og í verslununum verða 45 kassar í gangi þegar best lætur svo að við eigum að geta afgreitt mörg þúsund manns á dag." Menn velta því fyrir sér hvort hugsanlega verði skortur á bílastæðum í Kringlunni á annatímum og hvað verði gert til þess að draga úr þessum vanda. Valdimar segir að bílastæðaskorturinn geti vissulega orðið vandamál en hins vegar verði sá vandi leyst- ur. „Þegar er búið að byggja bílastæði á tveimur hæðum í Kringlunni," segir hann, „og innan árs verður tekin í notkun bílageymsla á þremur hæðum sem verður Miklubrautar- megin við núverandi bílastæði.1' - Að lokum. Valdimar, hvernig hefur und- irbúningurinn gengið? „Þetta hefur gengið mjög vel," svarar hann. „Sérvöruverslunin var tilbúin fyrir svona mánuði og í vikunni fyrir verslunarmanna- helgina byrjuðum við að þrífa og koma vörunum fyrir. Annars hefur þessi undirbúningsvinna öll verið alveg geysileg lífsreynsla fyrir mig," bætir hann við. „Með tilkomu Kringlunnar er verið að stíga nýtt skref í íslenskum verslun- arrekstri og mér finnst alveg feikilega gaman að hafa átt svolitinn þátt í þessu brautryðj- endastarfi og nú hlakka ég til þess að sjá hvernig dæmið gengur upp.“ Mynd: helgi skj. fridjónsson /

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.